Sport

79. meistaramótið í frjálsum

79. meistaramótið í frjálsum íþróttum verður haldið á Vilhjálmsvelli á Fljótsdalshéraði um helgina. Þetta verður í fyrsta sinn sem mótið fer fram á Austurlandi. 150 keppendur frá 18 sambandsaðilum keppa á mótinu. Ungir og efnilegir frjálsíþróttamenn hafa verið að bæta árangur sinn og verður fróðlegt að sjá hvernig þeim vegnar fyrir austan. Má þar nefna Þingeyinginn Þorstein Ingason sem keppir í langstökki og þrístökki, Fjölnismanninn Svein Elías Elíasson sem er nýkominn heim frá heimsmeistaramóti ungmenna í Marokkó, og þá má ekki gleyma kastaranum unga Bergi Inga Péturssyni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×