Erlent

Jarðskjálfti undan ströndum Grikklands

Jarðskjálfti varð neðanjarðar fyrir undan ströndum Grikklands í dag. Skjálftinn mældist 6,9 á richteskala en engin slys urðu á fólki og ekki er vitað um skemmdir af völdum skjálftans. Upptök skjálftans voru suðaustan við Peloponnese skaga en hans varð vart á Grikklandi og víða á Suður-Ítalíu. Það þykir hafa skipt miklu máli að upptök skjálftans voru neðansjávar en líklegt þykir að töluvert tjón hefði orðið af völdum jarðskjálftans ef hann hefði átt upptök sín í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×