Viðskipti erlent

Starfs­menn Tesla snúa aftur til vinnu þvert á til­mæli yfir­valda

Sylvía Hall skrifar
Elon Musk.
Elon Musk. Vísir/EPA

Starfsmenn hjá rafbílaframleiðandanum Tesla munu snúa aftur til vinnu í vikunni þrátt fyrir að ráðamenn í Almeda-sýslu í Kaliforníuríki hafi sagt það vera skynsamlegast að fyrirtækið yrði áfram lokað. Kalifornía, líkt og önnur ríki, hafa verið að skoða hvernig best sé að haga tilslökunum á samkomutakmörkunum og hafði Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, heimilað framleiðendum í ríkinu að hefja störf að nýju.

Á vef Reuters er haft eftir Newsom að hann hafi rætt við Elon Musk, forstjóra fyrirtækisins, fyrr í vikunni og að áhyggjur hans af stöðu mála hafi orðið til þess að ríkið hóf skoðun á tilslökunum gagnvart fyrirtækjum. Hann beri virðingu fyrir fyrirtækinu og starfi þess.

Musk brást því ókvæða við tilmælum heilbrigðisyfirvalda í Almeda-sýslu, sem sögðu verksmiðju fyrirtækisins á svæðinu eiga vera lokaða á meðan aðgerðir yfirvalda gegn kórónuveirufaraldrinum væru í gildi.

Hann stefndi því sýslunni og sakaði yfirvöld um að brjóta í bága við stjórnarskrá með því að fara gegn tilmælum Newsom um að framleiðendur mættu hefja störf að nýju. Sagðist hann jafnframt íhuga að færa verksmiðjuna til Texas eða Nevada ef hún fengi ekki að opna.


Tengdar fréttir

Hlutabréf í Teslu tóku dýfu eftir furðuleg tíst Musk

Markaðsvirði rafbílaframleiðandans Teslu hrundi um fjórtán milljarða dollara eftir að Elon Musk, stofnandi fyrirtækisins, tísti um að hlutabréfaverðið væru orðið of hátt í röð furðulegra tísta. Hegðun auðjöfursins hefur þótt óstöðug undanfarin misseri.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×