Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 18:30 Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja.Ákvörðun Rússa um viðskiptabann á matvæli frá 28 ríkjum Evrópusambandsins, Ástralíu, Bandaríkjunum og Kanada er viðbrögð við þeirri ákvörðun að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna hernaðaríhlutunar Rússa í Úkraínu. Athygli vekur að innflutningsbann Rússa á matvælum nær einnig til Noregs, sem er ekki ESB ríki en er hluti af innri markaði ESB í gegnum ESS-samninginn, rétt eins og Ísland.Í norskum fjölmiðlum var þessi ákvörðun Rússa sögð áfall fyrir þarlend sjávarútvegsfyrirtæki. Ákvörðunin gildir í 12 mánuði fyrst og sinn en verður endurskoðuð að þeim tíma liðnum og varð m.a. verðfall í norsku kauphöllinni þegar fréttir af ákvörðun Rússa bárust. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er Ísland undanþegið innflutningsbanninu og er það jákvætt fyrir íslenskan sjávarútveg því íslensk útvegsfyrirtæki fluttu út sjávarafurðir fyrir alls 18,5 milljarða króna á síðasta ári. Þetta þýðir í raun að Íslendingar hefðu farið á mis við 18,5 milljarða króna á ársgrundvelli væri Ísland á listanum.Rússar kaupa makríl og síld í stórum stíl af Íslendingum. Á síðasta ári fluttu Íslendingar út 113 þúsund tonn af makríl. Ef við skiptum aflanum á milli landa þá sést á þessari köku (sjá myndskeið) að rúmlega þriðjungur af öllum makríl sem Íslendingar seldu út í fyrra fór til Rússlands, eða tæplega 42 þúsund tonn, samkvæmt ölum Hagstofunnar. Þar á eftir kom Holland vegna umskipunar í Rotterdam og Litháen. Engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna Norðmenn eru beittir þvingunum en ekki Íslendingar en ekki hefur verið munur á utanríkisstefnu ríkjanna þegar kemur að málefnum Rússlands og íhlutunar þess í Úkraínu. Ófyrirséðar afleiðingar Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ segir að viðskiptabannið gæti skapað tækifæri og vanda fyrir Íslendinga. „Annars vegar kunna að skapast tækifæri fyrir okkur á Íslandi þegar samkeppnisaðilar neyðast til að hverfa þaðan af markaði. Á móti kemur að þessir sömu samkeppnisaðilar þurfa að sækja sér markaði annars staðar og þá kann það að valda okkur erfiðleikum þar sem við höfum haslað okkur völl, annars staðar en í Rússlandi,“ segir Kolbeinn. Hann segir erfitt að ætla á þessari stundu að setja þetta í tölur eða í samhengi en áhrifin verði eflaust mikil. „Allir sem eru í markaðssetningu á fiski í þessum löndum hljóta að vera á tánum og sjá hvernig þetta þróast en ég held að það sé ómögulegt að segja nákvæmlega til um það núna hverf áhrifin verða.“ Kolbeinn segir að það hefði haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg, hefði Ísland verið á þessum lista Rússa. „Ég held að það sé klárt. Nú þegar er fremur þröngt í búi í markaðssetningu á t.d makríl. Rússland er okkar aðal markaðssvæði þar, með Úkraínu og Hvíta Rússlandi. Hefði þetta bæst við hefði það valdið gríðarlegum vandræðum og maður getur ímyndað sér að verð hefði lækkað og það hefði getað orðið erfitt að losna við þessar afurðir.“ Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja.Ákvörðun Rússa um viðskiptabann á matvæli frá 28 ríkjum Evrópusambandsins, Ástralíu, Bandaríkjunum og Kanada er viðbrögð við þeirri ákvörðun að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna hernaðaríhlutunar Rússa í Úkraínu. Athygli vekur að innflutningsbann Rússa á matvælum nær einnig til Noregs, sem er ekki ESB ríki en er hluti af innri markaði ESB í gegnum ESS-samninginn, rétt eins og Ísland.Í norskum fjölmiðlum var þessi ákvörðun Rússa sögð áfall fyrir þarlend sjávarútvegsfyrirtæki. Ákvörðunin gildir í 12 mánuði fyrst og sinn en verður endurskoðuð að þeim tíma liðnum og varð m.a. verðfall í norsku kauphöllinni þegar fréttir af ákvörðun Rússa bárust. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er Ísland undanþegið innflutningsbanninu og er það jákvætt fyrir íslenskan sjávarútveg því íslensk útvegsfyrirtæki fluttu út sjávarafurðir fyrir alls 18,5 milljarða króna á síðasta ári. Þetta þýðir í raun að Íslendingar hefðu farið á mis við 18,5 milljarða króna á ársgrundvelli væri Ísland á listanum.Rússar kaupa makríl og síld í stórum stíl af Íslendingum. Á síðasta ári fluttu Íslendingar út 113 þúsund tonn af makríl. Ef við skiptum aflanum á milli landa þá sést á þessari köku (sjá myndskeið) að rúmlega þriðjungur af öllum makríl sem Íslendingar seldu út í fyrra fór til Rússlands, eða tæplega 42 þúsund tonn, samkvæmt ölum Hagstofunnar. Þar á eftir kom Holland vegna umskipunar í Rotterdam og Litháen. Engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna Norðmenn eru beittir þvingunum en ekki Íslendingar en ekki hefur verið munur á utanríkisstefnu ríkjanna þegar kemur að málefnum Rússlands og íhlutunar þess í Úkraínu. Ófyrirséðar afleiðingar Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ segir að viðskiptabannið gæti skapað tækifæri og vanda fyrir Íslendinga. „Annars vegar kunna að skapast tækifæri fyrir okkur á Íslandi þegar samkeppnisaðilar neyðast til að hverfa þaðan af markaði. Á móti kemur að þessir sömu samkeppnisaðilar þurfa að sækja sér markaði annars staðar og þá kann það að valda okkur erfiðleikum þar sem við höfum haslað okkur völl, annars staðar en í Rússlandi,“ segir Kolbeinn. Hann segir erfitt að ætla á þessari stundu að setja þetta í tölur eða í samhengi en áhrifin verði eflaust mikil. „Allir sem eru í markaðssetningu á fiski í þessum löndum hljóta að vera á tánum og sjá hvernig þetta þróast en ég held að það sé ómögulegt að segja nákvæmlega til um það núna hverf áhrifin verða.“ Kolbeinn segir að það hefði haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg, hefði Ísland verið á þessum lista Rússa. „Ég held að það sé klárt. Nú þegar er fremur þröngt í búi í markaðssetningu á t.d makríl. Rússland er okkar aðal markaðssvæði þar, með Úkraínu og Hvíta Rússlandi. Hefði þetta bæst við hefði það valdið gríðarlegum vandræðum og maður getur ímyndað sér að verð hefði lækkað og það hefði getað orðið erfitt að losna við þessar afurðir.“
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent