Viðskipti innlent

Mikill munur á væntingum tekjuhópa

Samúel Karl Ólason skrifar
Væntingavísitala hækkaði hjá tekjuhágum á milli desember og nóvember, en lækkaði hjá tekjulágum.
Væntingavísitala hækkaði hjá tekjuhágum á milli desember og nóvember, en lækkaði hjá tekjulágum. Mynd/Stefán
Væntingavísitala Gallup hækkaði á milli nóvember og desember. Sé vísitölunni skipt eftir tekjum undir 250.000 krónur og þá sem eru með 550 þúsund krónur eða meira í laun hækkar hún hjá tekjuháum en lækkar hjá tekjulágum.

Væntingavísitalan hækkaði um rúm 10 stig á milli nóvember og desember og er nú 78,6 stig. Frá þessu er sagt í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. „Hækkun vísitölunnar milli mánaða er í takti við það sem við bjuggumst við, enda er hér um að ræða fyrstu mælingu frá því að stjórnarflokkarnir kynntu Leiðréttinguna svokölluðu.“

Þó mun hækkunin vera minni en Greiningin átti von á.

„Nú fyrst eftir að kosningaloforðið er útfært snarlækkar VVG hjá þeim tekjulægstu, þ.e. um 13 stig, en hækkar aftur á móti hjá þeim tekjuhæstu, um 18 stig. Mælist VVG hjá fyrrnefnda hópnum 40 stig en 98 stig hjá þeim síðarnefnda,“ segir í frétt Greiningar Íslandsbanka.

Skjáskot úr Morgunkorni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×