Kommúnisti í Kastjósi Þröstur Friðfinnsson skrifar 12. maí 2020 09:00 Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands islenskra sveitarfélaga mætti í Kastljós í gærkveldi og ræddi málefni sveitarfélaga og stöðu þeirra í covid-kreppu. Fórst henni það vel lengst af, en þegar kom að umræðu um sameiningar sveitarfélaga fór hún enn á ný þvert gegn sínu formannshlutverki. Í samþykktum sambandsins er skýrt kveðið á um að hlutverk þess er að gæta hagsmuna sveitarfélaga. Þar er klárlega meint allra sveitarfélaga en ekki bara sumra og alls ekki sumra gegn öðrum. Hún aðhyllist alræðishyggju að ofan og telur eðlilegt að fulltrúar hinna stóru ákveði einhliða örlög hinna smáu, sama hvað líður vilja íbúa þeirra. Sú tillaga sem Landsþing samþykkti í haust og Aldís vitnaði til, innifól kröfu um nýtt fé inn í Jöfnunarsjóð vegna sameiningarframlaga. Hún nefnir boðaðar lækkanir framlaga sjóðsins vegna kreppunnar og að mörg sveitarfélög reiði sig á sjóðinn. Loforð um nýtt fé í sjóðinn til sameininga hafa þegar verið rækilega svikin, samt telur hún rétt að skerða framlög Jöfnunarsjóðs enn meira til að fjármagna sameiningarframlög. Er formaðurinn viss um að það sé almennur vilji sveitarstjórnarstigsins? Hún telur einnig algerlega óásættanlegt að mörg lítil sveitarfélög hafi góðar tekur og séu fjárhagslega sjálfstæð. Hún læðir því meðfram að þau séu mörg að þiggja þjónustu af stórum nágrönnum, væntanlega án þess að greiða sannvirði fyrir. Þetta er óheiðarlegur málflutningur af hendi formanns í þessum frjálsu félagasamtökum í garð stórs hóps sinna aðildarfélaga og líklega fáheyrður í sögulegu tilliti. Hún telur sig einnig hafa umboð til að segja Alþingi fyrir verkum og vill fá í gegn andlýðræðisleg lög um íbúalágmark strax í vor. Myndi hún vilja bjóða íbúum Hveragerðis upp á slíka þvingun, að verða t.d. skikkaðir í sameiningu við Árborg án þess að hafa neitt um það að segja? Það verður að telja afar hæpið, en hún mætti þá alla vega upplýsa ef henni finnst það tilhlýðilegt ráðslag. Hún telur við hæfi að nota í öðru orðinu kreppuástandið til að mæla fyrir lögþvinguðum sameiningum, sveitarfélögin verði nauðsynlega að stækka og eflast. Í hinu orðinu segir hún síðan réttilega að mörg lítil sveitarfélög muni fara létt í gegnum kreppuna. Hún telur það ekki sanngjarnt gagnvart hinum stóru. Það hljóti allir að sjá að það gangi ekki að hafa lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og sterk með góða tekjustofna. Þeim verður að útrýma á altari alræðishyggju hinna stóru. Líklega til að styrkja þau í sínum vandræðum, þó skammt muni raunar duga þegar að er gáð. Hún kallar eftir samstöðu ríkis og sveitarfélaga, sem væri vel, ef hún meinti ekki bara stóru sveitarfélaganna. Það er magnað þegar svo gamaldags kommúnískar alræðis- og forræðishyggju hugsjónir opinberast fyrir framan alþjóð. Þegar hrokinn afhjúpast og öfundin stendur strípuð eftir. Að það sé ótækt að sum lítil sveitarfélög séu sterkefnuð, að sveitarfélög ættu helst öll að vera ámóta illa stödd fjárhagslega. Því sé nauðsynlegt að skerða lýðræðislegan stjórnarskrárvarinn rétt íbúa minni sveitarfélaga. Verður að telja afar sérstakt svo ekki sé meira sagt, að slíkar hugmyndir komi frá forystumanni í Sjálfstæðisflokknum til áratuga. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands islenskra sveitarfélaga mætti í Kastljós í gærkveldi og ræddi málefni sveitarfélaga og stöðu þeirra í covid-kreppu. Fórst henni það vel lengst af, en þegar kom að umræðu um sameiningar sveitarfélaga fór hún enn á ný þvert gegn sínu formannshlutverki. Í samþykktum sambandsins er skýrt kveðið á um að hlutverk þess er að gæta hagsmuna sveitarfélaga. Þar er klárlega meint allra sveitarfélaga en ekki bara sumra og alls ekki sumra gegn öðrum. Hún aðhyllist alræðishyggju að ofan og telur eðlilegt að fulltrúar hinna stóru ákveði einhliða örlög hinna smáu, sama hvað líður vilja íbúa þeirra. Sú tillaga sem Landsþing samþykkti í haust og Aldís vitnaði til, innifól kröfu um nýtt fé inn í Jöfnunarsjóð vegna sameiningarframlaga. Hún nefnir boðaðar lækkanir framlaga sjóðsins vegna kreppunnar og að mörg sveitarfélög reiði sig á sjóðinn. Loforð um nýtt fé í sjóðinn til sameininga hafa þegar verið rækilega svikin, samt telur hún rétt að skerða framlög Jöfnunarsjóðs enn meira til að fjármagna sameiningarframlög. Er formaðurinn viss um að það sé almennur vilji sveitarstjórnarstigsins? Hún telur einnig algerlega óásættanlegt að mörg lítil sveitarfélög hafi góðar tekur og séu fjárhagslega sjálfstæð. Hún læðir því meðfram að þau séu mörg að þiggja þjónustu af stórum nágrönnum, væntanlega án þess að greiða sannvirði fyrir. Þetta er óheiðarlegur málflutningur af hendi formanns í þessum frjálsu félagasamtökum í garð stórs hóps sinna aðildarfélaga og líklega fáheyrður í sögulegu tilliti. Hún telur sig einnig hafa umboð til að segja Alþingi fyrir verkum og vill fá í gegn andlýðræðisleg lög um íbúalágmark strax í vor. Myndi hún vilja bjóða íbúum Hveragerðis upp á slíka þvingun, að verða t.d. skikkaðir í sameiningu við Árborg án þess að hafa neitt um það að segja? Það verður að telja afar hæpið, en hún mætti þá alla vega upplýsa ef henni finnst það tilhlýðilegt ráðslag. Hún telur við hæfi að nota í öðru orðinu kreppuástandið til að mæla fyrir lögþvinguðum sameiningum, sveitarfélögin verði nauðsynlega að stækka og eflast. Í hinu orðinu segir hún síðan réttilega að mörg lítil sveitarfélög muni fara létt í gegnum kreppuna. Hún telur það ekki sanngjarnt gagnvart hinum stóru. Það hljóti allir að sjá að það gangi ekki að hafa lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og sterk með góða tekjustofna. Þeim verður að útrýma á altari alræðishyggju hinna stóru. Líklega til að styrkja þau í sínum vandræðum, þó skammt muni raunar duga þegar að er gáð. Hún kallar eftir samstöðu ríkis og sveitarfélaga, sem væri vel, ef hún meinti ekki bara stóru sveitarfélaganna. Það er magnað þegar svo gamaldags kommúnískar alræðis- og forræðishyggju hugsjónir opinberast fyrir framan alþjóð. Þegar hrokinn afhjúpast og öfundin stendur strípuð eftir. Að það sé ótækt að sum lítil sveitarfélög séu sterkefnuð, að sveitarfélög ættu helst öll að vera ámóta illa stödd fjárhagslega. Því sé nauðsynlegt að skerða lýðræðislegan stjórnarskrárvarinn rétt íbúa minni sveitarfélaga. Verður að telja afar sérstakt svo ekki sé meira sagt, að slíkar hugmyndir komi frá forystumanni í Sjálfstæðisflokknum til áratuga. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun