Aron tók á sig högg en liðsstjórinn æðislegi slapp Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 22:00 Aron Pálmarsson er spænskur meistari í handbolta með Barcelona. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu,“ segir Aron Pálmarsson sem þurfti að taka á sig 70% launaskerðingu, tímabundið, líkt og aðrir leikmenn Barcelona vegna kórónuveirukrísunnar. Aron og félagar í handboltaliði Barcelona fá aðeins 30% launa sinna á meðan að útgöngubann er í borginni en það hefur verið framlengt til 25. maí. Aron segir leikmenn hafa litlu ráðið um það en það hafi vakið ólgu þegar fjölmiðlar sögðu leikmenn knattspyrnuliðsins fá 50% sinna launa. Sú var þó ekki raunin. „Þetta var sett upp fyrir okkur eins og að þetta væri eitthvað val en það var það í raun ekki. Það var annað hvort þetta eða að fara á bætur. Meðallaunin í landinu þarna eru 2.000 evrur þannig að það tóku allir hina leiðina. Þetta var sett á alla leikmenn klúbbsins, og ég fékk einmitt mikið af spurningum með fótboltamennina því þeir voru að semja lengur, eða það kom í fjölmiðlum alla vega. Það var einmitt fyrsta spurning okkar þegar við lásum það; „Bíddu eigum við að taka 70% lækkun en þeir ekki?“,“ sagði Aron í Sportinu í dag. Gildir á meðan það er útgöngubann Aron segir að það hafi hins vegar komið í ljós að Lionel Messi og félagar væru að berjast gegn því að starfsfólk Barcelona, annað en leikmenn, þyrfti að lækka í launum. „Klúbburinn byrjaði á því að ætla að lækka alla starfsmenn félagsins um 70%. Þá erum við að tala um leikmenn, þjálfara, sjúkraþjálfara, lækna, öryggisverði og bara alla. Þeir voru að berjast fyrir því að aðeins leikmenn myndu taka á sig þessa lækkun, og það endaði með því að bara leikmenn og þjálfarar lækkuðu,“ sagði Aron og nefndi dæmi um starfsmann sem honum hefði fundist ótækt að þyrfti að lækka um 70% í launum: „Liðsstjórinn okkar er æðislegasti gaur sem að þú finnur. Kemur frá Kúbu og læknirinn okkar reddaði honum einhvern veginn í þessa vinnu. Liðsstjórar eru „já og amen“-gæjar en þessi er bara besti maður sem að þú finnur. Hann átti að lækka um 70% en fótboltinn græjaði það að svo yrði ekki. Það var því ekki rétt að þeir [fótboltamenn Barcelona] hefðu ekki viljað taka á sig launaskerðingu. Það endaði bara þannig. Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu. Þetta er bara tímabundið, á meðan að það er útgöngubann í landinu, á meðan að önnur lið eru kannski búin að semja um 30-40% lækkun í hálft ár eða eitthvað. Á endanum kemur þetta þá kannski út á það sama,“ sagði Aron. Klippa: Sportið í dag - Aron um launalækkanir hjá Barcelona Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Spænski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron og samherjar lækka um 70% í launum Barcelona bregst við tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. 26. mars 2020 14:30 Aron hefur verið meistari samfellt í 2927 daga Aron Pálmarsson varð landsmeistari níunda árið í röð í gærkvöldi þegar Barcelona liðið var krýndur spænskur meistari í handbolta. 6. maí 2020 14:00 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
„Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu,“ segir Aron Pálmarsson sem þurfti að taka á sig 70% launaskerðingu, tímabundið, líkt og aðrir leikmenn Barcelona vegna kórónuveirukrísunnar. Aron og félagar í handboltaliði Barcelona fá aðeins 30% launa sinna á meðan að útgöngubann er í borginni en það hefur verið framlengt til 25. maí. Aron segir leikmenn hafa litlu ráðið um það en það hafi vakið ólgu þegar fjölmiðlar sögðu leikmenn knattspyrnuliðsins fá 50% sinna launa. Sú var þó ekki raunin. „Þetta var sett upp fyrir okkur eins og að þetta væri eitthvað val en það var það í raun ekki. Það var annað hvort þetta eða að fara á bætur. Meðallaunin í landinu þarna eru 2.000 evrur þannig að það tóku allir hina leiðina. Þetta var sett á alla leikmenn klúbbsins, og ég fékk einmitt mikið af spurningum með fótboltamennina því þeir voru að semja lengur, eða það kom í fjölmiðlum alla vega. Það var einmitt fyrsta spurning okkar þegar við lásum það; „Bíddu eigum við að taka 70% lækkun en þeir ekki?“,“ sagði Aron í Sportinu í dag. Gildir á meðan það er útgöngubann Aron segir að það hafi hins vegar komið í ljós að Lionel Messi og félagar væru að berjast gegn því að starfsfólk Barcelona, annað en leikmenn, þyrfti að lækka í launum. „Klúbburinn byrjaði á því að ætla að lækka alla starfsmenn félagsins um 70%. Þá erum við að tala um leikmenn, þjálfara, sjúkraþjálfara, lækna, öryggisverði og bara alla. Þeir voru að berjast fyrir því að aðeins leikmenn myndu taka á sig þessa lækkun, og það endaði með því að bara leikmenn og þjálfarar lækkuðu,“ sagði Aron og nefndi dæmi um starfsmann sem honum hefði fundist ótækt að þyrfti að lækka um 70% í launum: „Liðsstjórinn okkar er æðislegasti gaur sem að þú finnur. Kemur frá Kúbu og læknirinn okkar reddaði honum einhvern veginn í þessa vinnu. Liðsstjórar eru „já og amen“-gæjar en þessi er bara besti maður sem að þú finnur. Hann átti að lækka um 70% en fótboltinn græjaði það að svo yrði ekki. Það var því ekki rétt að þeir [fótboltamenn Barcelona] hefðu ekki viljað taka á sig launaskerðingu. Það endaði bara þannig. Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu. Þetta er bara tímabundið, á meðan að það er útgöngubann í landinu, á meðan að önnur lið eru kannski búin að semja um 30-40% lækkun í hálft ár eða eitthvað. Á endanum kemur þetta þá kannski út á það sama,“ sagði Aron. Klippa: Sportið í dag - Aron um launalækkanir hjá Barcelona Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Spænski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron og samherjar lækka um 70% í launum Barcelona bregst við tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. 26. mars 2020 14:30 Aron hefur verið meistari samfellt í 2927 daga Aron Pálmarsson varð landsmeistari níunda árið í röð í gærkvöldi þegar Barcelona liðið var krýndur spænskur meistari í handbolta. 6. maí 2020 14:00 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Aron og samherjar lækka um 70% í launum Barcelona bregst við tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. 26. mars 2020 14:30
Aron hefur verið meistari samfellt í 2927 daga Aron Pálmarsson varð landsmeistari níunda árið í röð í gærkvöldi þegar Barcelona liðið var krýndur spænskur meistari í handbolta. 6. maí 2020 14:00
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti