Bandaríkjastjórn vill ekki þjóðnýta bankana 20. febrúar 2009 22:19 Stjórnvöld í Washington sendu skýr skilaboð í dag um að ekki stæði til að þjóðnýta tvo af stærstu bönkum Bandaríkjanna þrátt fyrir að hlutabréf í þeim hríðfélli. Sögusagnir á Wall Street um að bankarnir yrðu þjóðnýttir leiddi til þess að helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í dag. Þar óttast fjárfestar að ríkið taki bankana yfir og hlutafé í þeim þurrkist út. Citigroup féll um 20%, en Bank of America féll um 12% í viðskiptum í kvöld en hlutir í þessum fyrirtækjum hækkuðu örlítið aftur seinna um kvöldið. Ríkisstjórnin er staðföst í þeirri skoðun sinni að bankakerfið eigi að vera einkarekið og gott eftirlit eigi að vera með bönkunum," sagði Robert Gibbs, fjölmiðlafulltrúi í Hvíta húsinu. „Þetta hefur verið skoðun okkar um alllangt skeið og verður það áfram," sagði Gibbs jafnframt. Fjárfestar virðast hafa sífellt minni trú á því að bankakerfið geti rétt sig við af sjálfu sér. Þegar hefur töluverðu af fé skattgreiðenda verið dælt í bankana í þeirri viðleitni stjórnvalda að bjarga fjármálakerfinu. Þegar einn blaðamaður lagði til að Gibbs gæfi út yfirlýsingu um að Obama myndi aldrei þjóðnýta bankana sagðist Gibbs ekki geta gefið út slíka yfirlýsingu. „Ég held að ég hafi verið nokkuð skýr í máli mínu um það kerfi sem þessi þjóð vill búa við," sagði Gibbs. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stjórnvöld í Washington sendu skýr skilaboð í dag um að ekki stæði til að þjóðnýta tvo af stærstu bönkum Bandaríkjanna þrátt fyrir að hlutabréf í þeim hríðfélli. Sögusagnir á Wall Street um að bankarnir yrðu þjóðnýttir leiddi til þess að helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í dag. Þar óttast fjárfestar að ríkið taki bankana yfir og hlutafé í þeim þurrkist út. Citigroup féll um 20%, en Bank of America féll um 12% í viðskiptum í kvöld en hlutir í þessum fyrirtækjum hækkuðu örlítið aftur seinna um kvöldið. Ríkisstjórnin er staðföst í þeirri skoðun sinni að bankakerfið eigi að vera einkarekið og gott eftirlit eigi að vera með bönkunum," sagði Robert Gibbs, fjölmiðlafulltrúi í Hvíta húsinu. „Þetta hefur verið skoðun okkar um alllangt skeið og verður það áfram," sagði Gibbs jafnframt. Fjárfestar virðast hafa sífellt minni trú á því að bankakerfið geti rétt sig við af sjálfu sér. Þegar hefur töluverðu af fé skattgreiðenda verið dælt í bankana í þeirri viðleitni stjórnvalda að bjarga fjármálakerfinu. Þegar einn blaðamaður lagði til að Gibbs gæfi út yfirlýsingu um að Obama myndi aldrei þjóðnýta bankana sagðist Gibbs ekki geta gefið út slíka yfirlýsingu. „Ég held að ég hafi verið nokkuð skýr í máli mínu um það kerfi sem þessi þjóð vill búa við," sagði Gibbs.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira