Áður en þú segir nei Vigfús Geirdal skrifar 8. apríl 2011 10:00 Ágæti samborgari Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er hið æðsta og endanlega vald íslenska ríkisins í þínum höndum og annarra íslenskra kjósenda. Það er því mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir ábyrgð þinni um leið og þú beitir þessu valdi. Þú kýst ekki aðeins "af því bara“. Þú veist að lýðræði er annað og meira en "að fá að segja álit sitt“. Þú er aðili að ákvörðun sem varðar þjóðarhag og trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi. Þegar þú kýst ferðu öðru fremur eftir eigin samvisku, eigin dómgreind og eigin siðferðisvitund. Það er mikilvægt að þú kjósir um það eitt sem kosið er um – ekki um allt það sem þér finnst miður fara í samfélaginu. Það sem þú kýst um er hvort þú vilt staðfesta lög frá Alþingi um lágmarksábyrgð íslenska ríkisins gagnvart innistæðueigendum í útibúum Landsbankans hf. í Bretlandi og Hollandi (sjá kosning.is) – eða ekki. Þú ert ekki að kjósa um væntanlega kjarasamninga, ríkisstjórnina, skuldastöðu heimilanna, né heldur ertu að segja álit þitt á "skuldum óreiðumannna“. Jafnvel þótt niðurstaða kosninganna kunni með einum eða öðrum hætti að hafa áhrif á öll þessi mál. Þú ert eingöngu að greiða atkvæði um það hvort þú telur íslenska ríkið bera einhverja ábyrgð gagnvart viðskiptavinum íslensks fyrirtækis í Bretlandi og Hollandi – eða ekki. Í raun sambærilega ábyrgð og þá sem íslensk stjórnvöld töldu sig bera gagnvart viðskiptavinum sama fyrirtækis á Íslandi. Áður en þú tekur afstöðu, ættirðu að hugleiða nokkur grundvallaratriði: 1. Samhliða útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi var starfræktur annar banki í þessum löndum, Singer og Friedlander, sem alfarið var í eigu Kaupþings. Það er engin tilviljun að ekki er gerð nein krafa um íslenska ábyrgð á innistæðum í Singer og Friedlander. Ástæðan er einfaldlega sú að Singer og Friedlander var enskt (o.s.frv.) fyrirtæki að lögum. Útibú Landsbankans voru íslensk. Það vantar enga lagabókstafi um ábyrgð íslenska ríkisins á íslenskum fyrirtækjum í einkaeigu, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né í erlendum skuldbindingum Íslands. 2. Útibú Landsbankans í umræddum löndum hefðu aldrei fengið þar starfsleyfi nema með blessun íslenska fjármálaeftirlitsins og annarra viðkomandi íslenskra stjórnvalda, enda voru þau að verulegu leyti starfrækt innan ramma íslenskra laga. Þetta undirstrikar að sjálfsögðu íslenska ábyrgð. 3. Lýðræðislega kjörin löggjafarþing settu þá lagaumgjörð sem bjó í haginn fyrir íslenska "efnahagsundrið“, ríkisstjórnir sem myndaðar voru eftir leikreglum þingræðis og lýðræðis báru ábyrgð á því eftirlits- og andvaraleysi sem olli því að bankakerfið íslenska varð tólffalt stærra en hagkerfi ríkisins og endaði með því að í örríkinu Íslandi urðu einhver stærstu bankagjaldþrot í heimssögunni. Hér liggur hin pólitíska ábyrgð sem þegar allt kemur til alls vegur þyngra en ábyrgð fjárglæframannannanna. 4. "Við“, þú og ég jafnt sem aðrir kjósendur veittum þessum fulltrúum ítrekað umboð til að fara með valdið okkar. Á tímanum sem þetta var að þróast var sami maður forsætisráðherra í ca. 14 ár og síðan verðlaunaður með því að verða seðlabankastjóri. "Við“ getum ekki firrt okkur ábyrgð með því að hrópa: "Við vissum ekki!“ 5. Þau rök sem nokkrir lögfræðingar halda á lofti að Íslendingum beri "engin lagaleg skylda“ til að greiða lágmarksinnistæðutryggingu Icesave reikninganna eru í raun af sama toga og þegar lögmenn útrásarvíkinganna halda því fram að "engin lög hafi verið brotin“. Hér er sami siðferðisbresturinn að baki og í einhverjum tilvikum sams konar gallar eða túlkunarmöguleikar á löggjöf. Er sæmandi að fordæma siðleysi "óreiðumanna“ í einu orðinu en tileinka sér síðan sams konar siðleysi í verki? Svo kann að fara að fara að þú sért nú sem fyrr ákveðinn í að segja nei við þessum lögum. Það er að sjálfsögðu þinn lýðræðislegi réttur og það skal ekki dregið í efa að þú takir þessa ákvörðun í samræmi við það sem samviska þín, dómgreind og siðferðisvitund leyfir. Það er ekki ólíklegt miðað við síðustu kannanir að nei verði svar Íslendinga. Þá er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þú tekur með því að segja nei. Þú ert ekki að segja kannski, þú ert ekki að segja: "Við viljum betri og sanngjarnari samninga“. Þú ert að segja: "Við borgum ekki. Okkur ber engin lagaleg skylda til að láta útlenda viðskiptavini íslenskra banka njóta jafnréttis á við okkur sjálf. "Þið“ verðið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort "við“ verðum að borga.“ Með því að segja nei ertu ekki að neita að greiða skuldir fáeinna "óreiðumanna“. Þú ert að gera alla Íslendinga að yfirlýstum óreiðumönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ágæti samborgari Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er hið æðsta og endanlega vald íslenska ríkisins í þínum höndum og annarra íslenskra kjósenda. Það er því mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir ábyrgð þinni um leið og þú beitir þessu valdi. Þú kýst ekki aðeins "af því bara“. Þú veist að lýðræði er annað og meira en "að fá að segja álit sitt“. Þú er aðili að ákvörðun sem varðar þjóðarhag og trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi. Þegar þú kýst ferðu öðru fremur eftir eigin samvisku, eigin dómgreind og eigin siðferðisvitund. Það er mikilvægt að þú kjósir um það eitt sem kosið er um – ekki um allt það sem þér finnst miður fara í samfélaginu. Það sem þú kýst um er hvort þú vilt staðfesta lög frá Alþingi um lágmarksábyrgð íslenska ríkisins gagnvart innistæðueigendum í útibúum Landsbankans hf. í Bretlandi og Hollandi (sjá kosning.is) – eða ekki. Þú ert ekki að kjósa um væntanlega kjarasamninga, ríkisstjórnina, skuldastöðu heimilanna, né heldur ertu að segja álit þitt á "skuldum óreiðumannna“. Jafnvel þótt niðurstaða kosninganna kunni með einum eða öðrum hætti að hafa áhrif á öll þessi mál. Þú ert eingöngu að greiða atkvæði um það hvort þú telur íslenska ríkið bera einhverja ábyrgð gagnvart viðskiptavinum íslensks fyrirtækis í Bretlandi og Hollandi – eða ekki. Í raun sambærilega ábyrgð og þá sem íslensk stjórnvöld töldu sig bera gagnvart viðskiptavinum sama fyrirtækis á Íslandi. Áður en þú tekur afstöðu, ættirðu að hugleiða nokkur grundvallaratriði: 1. Samhliða útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi var starfræktur annar banki í þessum löndum, Singer og Friedlander, sem alfarið var í eigu Kaupþings. Það er engin tilviljun að ekki er gerð nein krafa um íslenska ábyrgð á innistæðum í Singer og Friedlander. Ástæðan er einfaldlega sú að Singer og Friedlander var enskt (o.s.frv.) fyrirtæki að lögum. Útibú Landsbankans voru íslensk. Það vantar enga lagabókstafi um ábyrgð íslenska ríkisins á íslenskum fyrirtækjum í einkaeigu, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né í erlendum skuldbindingum Íslands. 2. Útibú Landsbankans í umræddum löndum hefðu aldrei fengið þar starfsleyfi nema með blessun íslenska fjármálaeftirlitsins og annarra viðkomandi íslenskra stjórnvalda, enda voru þau að verulegu leyti starfrækt innan ramma íslenskra laga. Þetta undirstrikar að sjálfsögðu íslenska ábyrgð. 3. Lýðræðislega kjörin löggjafarþing settu þá lagaumgjörð sem bjó í haginn fyrir íslenska "efnahagsundrið“, ríkisstjórnir sem myndaðar voru eftir leikreglum þingræðis og lýðræðis báru ábyrgð á því eftirlits- og andvaraleysi sem olli því að bankakerfið íslenska varð tólffalt stærra en hagkerfi ríkisins og endaði með því að í örríkinu Íslandi urðu einhver stærstu bankagjaldþrot í heimssögunni. Hér liggur hin pólitíska ábyrgð sem þegar allt kemur til alls vegur þyngra en ábyrgð fjárglæframannannanna. 4. "Við“, þú og ég jafnt sem aðrir kjósendur veittum þessum fulltrúum ítrekað umboð til að fara með valdið okkar. Á tímanum sem þetta var að þróast var sami maður forsætisráðherra í ca. 14 ár og síðan verðlaunaður með því að verða seðlabankastjóri. "Við“ getum ekki firrt okkur ábyrgð með því að hrópa: "Við vissum ekki!“ 5. Þau rök sem nokkrir lögfræðingar halda á lofti að Íslendingum beri "engin lagaleg skylda“ til að greiða lágmarksinnistæðutryggingu Icesave reikninganna eru í raun af sama toga og þegar lögmenn útrásarvíkinganna halda því fram að "engin lög hafi verið brotin“. Hér er sami siðferðisbresturinn að baki og í einhverjum tilvikum sams konar gallar eða túlkunarmöguleikar á löggjöf. Er sæmandi að fordæma siðleysi "óreiðumanna“ í einu orðinu en tileinka sér síðan sams konar siðleysi í verki? Svo kann að fara að fara að þú sért nú sem fyrr ákveðinn í að segja nei við þessum lögum. Það er að sjálfsögðu þinn lýðræðislegi réttur og það skal ekki dregið í efa að þú takir þessa ákvörðun í samræmi við það sem samviska þín, dómgreind og siðferðisvitund leyfir. Það er ekki ólíklegt miðað við síðustu kannanir að nei verði svar Íslendinga. Þá er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þú tekur með því að segja nei. Þú ert ekki að segja kannski, þú ert ekki að segja: "Við viljum betri og sanngjarnari samninga“. Þú ert að segja: "Við borgum ekki. Okkur ber engin lagaleg skylda til að láta útlenda viðskiptavini íslenskra banka njóta jafnréttis á við okkur sjálf. "Þið“ verðið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort "við“ verðum að borga.“ Með því að segja nei ertu ekki að neita að greiða skuldir fáeinna "óreiðumanna“. Þú ert að gera alla Íslendinga að yfirlýstum óreiðumönnum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun