Innlent

Matvælastofnun afléttir hömlum - Engin merki um sjúkdóma í hrossum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/365
Matvælastofnun hefur aflétt hömlum á flutninga hrossa frá hestaþjálfunarstöðunni Hólaborg en í lok nóvember hafði stofnunin gert ráðstafanir til þess að bregðast við útbreiðslu á mögulegu smiti frá hestaþjálfunarstöðinni. Frá því var sagt hér á Vísi.

Málavextir voru þeir að erlendur dýralæknir og járningamaður, Steven O´Grady, kom hingað til lands til þess að hlúa að verðlaunahestinum Blysfara sem var meiddur á hófa. Hann notaði til þess sín eigin járningaáhöld, svuntu og vinnuskó.

Nú hafahrossin á Hólaborg verið skoðuð og í ljós kom að ekki fundust nein merki um að sjúkdómar hefðu borist inn í stöðina.

Ingimar Baldvinsson eigandi Hólaborgar á Suðurlandi sagði í samtali við fréttastofu að þegar Matvælastofnun hefði haft samband við O´Grady hefði komið i ljós að aldrei var nein hætta á smiti. O´Grady sótthreinsar öll áhöld sín eftir hverja heimsókn, hvort sem það sé á Íslandi eða í Ástralíu eða annars staðar.

Læknirinn hafi ekki vitað af ströngum reglum sem gildi á Íslandi en hans verklagsreglur séu  þó í fullkomnu samræmi við þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×