Viðskipti erlent

Norð­menn sækja milljarða í olíu­sjóðinn

Atli Ísleifsson skrifar
Erna Solberg er forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg er forsætisráðherra Noregs. Getty

Stjórnvöld í Noregi hyggjast sækja nærri 420 milljarða norskra króna, um sex þúsund milljarða íslenskra króna, úr olíusjóði sínum til að fjármagna aðgerðir sínar vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Upphæðin samsvarar um 4,2 prósent af verðmæti sjóðsins, umtalsvert hærra hlutfall en þriggja prósenta þakið sem miðað er við.

Norski olíusjóðurinn er einn af stærstu hlutabréfaeigandi í heimi, en Norðmenn hafa lagt tekjur sínar af olíuvinnslu í sjóðinn. Hafa Norðmenn fjárfest í hlutabréfum, skuldabréfum og fasteignum víðs vegar um heim.

Á heimasíðu olíusjóðsins segir að sjóðurinn sé nú metinn á um 10.440 milljarða norskra króna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×