Viðskipti innlent

Magnúsi ætlað að laða að fjár­festingar til Norður­lands vestra

Atli Ísleifsson skrifar
Magnús Jónsson er viðskiptafræðingur að mennt.
Magnús Jónsson er viðskiptafræðingur að mennt. SSNV

Magnús Jónsson hefur verið ráðinn í nýtt starf verkefnastjóra hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV).

Í tilkynningu kemur fram að hlutverk nýs verkefnisstjóra verði að vinna að því að laða fjárfestingar inn í landshlutann með það fyrir augum að fjölga atvinnutækfærum og auka fjölbreytni þeirra.

Er starfið sérstakt áhersluverkefni Sóknaráætlunar landshlutans og liður í samningi milli SSNV og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem undirritaður var í september 2019.

„Magnús er viðskiptafræðingur að mennt, hefur auk þess lokið PMD stjórnendanámi og er vottaður vátryggingafræðingur. Hann hefur víðtæka reynslu af rekstri, markaðsmálum og fjárfestingum sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Landsbankans, sérfræðingur í fyrirtækjaviðskiptum, útibússtjóri Landsbankans, umdæmisstjóri VÍS á Norðurlandi og stjórnarmaður nokkurra fyrirtækja. Í störfum sínum hefur hann meðal annars öðlast mikla reynslu á greiningum á fýsileika verkefna sem og áhættugreiningu sem nýtist vel í starfinu,“ segir í tilkynningunni, en Magnús mun hefja störf hjá SSNV í lok mánaðar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×