Viðskipti erlent

Efnaðar stjörnur finna fyrir fasteignakreppunni

Fasteignakreppan í Bandaríkjunum hefur nú náð til efnaðra og þekktra stjarna í Hollywood og nágrenni. Að sögn tímaritsins Forbes tapa stjörnurnar nú háum upphæðum á húseignum sínum, það er ef eignirnar á annað borð seljast.

Það eru einkum húseignir á verðbilinu 3 til 6 milljónir dollara, eða bilinu rúmlega 200 og í 400 milljónir kr. sem eru mjög þungar í sölu þessa daganna.

Forbes tekur tvö nýleg dæmi. Annarsvegar frá poppsöngkonunni Avril Lavigne sem sett hefur hús sitt til sölu á 5,8 milljónir dollara. Áður en kreppan skall á í fyrra hefði Avril getað selt hús sitt fyrir 6,9 milljónir dollara.

Og Slash gítarleikari Guns N´ Roses er í jafnslæmum málum. Hann mátti þakka fyrir að fá tilboð upp á 5,7 milljónir dollara í sitt hús en það keypti hann fyrir 6,2 milljónir dollara fyrir tveimur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×