Renault mest seldi sendibíllinn í Evrópu 18. árið í röð Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 09:31 Renault Master sendibíll. Samkeppni á fólks- og sendibílamarkaði er afar hörð um allan heim, þar sem álfurnar keppa sín á milli ekki síður en einstakir bílaframleiðendur. Samkeppni á sendibílamarkaði er einkar hörð í Evrópu þar sem Renault hefur ráðið ríkjum í tæpa tvo áratugi og lauk nýliðnu ári sem sigurvegari átjánda árið í röð. En það var mjótt á mununum. Framan af ári leiddi Ford keppnina en á endasprettinum tók Renault fram úr og lauk árinu með tæplega þrjú þúsund bíla forskoti á Ford. Seldi Renault alls 269.330 sendibíla á árinu. Þess má geta í lokin Renault nálgast einnig Ford sem næst mest selda merkið í Evrópu þegar taldir eru saman bæði fólksbílar og sendibílar. Einnig má geta þess að Nissan lauk árinu 2015 sem mest selda asíska bílamerkið í Evrópu og fór þar með fram úr Toyota sem leitt hefur söluna um árabil. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent
Samkeppni á fólks- og sendibílamarkaði er afar hörð um allan heim, þar sem álfurnar keppa sín á milli ekki síður en einstakir bílaframleiðendur. Samkeppni á sendibílamarkaði er einkar hörð í Evrópu þar sem Renault hefur ráðið ríkjum í tæpa tvo áratugi og lauk nýliðnu ári sem sigurvegari átjánda árið í röð. En það var mjótt á mununum. Framan af ári leiddi Ford keppnina en á endasprettinum tók Renault fram úr og lauk árinu með tæplega þrjú þúsund bíla forskoti á Ford. Seldi Renault alls 269.330 sendibíla á árinu. Þess má geta í lokin Renault nálgast einnig Ford sem næst mest selda merkið í Evrópu þegar taldir eru saman bæði fólksbílar og sendibílar. Einnig má geta þess að Nissan lauk árinu 2015 sem mest selda asíska bílamerkið í Evrópu og fór þar með fram úr Toyota sem leitt hefur söluna um árabil.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent