Danir þeir einu sem hafa unnið Norðmenn á síðustu tveimur stórmótum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 13:00 Norðmaðurinn Sander Sagosen með Frakkanum Nikola Karabatic. Tveir frábærir handboltamenn. EPA-EFE/Ole Martin Wold Norska karlalandsliðið í handbolta hefur unnið alla fimm leiki sína á þessu Evrópumóti og í dag er komið að íslensku strákunum að reyna að enda þessa sigurgöngu norska liðsins. Íslenska landsliðið mun reyna að leika það eftir sem aðeins einu landsliði hefur tekist á stórmótum síðustu tveggja ára. Norðmenn eru á góðri leið inn í undanúrslitin á öðru stórmótinu í röð en þeir urðu í öðru sæti á heimsmeistaramótinu í fyrra. Þar með er ekki öll afrekaskrá liðsins upptalinn því norska liðið hefur verið áberandi á stórmótum allt frá árinu 2016. Norska liðið vann 2 af 3 leikjum sínum í milliriðli á EM fyrir tveimur árum en það skilaði þó liðinu ekki meiru en sjöunda sæti. Tapleikir liðsins í mótinu komu á móti Frökkum (riðlakeppni) og Króötum (milliriðill) og norska liðið fékk jafnmörg stig í milliriðli og Svíar sem fóru í undanúrslitin. Norðmenn stóðu hins vegar verst af þremur liðum með sex stig og urðu í fjórða sæti í sínum milliriðil. Norska liðið var því ótrúlega nálægt leikjum um verðlaun á því móti líka. Þeir voru síðan í úrslitaleik HM árið 2017 og töpuðu leiknum um þriðja sætið á EM 2016. Við erum því að tala um á fjórum síðustu stórmótum hefur norska karlalandsliðið í handbolta verið meðal bestu liða. Á síðustu tveimur stórmótum, HM 2019 og EM 2020, hefur norska liðið aðeins tapað tveimur leikjum og komu bæði þessi töp á móti verðandi heimsmeisturum Dana. Danir unnu Norðmenn bæði í riðlinum og síðan í sjálfum úrslitaleiknum um heimsmeistaratitilinn. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin úr leikjum Noregs á síðustu tveimur stórmótum og þar má sjá marga sannfærandi sigra liðsins.Leikir Norðmanna á síðustu tveimur stórmótumHM í Þýskalandi og Danmörku 2019: 10 marka sigur á Túnis (34-24) 19 marka sigur á Sádí Arabíu (40-21) 10 marka sigur á Austurríki (34-24) 21 marks sigur á Síle (41-20)4 marka tap fyrir Danmörku (26-30) 4 marka sigur á Egyptalandi (32-28) 3 marka sigur á Svíþjóð (30-27) 9 marka sigur á Ungverjalandi (35-26) 6 marka sigur á Þýskalandi (31-25) - undanúrslit9 marka tap fyrir Dönum (22-31) - úrslitaleikurEM í Svíþjóð, Noregi og Austurríki 2020: 6 marka sigur á Bosníu (32-26) 2 marka sigur á Frakklandi (28-26) 6 marka sigur á Portúgal (34-28) 7 marka sigur á Ungverjalandi (36-29) 3 marka sigur á Svíþjóð (23-20)Samtals: 13 sigrar í 15 leikjumNorðmenn á síðustu fjórum stórmótum: HM 2019 - 2. sæti EM 2018 - 7. sæti HM 2017 - 2. sæti EM 2016 - 4. sæti EM 2020 í handbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Norska karlalandsliðið í handbolta hefur unnið alla fimm leiki sína á þessu Evrópumóti og í dag er komið að íslensku strákunum að reyna að enda þessa sigurgöngu norska liðsins. Íslenska landsliðið mun reyna að leika það eftir sem aðeins einu landsliði hefur tekist á stórmótum síðustu tveggja ára. Norðmenn eru á góðri leið inn í undanúrslitin á öðru stórmótinu í röð en þeir urðu í öðru sæti á heimsmeistaramótinu í fyrra. Þar með er ekki öll afrekaskrá liðsins upptalinn því norska liðið hefur verið áberandi á stórmótum allt frá árinu 2016. Norska liðið vann 2 af 3 leikjum sínum í milliriðli á EM fyrir tveimur árum en það skilaði þó liðinu ekki meiru en sjöunda sæti. Tapleikir liðsins í mótinu komu á móti Frökkum (riðlakeppni) og Króötum (milliriðill) og norska liðið fékk jafnmörg stig í milliriðli og Svíar sem fóru í undanúrslitin. Norðmenn stóðu hins vegar verst af þremur liðum með sex stig og urðu í fjórða sæti í sínum milliriðil. Norska liðið var því ótrúlega nálægt leikjum um verðlaun á því móti líka. Þeir voru síðan í úrslitaleik HM árið 2017 og töpuðu leiknum um þriðja sætið á EM 2016. Við erum því að tala um á fjórum síðustu stórmótum hefur norska karlalandsliðið í handbolta verið meðal bestu liða. Á síðustu tveimur stórmótum, HM 2019 og EM 2020, hefur norska liðið aðeins tapað tveimur leikjum og komu bæði þessi töp á móti verðandi heimsmeisturum Dana. Danir unnu Norðmenn bæði í riðlinum og síðan í sjálfum úrslitaleiknum um heimsmeistaratitilinn. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin úr leikjum Noregs á síðustu tveimur stórmótum og þar má sjá marga sannfærandi sigra liðsins.Leikir Norðmanna á síðustu tveimur stórmótumHM í Þýskalandi og Danmörku 2019: 10 marka sigur á Túnis (34-24) 19 marka sigur á Sádí Arabíu (40-21) 10 marka sigur á Austurríki (34-24) 21 marks sigur á Síle (41-20)4 marka tap fyrir Danmörku (26-30) 4 marka sigur á Egyptalandi (32-28) 3 marka sigur á Svíþjóð (30-27) 9 marka sigur á Ungverjalandi (35-26) 6 marka sigur á Þýskalandi (31-25) - undanúrslit9 marka tap fyrir Dönum (22-31) - úrslitaleikurEM í Svíþjóð, Noregi og Austurríki 2020: 6 marka sigur á Bosníu (32-26) 2 marka sigur á Frakklandi (28-26) 6 marka sigur á Portúgal (34-28) 7 marka sigur á Ungverjalandi (36-29) 3 marka sigur á Svíþjóð (23-20)Samtals: 13 sigrar í 15 leikjumNorðmenn á síðustu fjórum stórmótum: HM 2019 - 2. sæti EM 2018 - 7. sæti HM 2017 - 2. sæti EM 2016 - 4. sæti
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni