Sleppa söluþóknun og lækka verð á ferðum um allt að 50 prósent Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. maí 2020 14:24 Einar Þór Gústafsson hjá Getlocal. aðsend Komið hefur verið á fót markaðstorgi á netinu sem ætlað er að auðvelda Íslendingum að finna afþreyingu hér á landi. Ferðaþjónustufyrirtæki borga ekki neitt fyrir að skrá sig á torgið, engin söluþóknun er tekin og fyrir vikið hefur því verið hægt að bjóða tugprósenta lægra verð en á hefðbundnum bókunarsíðum að sögn aðstandanda. Markaðstorgið ber heitið Ferðalandið og má nálgast á vefsíðunni ferdalandid.is. Að vefnum stendur nýsköpunarfyrirtækið Getlocal og segir Einar Þór Gústafsson, einn stofnenda fyrirtækisins, að það vilji að Íslendingar upplifi landið sitt í sumar og sjái hvað er í boði. „Það er svo ótrúlegt magn af skemmtilegum upplifunum um allt land en það er erfitt að finna þær. Þarna náum við vonandi að draga þetta fram og hjálpa fólki að eiga gott sumar,“ segir Einar Þór. Sem fyrr segir kostar ekkert fyrir ferðþjónustufyrirtæki að skrá þjónustu sína í Ferðalandið. Einar Þór segir að nú þegar hafi rúmlega 100 fyrirtækið óskað eftir þátttöku og að unnið sé að færa þau inn á torgið. Ferðalandið tekur að sama skapi enga söluþóknun, en Einar Þór segir að milliliðir eins og hvers kyns bókunarþjónustur taki oft til sín um 20 til 30 prósent af söluverðinu. Á Ferðalandinu má finna margvíslega ferðaþjónustutengda afþreyingu.skjáskot Hugmynd Ferðalandsins gangi út á að gera ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að sleppa milliliðunum, lækka kostnað og þannig geta boðið ódýrari ferðir. Þessi aðferð hafi þegar skilað sér í allt að 40 til 50 prósent ódýrari ferðum á síðunni að sögn Einars Þórs. En ef Ferðalandið tekur enga greiðslu, hvorki fyrir skráningu eða sölu, hvað vilja þau þá fá út úr þessu? Einar Þór segir að fyrst og fremst séu þau að sækjast eftir athygli. Ferðalandið byggi á kerfi frá Getlocal og vonir þeirra standi því til að fá frekari viðskipti þegar fram í sækir. Markmiðið sé ekki að halda síðunni lifandi út í hið óendanlega heldur segir Einar Þór að um átak sé að ræða. „Við lokum ekki á neitt en í rauninni sáum við ekki fyrir okkur að fara í neina samkeppni við fyrirtæki sem eru í þessum geira,“ segir Einar Þór. Fyrst og fremst sé um stuðning við ferðaþjónustuna að ræða, sem berst nú í bökkum þegar engir erlendir ferðamenn eru á landinu. Hugsanleg opnun landsins 15. júní muni því líklega stytta líftíma Ferðalandsins. Viðtal við Einar Þór má heyra hér að neðan og Ferðalandið má nálgast hér. Ferðamennska á Íslandi Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Komið hefur verið á fót markaðstorgi á netinu sem ætlað er að auðvelda Íslendingum að finna afþreyingu hér á landi. Ferðaþjónustufyrirtæki borga ekki neitt fyrir að skrá sig á torgið, engin söluþóknun er tekin og fyrir vikið hefur því verið hægt að bjóða tugprósenta lægra verð en á hefðbundnum bókunarsíðum að sögn aðstandanda. Markaðstorgið ber heitið Ferðalandið og má nálgast á vefsíðunni ferdalandid.is. Að vefnum stendur nýsköpunarfyrirtækið Getlocal og segir Einar Þór Gústafsson, einn stofnenda fyrirtækisins, að það vilji að Íslendingar upplifi landið sitt í sumar og sjái hvað er í boði. „Það er svo ótrúlegt magn af skemmtilegum upplifunum um allt land en það er erfitt að finna þær. Þarna náum við vonandi að draga þetta fram og hjálpa fólki að eiga gott sumar,“ segir Einar Þór. Sem fyrr segir kostar ekkert fyrir ferðþjónustufyrirtæki að skrá þjónustu sína í Ferðalandið. Einar Þór segir að nú þegar hafi rúmlega 100 fyrirtækið óskað eftir þátttöku og að unnið sé að færa þau inn á torgið. Ferðalandið tekur að sama skapi enga söluþóknun, en Einar Þór segir að milliliðir eins og hvers kyns bókunarþjónustur taki oft til sín um 20 til 30 prósent af söluverðinu. Á Ferðalandinu má finna margvíslega ferðaþjónustutengda afþreyingu.skjáskot Hugmynd Ferðalandsins gangi út á að gera ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að sleppa milliliðunum, lækka kostnað og þannig geta boðið ódýrari ferðir. Þessi aðferð hafi þegar skilað sér í allt að 40 til 50 prósent ódýrari ferðum á síðunni að sögn Einars Þórs. En ef Ferðalandið tekur enga greiðslu, hvorki fyrir skráningu eða sölu, hvað vilja þau þá fá út úr þessu? Einar Þór segir að fyrst og fremst séu þau að sækjast eftir athygli. Ferðalandið byggi á kerfi frá Getlocal og vonir þeirra standi því til að fá frekari viðskipti þegar fram í sækir. Markmiðið sé ekki að halda síðunni lifandi út í hið óendanlega heldur segir Einar Þór að um átak sé að ræða. „Við lokum ekki á neitt en í rauninni sáum við ekki fyrir okkur að fara í neina samkeppni við fyrirtæki sem eru í þessum geira,“ segir Einar Þór. Fyrst og fremst sé um stuðning við ferðaþjónustuna að ræða, sem berst nú í bökkum þegar engir erlendir ferðamenn eru á landinu. Hugsanleg opnun landsins 15. júní muni því líklega stytta líftíma Ferðalandsins. Viðtal við Einar Þór má heyra hér að neðan og Ferðalandið má nálgast hér.
Ferðamennska á Íslandi Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira