Friðarbarátta skilgreind sem föðurlandssvik Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 12. maí 2020 11:00 Fyrir rúmum mánuði síðan var Rami Aman, baráttumaður fyrir friði, handtekinn af Hamas-samtökunum á Gazasvæðinu. Hvað hafði hann gert af sér? Hann hafði skipulagt Zoom-fund með nokkrum Ísraelsmönnum til að ræða opinskátt um ástandið á Gaza. Í fimm ár hafði Aman, ásamt smáum hópi friðaraðgerðarsinna, skipulagt myndsamtöl við Ísraelsmenn undir yfirskriftinni „Skyping with the Enemy“ í þeirri von að tengslin sem mynduðust yrðu grunnurinn að friðsamlegum samskiptum í framtíðinni. Zoom-fundurinn þann 6. apríl var sóttur af yfir 200 manns og ræddu fundargestir meðal annars einangrunina á Gazasvæðinu og hættuna sem stafaði af kórónuveirunni. Upptaka af fundinum vakti athygli Hind Khoudary, en hún hefur starfað sem fréttakona fyrir Russia Today og Middle East Eye, og sem ráðgjafi hjá Amnesty International. Þann 9. apríl tók hún sig til og benti þremur fulltrúum Hamas-samtakanna á upptökuna. Í kjölfarið var Aman handtekinn, ásamt nokkrum öðrum þátttakendum.1 En hvers vegna vakti þessi fundur svona hörð viðbrögð? Útskýringin er í senn einföld og sorgleg. Khoudary lét afstöðu sína í ljós á Electronic Intifada – vefmiðli sem dregur nafn sitt frá ofbeldisfullum uppreisnum sem hafa átt sér stað víða um Arabaheiminn. Þar ásakar hún Aman um það sem palestínsk yfirvöld kalla „normalization“ en það orð er notað um öll uppbyggileg samskipti sem Palestínumenn gætu átt við Ísraelsmenn. Hún bætti við: „Í mínum huga er ekki til verri synd.“ Að lokum sagði hún: „Að banna virkni af því tagi sem Aman tekur þátt í gæti leitt til breytinga. Þess vegna vakti ég athygli fulltrúanna.“ Orð hennar bera vitni um einstrengingslega „allt eða ekkert“ afstöðu til deilunnar sem á að fyrirbyggja það að nokkur vinskapur myndist milli deiluaðilanna. Með afstöðu sinni hafa Khoudary og skoðanasystkini hennar skotið loku fyrir einu leiðina sem gæti nokkurn tíma stuðlað að varanlegum friði á svæðinu. Eftir að málið komst upp skrifaði Hollandsdeild Amnesty á Twitter að Hind Khoudary hafi ekki starfað fyrir Amnesty í einhvern tíma: „Hennar persónulegu skoðanir og gjörðir eru ekki í nafni Amnesty-samtakanna.“ Það var hins vegar ekki fyrr en þann 6. maí sem samtökin gerðu athugasemdir við handtökurnar, en þá sendu þau loks frá sér yfirlýsingu þar sem þær voru fordæmdar. Að lögfræðingi undanskildum, hefur enginn mátt heimsækja Aman síðan hann var handtekinn en að sögn yfirvalda á Gazasvæðinu er það af heilsufarsástæðum.2 Palestínsk yfirvöld og einstaklingar eins og Hind Khoudary eru ekki ein um það að vera andstæð uppbyggilegum samskiptum við Ísraelsmenn. Þetta er sömuleiðis stefna samtakanna sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Þeim þykir skárra að vita af Palestínumönnum atvinnulausum heldur en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. En það er ekki þar með sagt að þetta sé afstaða allra Palestínumanna. Því til stuðnings má vísa í orð Amans frá fundinum örlagaríka: „Ég er viss um að ef ég hefði hátalara og segði úti á götu á almannafæri – „tölum við Ísraelsmann“ – þá myndu þúsundir manns vera hérna.“ En miðað við það sem á undan hefur gengið er líklega langt í það að Rami Aman fái þann draum uppfylltan. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://www.amnesty.org/download/Documents/MDE2122482020ENGLISH.PDF 2 https://www.nytimes.com/aponline/2020/05/07/world/middleeast/ap-ml-palestinians-arrests.html?searchResultPosition=1 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum mánuði síðan var Rami Aman, baráttumaður fyrir friði, handtekinn af Hamas-samtökunum á Gazasvæðinu. Hvað hafði hann gert af sér? Hann hafði skipulagt Zoom-fund með nokkrum Ísraelsmönnum til að ræða opinskátt um ástandið á Gaza. Í fimm ár hafði Aman, ásamt smáum hópi friðaraðgerðarsinna, skipulagt myndsamtöl við Ísraelsmenn undir yfirskriftinni „Skyping with the Enemy“ í þeirri von að tengslin sem mynduðust yrðu grunnurinn að friðsamlegum samskiptum í framtíðinni. Zoom-fundurinn þann 6. apríl var sóttur af yfir 200 manns og ræddu fundargestir meðal annars einangrunina á Gazasvæðinu og hættuna sem stafaði af kórónuveirunni. Upptaka af fundinum vakti athygli Hind Khoudary, en hún hefur starfað sem fréttakona fyrir Russia Today og Middle East Eye, og sem ráðgjafi hjá Amnesty International. Þann 9. apríl tók hún sig til og benti þremur fulltrúum Hamas-samtakanna á upptökuna. Í kjölfarið var Aman handtekinn, ásamt nokkrum öðrum þátttakendum.1 En hvers vegna vakti þessi fundur svona hörð viðbrögð? Útskýringin er í senn einföld og sorgleg. Khoudary lét afstöðu sína í ljós á Electronic Intifada – vefmiðli sem dregur nafn sitt frá ofbeldisfullum uppreisnum sem hafa átt sér stað víða um Arabaheiminn. Þar ásakar hún Aman um það sem palestínsk yfirvöld kalla „normalization“ en það orð er notað um öll uppbyggileg samskipti sem Palestínumenn gætu átt við Ísraelsmenn. Hún bætti við: „Í mínum huga er ekki til verri synd.“ Að lokum sagði hún: „Að banna virkni af því tagi sem Aman tekur þátt í gæti leitt til breytinga. Þess vegna vakti ég athygli fulltrúanna.“ Orð hennar bera vitni um einstrengingslega „allt eða ekkert“ afstöðu til deilunnar sem á að fyrirbyggja það að nokkur vinskapur myndist milli deiluaðilanna. Með afstöðu sinni hafa Khoudary og skoðanasystkini hennar skotið loku fyrir einu leiðina sem gæti nokkurn tíma stuðlað að varanlegum friði á svæðinu. Eftir að málið komst upp skrifaði Hollandsdeild Amnesty á Twitter að Hind Khoudary hafi ekki starfað fyrir Amnesty í einhvern tíma: „Hennar persónulegu skoðanir og gjörðir eru ekki í nafni Amnesty-samtakanna.“ Það var hins vegar ekki fyrr en þann 6. maí sem samtökin gerðu athugasemdir við handtökurnar, en þá sendu þau loks frá sér yfirlýsingu þar sem þær voru fordæmdar. Að lögfræðingi undanskildum, hefur enginn mátt heimsækja Aman síðan hann var handtekinn en að sögn yfirvalda á Gazasvæðinu er það af heilsufarsástæðum.2 Palestínsk yfirvöld og einstaklingar eins og Hind Khoudary eru ekki ein um það að vera andstæð uppbyggilegum samskiptum við Ísraelsmenn. Þetta er sömuleiðis stefna samtakanna sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Þeim þykir skárra að vita af Palestínumönnum atvinnulausum heldur en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. En það er ekki þar með sagt að þetta sé afstaða allra Palestínumanna. Því til stuðnings má vísa í orð Amans frá fundinum örlagaríka: „Ég er viss um að ef ég hefði hátalara og segði úti á götu á almannafæri – „tölum við Ísraelsmann“ – þá myndu þúsundir manns vera hérna.“ En miðað við það sem á undan hefur gengið er líklega langt í það að Rami Aman fái þann draum uppfylltan. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://www.amnesty.org/download/Documents/MDE2122482020ENGLISH.PDF 2 https://www.nytimes.com/aponline/2020/05/07/world/middleeast/ap-ml-palestinians-arrests.html?searchResultPosition=1
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun