Friðarbarátta skilgreind sem föðurlandssvik Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 12. maí 2020 11:00 Fyrir rúmum mánuði síðan var Rami Aman, baráttumaður fyrir friði, handtekinn af Hamas-samtökunum á Gazasvæðinu. Hvað hafði hann gert af sér? Hann hafði skipulagt Zoom-fund með nokkrum Ísraelsmönnum til að ræða opinskátt um ástandið á Gaza. Í fimm ár hafði Aman, ásamt smáum hópi friðaraðgerðarsinna, skipulagt myndsamtöl við Ísraelsmenn undir yfirskriftinni „Skyping with the Enemy“ í þeirri von að tengslin sem mynduðust yrðu grunnurinn að friðsamlegum samskiptum í framtíðinni. Zoom-fundurinn þann 6. apríl var sóttur af yfir 200 manns og ræddu fundargestir meðal annars einangrunina á Gazasvæðinu og hættuna sem stafaði af kórónuveirunni. Upptaka af fundinum vakti athygli Hind Khoudary, en hún hefur starfað sem fréttakona fyrir Russia Today og Middle East Eye, og sem ráðgjafi hjá Amnesty International. Þann 9. apríl tók hún sig til og benti þremur fulltrúum Hamas-samtakanna á upptökuna. Í kjölfarið var Aman handtekinn, ásamt nokkrum öðrum þátttakendum.1 En hvers vegna vakti þessi fundur svona hörð viðbrögð? Útskýringin er í senn einföld og sorgleg. Khoudary lét afstöðu sína í ljós á Electronic Intifada – vefmiðli sem dregur nafn sitt frá ofbeldisfullum uppreisnum sem hafa átt sér stað víða um Arabaheiminn. Þar ásakar hún Aman um það sem palestínsk yfirvöld kalla „normalization“ en það orð er notað um öll uppbyggileg samskipti sem Palestínumenn gætu átt við Ísraelsmenn. Hún bætti við: „Í mínum huga er ekki til verri synd.“ Að lokum sagði hún: „Að banna virkni af því tagi sem Aman tekur þátt í gæti leitt til breytinga. Þess vegna vakti ég athygli fulltrúanna.“ Orð hennar bera vitni um einstrengingslega „allt eða ekkert“ afstöðu til deilunnar sem á að fyrirbyggja það að nokkur vinskapur myndist milli deiluaðilanna. Með afstöðu sinni hafa Khoudary og skoðanasystkini hennar skotið loku fyrir einu leiðina sem gæti nokkurn tíma stuðlað að varanlegum friði á svæðinu. Eftir að málið komst upp skrifaði Hollandsdeild Amnesty á Twitter að Hind Khoudary hafi ekki starfað fyrir Amnesty í einhvern tíma: „Hennar persónulegu skoðanir og gjörðir eru ekki í nafni Amnesty-samtakanna.“ Það var hins vegar ekki fyrr en þann 6. maí sem samtökin gerðu athugasemdir við handtökurnar, en þá sendu þau loks frá sér yfirlýsingu þar sem þær voru fordæmdar. Að lögfræðingi undanskildum, hefur enginn mátt heimsækja Aman síðan hann var handtekinn en að sögn yfirvalda á Gazasvæðinu er það af heilsufarsástæðum.2 Palestínsk yfirvöld og einstaklingar eins og Hind Khoudary eru ekki ein um það að vera andstæð uppbyggilegum samskiptum við Ísraelsmenn. Þetta er sömuleiðis stefna samtakanna sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Þeim þykir skárra að vita af Palestínumönnum atvinnulausum heldur en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. En það er ekki þar með sagt að þetta sé afstaða allra Palestínumanna. Því til stuðnings má vísa í orð Amans frá fundinum örlagaríka: „Ég er viss um að ef ég hefði hátalara og segði úti á götu á almannafæri – „tölum við Ísraelsmann“ – þá myndu þúsundir manns vera hérna.“ En miðað við það sem á undan hefur gengið er líklega langt í það að Rami Aman fái þann draum uppfylltan. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://www.amnesty.org/download/Documents/MDE2122482020ENGLISH.PDF 2 https://www.nytimes.com/aponline/2020/05/07/world/middleeast/ap-ml-palestinians-arrests.html?searchResultPosition=1 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum mánuði síðan var Rami Aman, baráttumaður fyrir friði, handtekinn af Hamas-samtökunum á Gazasvæðinu. Hvað hafði hann gert af sér? Hann hafði skipulagt Zoom-fund með nokkrum Ísraelsmönnum til að ræða opinskátt um ástandið á Gaza. Í fimm ár hafði Aman, ásamt smáum hópi friðaraðgerðarsinna, skipulagt myndsamtöl við Ísraelsmenn undir yfirskriftinni „Skyping with the Enemy“ í þeirri von að tengslin sem mynduðust yrðu grunnurinn að friðsamlegum samskiptum í framtíðinni. Zoom-fundurinn þann 6. apríl var sóttur af yfir 200 manns og ræddu fundargestir meðal annars einangrunina á Gazasvæðinu og hættuna sem stafaði af kórónuveirunni. Upptaka af fundinum vakti athygli Hind Khoudary, en hún hefur starfað sem fréttakona fyrir Russia Today og Middle East Eye, og sem ráðgjafi hjá Amnesty International. Þann 9. apríl tók hún sig til og benti þremur fulltrúum Hamas-samtakanna á upptökuna. Í kjölfarið var Aman handtekinn, ásamt nokkrum öðrum þátttakendum.1 En hvers vegna vakti þessi fundur svona hörð viðbrögð? Útskýringin er í senn einföld og sorgleg. Khoudary lét afstöðu sína í ljós á Electronic Intifada – vefmiðli sem dregur nafn sitt frá ofbeldisfullum uppreisnum sem hafa átt sér stað víða um Arabaheiminn. Þar ásakar hún Aman um það sem palestínsk yfirvöld kalla „normalization“ en það orð er notað um öll uppbyggileg samskipti sem Palestínumenn gætu átt við Ísraelsmenn. Hún bætti við: „Í mínum huga er ekki til verri synd.“ Að lokum sagði hún: „Að banna virkni af því tagi sem Aman tekur þátt í gæti leitt til breytinga. Þess vegna vakti ég athygli fulltrúanna.“ Orð hennar bera vitni um einstrengingslega „allt eða ekkert“ afstöðu til deilunnar sem á að fyrirbyggja það að nokkur vinskapur myndist milli deiluaðilanna. Með afstöðu sinni hafa Khoudary og skoðanasystkini hennar skotið loku fyrir einu leiðina sem gæti nokkurn tíma stuðlað að varanlegum friði á svæðinu. Eftir að málið komst upp skrifaði Hollandsdeild Amnesty á Twitter að Hind Khoudary hafi ekki starfað fyrir Amnesty í einhvern tíma: „Hennar persónulegu skoðanir og gjörðir eru ekki í nafni Amnesty-samtakanna.“ Það var hins vegar ekki fyrr en þann 6. maí sem samtökin gerðu athugasemdir við handtökurnar, en þá sendu þau loks frá sér yfirlýsingu þar sem þær voru fordæmdar. Að lögfræðingi undanskildum, hefur enginn mátt heimsækja Aman síðan hann var handtekinn en að sögn yfirvalda á Gazasvæðinu er það af heilsufarsástæðum.2 Palestínsk yfirvöld og einstaklingar eins og Hind Khoudary eru ekki ein um það að vera andstæð uppbyggilegum samskiptum við Ísraelsmenn. Þetta er sömuleiðis stefna samtakanna sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Þeim þykir skárra að vita af Palestínumönnum atvinnulausum heldur en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. En það er ekki þar með sagt að þetta sé afstaða allra Palestínumanna. Því til stuðnings má vísa í orð Amans frá fundinum örlagaríka: „Ég er viss um að ef ég hefði hátalara og segði úti á götu á almannafæri – „tölum við Ísraelsmann“ – þá myndu þúsundir manns vera hérna.“ En miðað við það sem á undan hefur gengið er líklega langt í það að Rami Aman fái þann draum uppfylltan. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://www.amnesty.org/download/Documents/MDE2122482020ENGLISH.PDF 2 https://www.nytimes.com/aponline/2020/05/07/world/middleeast/ap-ml-palestinians-arrests.html?searchResultPosition=1
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun