Hundruð flugliða hjá Delta rekja veikindi til búninga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2020 09:34 Búningarnir sem um ræðir. Mynd/Delta Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni.CNN greinir frá og segir að í stefnunni sé því haldið fram að búningarnir, sem aðallega eru í notkun á meðal flugliða félagsins, ógni heilsu starfsmanna flugfélagsins. Þannig hafi starfsmenn sem þurft að hafa klæðast búningunum í vinnunni frá árinu 2018 glímt við raddbandarvandamál, öndunarerfiðleika, útbrot, skerta sjón, blóðnasir og síþreytu, svo dæmi séu tekin. Flestir af þeim sem koma að stefnunni eru flugfreyjur að sögn lögmanns hópsins sem segir að í viðbót við þessa 500 sem standa að stefnunni hafi aðrir 500 starfsmenn flugfélagsins kvartað yfir búningunum. Þá séu um sex þúsund meðlimir í Facebook-hóp þar sem vandamál tengd búningunum eru rædd.Í stefnunni segir að samkvæmt rannsókn sem stefnendur létu framkvæma á búningunum komi fram að fundist hafi hærri en leyfileg gildi af ýmsum efnum og þungmálmum, þar á meðal kvikasilfri.Stefnan beinist sem fyrr segir að fataframleiðandanum sem framleiðir búningana, en ekki flugfélaginu, sem segist telja að búningarnir séu öruggir. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni.CNN greinir frá og segir að í stefnunni sé því haldið fram að búningarnir, sem aðallega eru í notkun á meðal flugliða félagsins, ógni heilsu starfsmanna flugfélagsins. Þannig hafi starfsmenn sem þurft að hafa klæðast búningunum í vinnunni frá árinu 2018 glímt við raddbandarvandamál, öndunarerfiðleika, útbrot, skerta sjón, blóðnasir og síþreytu, svo dæmi séu tekin. Flestir af þeim sem koma að stefnunni eru flugfreyjur að sögn lögmanns hópsins sem segir að í viðbót við þessa 500 sem standa að stefnunni hafi aðrir 500 starfsmenn flugfélagsins kvartað yfir búningunum. Þá séu um sex þúsund meðlimir í Facebook-hóp þar sem vandamál tengd búningunum eru rædd.Í stefnunni segir að samkvæmt rannsókn sem stefnendur létu framkvæma á búningunum komi fram að fundist hafi hærri en leyfileg gildi af ýmsum efnum og þungmálmum, þar á meðal kvikasilfri.Stefnan beinist sem fyrr segir að fataframleiðandanum sem framleiðir búningana, en ekki flugfélaginu, sem segist telja að búningarnir séu öruggir.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira