Við berum ábyrgð á okkar óreiðumönnum Þorgeir Pálsson skrifar 8. apríl 2011 08:00 Í þeirri umræðu, sem fram hefur farið undanfarna mánuði hefur Icesave-málið orðið æ flóknara með hverri vikunni sem liðið hefur. Því er stór hætta á því að aukaatriðin muni þvælast fyrir mörgum sem aldrei fyrr þegar menn gera upp hug sinn varðandi þetta afdrifaríka mál fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna næstkomandi laugardag. Í huga þess sem þetta ritar er málið hins vegar ekki flókið og er þessi grein rituð til að velta upp hlið málsins, sem ekki hefur fengið mikla umfjöllun. Þegar breskir og hollenskir sparifjáreigendur lögðu fjármuni inn á Icesave-innstæðureikninga á sínum tíma höfðu þeir fulla ástæðu til að ætla að þessar innstæður væru tryggðar með sama hætti og væru þær á bankareikningum í breskum og hollenskum bönkum. Slíkt var mjög eðlilegt út frá almennum reglum, sem gilda um bankastarfsemi í siðuðum þjóðfélögum. Auk þess kepptust stjórnendur Landsbankans og jafnvel íslenskir embættismenn við að sannfæra markaðinn um að ekkert væri að óttast í þessum efnum. Ljóst má vera að hefði þessum væntanlegu innstæðueigendum verið skýrt frá því, að hinn íslenski Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) væri fjárvana og að íslensk stjórnvöld mundu ekki ábyrgjast skuldbindingar hans gagnvart innstæðueigendum þá hefði lítið orðið um innlán á Icesave-reikningana. Mundir þú lesandi góður leggja fjárupphæð inn á bankareikning, sem nyti engrar innstæðutryggingar og þar sem eina úrræðið væri að gera kröfu í þrotabú bankans ef hann félli? Það sem verst er í þessu máli öllu er að Icesave-innstæðueigendurnir voru vísvitandi blekktir. Stjórnendum Landsbankans og stjórnvöldum mátti vera fullljóst að íslenski tryggingarsjóðurinn, TIF, var einskis máttugur. Árið 2007 uppfyllti hann ekki einu sinni lágmarkskröfuna um að hafa til ráðstöfunar sem næmi 1% af innstæðum bankakerfisins (sbr. ársreikning sjóðsins 2007) enda var heildareign sjóðsins aðeins 8,4 milljarðar kr. í lok þess árs. Samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis var höfuðstóll hans 0,41% af heildarinnstæðum við fall bankanna. Jafnframt lá ekki fyrir nein formleg yfirlýsing stjórnvalda hvað þá heldur lagaleg ákvæði um að ríkissjóður mundi ábyrgjast skuldbindingar TIF. Enda komst seðlabankastjóri svo að orði í samtali við breska sjónvarpsstöð í byrjun mars 2008 að ríkissjóður hefði getu til að ábyrgjast innstæðurnar ef íslenska ríkið kysi að takast slíka ábyrgð á hendur. Með því að samþykkja fyrirliggjandi Icesave-samning eru Íslendingar einfaldlega að standa við fyrirheit, sem breskum og hollenskum innstæðueigendur höfðu verið gefin án nokkurra athugasemda íslenskra stjórnvalda; það er að segja að sömu ábyrgðir giltu varðandi Icesave-reikningana og sams konar innlánsreikninga annarra banka í þessum tveimur löndum. Samþykkt Icesave-samningsins nú er skýr yfirlýsing um að Ísland ætli ekki að láta tryggingarsjóð innstæðueigenda, TIF, verða gjaldþrota. Slíkt hefur ekki gerst hjá neinum þeirra þjóða, sem við berum okkur gjarnan saman við á tyllidögum. Jafnframt værum við að viðurkenna þá ábyrgð sem við berum sameiginlega á athöfnum óreiðumannanna, sem unnu að uppbyggingu Icesave með vitund og jafnvel stuðningi stjórnvalda og reyndar stórs hluta þjóðarinnar. Eða vilja landsmenn heldur hafna Icesave-samningnum og taka þá áhættu að vera léttvægir fundnir af dómstólum erlendis eða hérlendis og vera hengdir upp á vegg sem óreiðumenn allir sem einn? Svarið fæst í þjóðaratkvæðagreiðslunni næstkomandi laugardag, hinn 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Í þeirri umræðu, sem fram hefur farið undanfarna mánuði hefur Icesave-málið orðið æ flóknara með hverri vikunni sem liðið hefur. Því er stór hætta á því að aukaatriðin muni þvælast fyrir mörgum sem aldrei fyrr þegar menn gera upp hug sinn varðandi þetta afdrifaríka mál fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna næstkomandi laugardag. Í huga þess sem þetta ritar er málið hins vegar ekki flókið og er þessi grein rituð til að velta upp hlið málsins, sem ekki hefur fengið mikla umfjöllun. Þegar breskir og hollenskir sparifjáreigendur lögðu fjármuni inn á Icesave-innstæðureikninga á sínum tíma höfðu þeir fulla ástæðu til að ætla að þessar innstæður væru tryggðar með sama hætti og væru þær á bankareikningum í breskum og hollenskum bönkum. Slíkt var mjög eðlilegt út frá almennum reglum, sem gilda um bankastarfsemi í siðuðum þjóðfélögum. Auk þess kepptust stjórnendur Landsbankans og jafnvel íslenskir embættismenn við að sannfæra markaðinn um að ekkert væri að óttast í þessum efnum. Ljóst má vera að hefði þessum væntanlegu innstæðueigendum verið skýrt frá því, að hinn íslenski Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) væri fjárvana og að íslensk stjórnvöld mundu ekki ábyrgjast skuldbindingar hans gagnvart innstæðueigendum þá hefði lítið orðið um innlán á Icesave-reikningana. Mundir þú lesandi góður leggja fjárupphæð inn á bankareikning, sem nyti engrar innstæðutryggingar og þar sem eina úrræðið væri að gera kröfu í þrotabú bankans ef hann félli? Það sem verst er í þessu máli öllu er að Icesave-innstæðueigendurnir voru vísvitandi blekktir. Stjórnendum Landsbankans og stjórnvöldum mátti vera fullljóst að íslenski tryggingarsjóðurinn, TIF, var einskis máttugur. Árið 2007 uppfyllti hann ekki einu sinni lágmarkskröfuna um að hafa til ráðstöfunar sem næmi 1% af innstæðum bankakerfisins (sbr. ársreikning sjóðsins 2007) enda var heildareign sjóðsins aðeins 8,4 milljarðar kr. í lok þess árs. Samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis var höfuðstóll hans 0,41% af heildarinnstæðum við fall bankanna. Jafnframt lá ekki fyrir nein formleg yfirlýsing stjórnvalda hvað þá heldur lagaleg ákvæði um að ríkissjóður mundi ábyrgjast skuldbindingar TIF. Enda komst seðlabankastjóri svo að orði í samtali við breska sjónvarpsstöð í byrjun mars 2008 að ríkissjóður hefði getu til að ábyrgjast innstæðurnar ef íslenska ríkið kysi að takast slíka ábyrgð á hendur. Með því að samþykkja fyrirliggjandi Icesave-samning eru Íslendingar einfaldlega að standa við fyrirheit, sem breskum og hollenskum innstæðueigendur höfðu verið gefin án nokkurra athugasemda íslenskra stjórnvalda; það er að segja að sömu ábyrgðir giltu varðandi Icesave-reikningana og sams konar innlánsreikninga annarra banka í þessum tveimur löndum. Samþykkt Icesave-samningsins nú er skýr yfirlýsing um að Ísland ætli ekki að láta tryggingarsjóð innstæðueigenda, TIF, verða gjaldþrota. Slíkt hefur ekki gerst hjá neinum þeirra þjóða, sem við berum okkur gjarnan saman við á tyllidögum. Jafnframt værum við að viðurkenna þá ábyrgð sem við berum sameiginlega á athöfnum óreiðumannanna, sem unnu að uppbyggingu Icesave með vitund og jafnvel stuðningi stjórnvalda og reyndar stórs hluta þjóðarinnar. Eða vilja landsmenn heldur hafna Icesave-samningnum og taka þá áhættu að vera léttvægir fundnir af dómstólum erlendis eða hérlendis og vera hengdir upp á vegg sem óreiðumenn allir sem einn? Svarið fæst í þjóðaratkvæðagreiðslunni næstkomandi laugardag, hinn 9. apríl.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun