Íslenska Borgen Einar Freyr Elínarson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Þegar þessi grein er skrifuð eru tíu dagar til kosninga og síðustu vikur hafa fréttir um stjórnmál dunið linnulaust á okkur, sem sjálfsagt eiga að fræða almenning um pólitíkina. Ég hef reynt að fylgjast með kosningaumfjöllun eins og ég get, og hef horft talsvert á kosningaumfjöllun RÚV. Hún er fyrir ýmsar sakir ágæt, en sérstaklega fyrir eina sök alveg arfaslök. Þá á ég við þættina „Forystusætið“. Þessir þættir eru RÚV til skammar. Í stað þess að miðla til almennings stefnumálum sem forystufólk stjórnmálaflokkanna leggur áherslu á, og hvað þetta fólk ætlar að gera komist það inn á Alþingi eða jafnvel í ríkisstjórn, þá virðist RÚV halda að mest liggi á að sýna almenningi fram á það að annað hvort sé stjórnmálafólkið vanhæft eða vitlaust. Nú eða þá að stefnumálin geti varla verið spennandi fyrir né í þágu almennings. Þetta er auðvitað ekki algjörlega rétt. Það er vissulega farið aðeins yfir stefnumálin. En ekki fyrr en tveir spyrlar RÚV láta nýjasta slúður um viðeigandi stjórnmálaleiðtoga, eða flokk hans, vaða og ætlast til þess að fá vitræn svör við afar misgáfulegum spurningum. Hér eru nokkur dæmi: Þegar Árni Páll kom í þáttinn var fyrsta spurningin sem hann fékk: „Voru það mistök af Samfylkingunni að kjósa þig sem formann?“ Fyrsta spurningin sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk þegar hún mætti í þáttinn var svohljóðandi: „Voru þetta misheppnuð formannsskipti?“ og átti hann þar við þegar hún tók við af Steingrími J. Sigfússyni. Formáli spurningarinnar var um slakt gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá var fyrsta spurning Útsvars-spyrilsins Sigmars til Sigmundar Davíðs, formanns Framsóknarflokksins: „Miðað við kannanir þá er nokkuð líklegt að þú verðir næsti forsætisráðherra – væri þá ekki í ljósi þess heppilegra að bakgrunnur þinn væri með aðeins öðrum hætti?“ Þá muna margir eftir þættinum með Bjarna Benediktssyni, þar sem meira en helmingur þáttarins fór í að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins ítrekað hvort hann ætlaði að segja af sér sem formaður. Þetta eru spurningar sem fréttamenn RÚV virðast telja að skipti mestu máli. Ekki hvað þetta fólk ætli að gera komist það til valda. Nei, miklu frekar: „Ert þú ekki gjörsamlega vanhæf/ur til þess að vera hér?“ Þetta minnir mig helst á dönsku þættina Borgen (Höllin), sem einmitt eru sýndir á RÚV. Ég hef mjög gaman af þáttunum, en mér finnst algjör óþarfi að íslenskir fréttamenn skuli yfirfæra dramatíkina, spennuna og vitleysuna úr afþreyingarsjónvarpsefni yfir í raunveruleikann. Í nýjustu þáttarröðinni af Borgen höfum við fengið að kynnast nýjum dagskrárstjóra sjónvarpsstöðvarinnar TV-1. Okkur líkar sjálfsagt fæstum vel við þennan karakter. Hann leggur höfuðáherslu á það að búa til það sem hann kallar „gott sjónvarpsefni“, ekki að upplýsa eða fræða almenning. Er RÚV búið að ráða þennan mann til starfa? Þessi íslenska útgáfa af Borgen er hvorki skemmtileg né fræðandi. Ég hefði búist við betra af sjónvarpi allra landsmanna. Allar tilraunir stjórnmálamanna til þess að koma stjórnmálaumræðunni á málefnalegra plan eru dæmdar til þess að mislukkast ef fréttamenn virðast staðráðnir í að draga umræðuna á neðra plan. Þessar tilraunir hafa verið margar, og fólk hefur ítrekað reynt að halda sig við málefnin en verið beint á braut bulls og vitleysu af fréttamönnum, þótt stjórnmálamenn gerist auðvitað allt of oft sekir um það sjálfir. Ábyrgð þeirra sem eru fengnir til þess að fjalla um og stjórna umræðu um stjórnmál í fjölmiðlum er mikil. Sérstaklega þeirra sem fá borgað frá íslenska ríkinu. Mér finnst RÚV hafa brugðist þessari ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þessi grein er skrifuð eru tíu dagar til kosninga og síðustu vikur hafa fréttir um stjórnmál dunið linnulaust á okkur, sem sjálfsagt eiga að fræða almenning um pólitíkina. Ég hef reynt að fylgjast með kosningaumfjöllun eins og ég get, og hef horft talsvert á kosningaumfjöllun RÚV. Hún er fyrir ýmsar sakir ágæt, en sérstaklega fyrir eina sök alveg arfaslök. Þá á ég við þættina „Forystusætið“. Þessir þættir eru RÚV til skammar. Í stað þess að miðla til almennings stefnumálum sem forystufólk stjórnmálaflokkanna leggur áherslu á, og hvað þetta fólk ætlar að gera komist það inn á Alþingi eða jafnvel í ríkisstjórn, þá virðist RÚV halda að mest liggi á að sýna almenningi fram á það að annað hvort sé stjórnmálafólkið vanhæft eða vitlaust. Nú eða þá að stefnumálin geti varla verið spennandi fyrir né í þágu almennings. Þetta er auðvitað ekki algjörlega rétt. Það er vissulega farið aðeins yfir stefnumálin. En ekki fyrr en tveir spyrlar RÚV láta nýjasta slúður um viðeigandi stjórnmálaleiðtoga, eða flokk hans, vaða og ætlast til þess að fá vitræn svör við afar misgáfulegum spurningum. Hér eru nokkur dæmi: Þegar Árni Páll kom í þáttinn var fyrsta spurningin sem hann fékk: „Voru það mistök af Samfylkingunni að kjósa þig sem formann?“ Fyrsta spurningin sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk þegar hún mætti í þáttinn var svohljóðandi: „Voru þetta misheppnuð formannsskipti?“ og átti hann þar við þegar hún tók við af Steingrími J. Sigfússyni. Formáli spurningarinnar var um slakt gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá var fyrsta spurning Útsvars-spyrilsins Sigmars til Sigmundar Davíðs, formanns Framsóknarflokksins: „Miðað við kannanir þá er nokkuð líklegt að þú verðir næsti forsætisráðherra – væri þá ekki í ljósi þess heppilegra að bakgrunnur þinn væri með aðeins öðrum hætti?“ Þá muna margir eftir þættinum með Bjarna Benediktssyni, þar sem meira en helmingur þáttarins fór í að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins ítrekað hvort hann ætlaði að segja af sér sem formaður. Þetta eru spurningar sem fréttamenn RÚV virðast telja að skipti mestu máli. Ekki hvað þetta fólk ætli að gera komist það til valda. Nei, miklu frekar: „Ert þú ekki gjörsamlega vanhæf/ur til þess að vera hér?“ Þetta minnir mig helst á dönsku þættina Borgen (Höllin), sem einmitt eru sýndir á RÚV. Ég hef mjög gaman af þáttunum, en mér finnst algjör óþarfi að íslenskir fréttamenn skuli yfirfæra dramatíkina, spennuna og vitleysuna úr afþreyingarsjónvarpsefni yfir í raunveruleikann. Í nýjustu þáttarröðinni af Borgen höfum við fengið að kynnast nýjum dagskrárstjóra sjónvarpsstöðvarinnar TV-1. Okkur líkar sjálfsagt fæstum vel við þennan karakter. Hann leggur höfuðáherslu á það að búa til það sem hann kallar „gott sjónvarpsefni“, ekki að upplýsa eða fræða almenning. Er RÚV búið að ráða þennan mann til starfa? Þessi íslenska útgáfa af Borgen er hvorki skemmtileg né fræðandi. Ég hefði búist við betra af sjónvarpi allra landsmanna. Allar tilraunir stjórnmálamanna til þess að koma stjórnmálaumræðunni á málefnalegra plan eru dæmdar til þess að mislukkast ef fréttamenn virðast staðráðnir í að draga umræðuna á neðra plan. Þessar tilraunir hafa verið margar, og fólk hefur ítrekað reynt að halda sig við málefnin en verið beint á braut bulls og vitleysu af fréttamönnum, þótt stjórnmálamenn gerist auðvitað allt of oft sekir um það sjálfir. Ábyrgð þeirra sem eru fengnir til þess að fjalla um og stjórna umræðu um stjórnmál í fjölmiðlum er mikil. Sérstaklega þeirra sem fá borgað frá íslenska ríkinu. Mér finnst RÚV hafa brugðist þessari ábyrgð.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun