Herlaust land Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. febrúar 2016 07:00 Mörgum brá illa við á dögunum þegar vefrit bandaríska hersins flutti fréttir af auknum umsvifum á Íslandi ásamt vangaveltum um varanlega viðveru hersins hér á landi í framtíðinni. Fréttin vakti óþægilegar minningar frá tímum Kalda stríðsins og varð kveikjan að spurningum um hvort herstöðin á Miðnesheiði yrði opnuð á nýjan leik. Íslensk stjórnvöld hafa gert lítið úr þessum fréttum og látið eins og í þeim felist engin tíðindi. Bandaríkjaher hafi verið hér með annan fótinn á grunni varnarsamningsins frá 1951 sem og samkomulags sem gert var árið 2006 þegar herinn fór. Umsvifin nú snúist helst um lagfæringar á gömlu flugskýli. Veruleikinn er þó sá að þær 2.700 milljónir sem ætlaðar eru til þessara framkvæmda eru hluti af miklu stærri mynd. Bandarísk hernaðaryfirvöld eru að stórauka viðbúnað sinn í Evrópu. Á sama tíma undirbúa stórveldin Bandaríkin, Rússland og Bretland öll stórfellda endurnýjun í kjarnorkuvopnabúrum sínum og Nató-ríki vinna að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis í Austur-Evrópu. Vígbúnaðarkapphlaup er hafið og það á sér að miklu leyti stað í hafinu umhverfis okkur. Þetta eru slæm tíðindi fyrir okkur Íslendinga og bein ógnun við lífsafkomu okkar. Eltingaleikir kjarnorkukafbáta í íslenskri lögsögu eru hættuspil og auðvelt að gera sér í hugarlund afleiðingarnar sem slys á slíkum farartækjum gæti valdið. Vilji Bandaríkjamanna til að hafa inngrip á Keflavíkurflugvelli hefur lengi verið kunnur. Spurningarnar sem kvikna við fregnir af auknum umsvifum Bandaríkjahers eru aðkallandi og krefjast tafarlausra svara; Hver er afstaða íslenskra ráðamanna til kostnaðarsams umstangs Bandaríkjahers nú? Eru íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn að hvetja Bandaríkjaher til að auka hér umsvif sín og viðveru? Hvaða pólitíska umboð hafa menn til slíks? Áratugur er liðinn frá því að herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Það var gæfuspor og stuðlaði að auknu öryggi landsmanna. Íslendingar eru friðsöm smáþjóð. Hagsmunir okkar eru þeir að standa gegn vígvæðingu og stigmögnun vopnakapphlaups. Uppsögn varnarsamningsins væri skynsamlegt skref í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum brá illa við á dögunum þegar vefrit bandaríska hersins flutti fréttir af auknum umsvifum á Íslandi ásamt vangaveltum um varanlega viðveru hersins hér á landi í framtíðinni. Fréttin vakti óþægilegar minningar frá tímum Kalda stríðsins og varð kveikjan að spurningum um hvort herstöðin á Miðnesheiði yrði opnuð á nýjan leik. Íslensk stjórnvöld hafa gert lítið úr þessum fréttum og látið eins og í þeim felist engin tíðindi. Bandaríkjaher hafi verið hér með annan fótinn á grunni varnarsamningsins frá 1951 sem og samkomulags sem gert var árið 2006 þegar herinn fór. Umsvifin nú snúist helst um lagfæringar á gömlu flugskýli. Veruleikinn er þó sá að þær 2.700 milljónir sem ætlaðar eru til þessara framkvæmda eru hluti af miklu stærri mynd. Bandarísk hernaðaryfirvöld eru að stórauka viðbúnað sinn í Evrópu. Á sama tíma undirbúa stórveldin Bandaríkin, Rússland og Bretland öll stórfellda endurnýjun í kjarnorkuvopnabúrum sínum og Nató-ríki vinna að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis í Austur-Evrópu. Vígbúnaðarkapphlaup er hafið og það á sér að miklu leyti stað í hafinu umhverfis okkur. Þetta eru slæm tíðindi fyrir okkur Íslendinga og bein ógnun við lífsafkomu okkar. Eltingaleikir kjarnorkukafbáta í íslenskri lögsögu eru hættuspil og auðvelt að gera sér í hugarlund afleiðingarnar sem slys á slíkum farartækjum gæti valdið. Vilji Bandaríkjamanna til að hafa inngrip á Keflavíkurflugvelli hefur lengi verið kunnur. Spurningarnar sem kvikna við fregnir af auknum umsvifum Bandaríkjahers eru aðkallandi og krefjast tafarlausra svara; Hver er afstaða íslenskra ráðamanna til kostnaðarsams umstangs Bandaríkjahers nú? Eru íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn að hvetja Bandaríkjaher til að auka hér umsvif sín og viðveru? Hvaða pólitíska umboð hafa menn til slíks? Áratugur er liðinn frá því að herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Það var gæfuspor og stuðlaði að auknu öryggi landsmanna. Íslendingar eru friðsöm smáþjóð. Hagsmunir okkar eru þeir að standa gegn vígvæðingu og stigmögnun vopnakapphlaups. Uppsögn varnarsamningsins væri skynsamlegt skref í þá átt.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun