Aukin framleiðni í heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar 20. nóvember 2019 16:30 Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra meðal annars að leita verði bestu leiða til þess að auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu, og áréttar að aukin framleiðni verði að vera í algjörum forgangi til þess að geta staðið undir auknum kröfum til kerfisins. Sjúkraliðafélag Íslands bendir á að auka megi framleiðni með því að stytta vinnuvikuna. Þegar fjallað er um styttingu vinnuvikunnar sem hluta af hagrænum rekstri er gjarnan dregin upp mynd sem sýnir meðaltal unninna vinnustunda og verga landsframleiðslu (GDP). Framleiðnin lýsir þannig hlutfalli á milli fjölda starfsmanna / vinnustunda og hversu vel vinnuaflið er nýtt til framleiðslu eða þjónustu. Með þessari nálgun er einungis tekið mið af magnbundnum þáttum sem sýnir til dæmis að styttri innlögn á sjúkrahús leiði til aukinnar framleiðni í rekstri. Þessi nálgun segir hins vegar ekki alla söguna þar sem ekki er gert ráð fyrir gæðum þjónustunnar sem er lykilþáttur í mati á framleiðni vinnuafls í heilbrigðisþjónustu. Starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki, og er um 98% þeirra konur. Þá eru um 90% sjúkraliða sem vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Þá má geta þess hér að dæmi er um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum aðeins til boða að vinna hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er því ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar er helsta baráttumál sjúkraliða, og að vinnuvikan fari í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Misjafnt er eftir starfsemi stofnana hvernig best á að útfæra vinnufyrirkomulag sem leiðir til meiri framleiðni. Nokkuð einfalt er að hagræði í rekstri og ná betri framleiðni þar sem vaktafyrirkomulag starfsfólksins er í samræmi við vinnuvélar sem eru nýttar allan sólahringinn. Önnur lögmál gilda hins vegar þar sem vinnustundir miðast við opnunartíma stofnana og markmið starfseminnar eru ekki mæld í krónum, eins og í heilbrigðisþjónustunni. Rannsóknir sýna að langar vaktir og þegar vinnuvika starfsfólks fer yfir ákveðin mörk safnast upp þreyta sem skilar sér í slakari einbeitingu. Þannig aukast líkur á að fólk gerir mistök sem kemur niður á rekstrinum. Auk þess sem starfsálagið brýst fram í verra heilsufari starfsmanna þannig að veikindatíðnin vex og framleiðnin minnkar. Í þessu sambandi er ástæða til að benda sérstaklega á að veikindatíðni sjúkraliða, sem störfuðu á Landspítalanum á árinu 2018 reyndist um 11%, til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6%. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betri starfskjörum og möguleikum um fullt starf án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og fjölskyldulífi. Þannig stöndum við betur undir auknum kröfum heilbrigðiskerfisins og bætum framleiðni heilbrigðisþjónustunnar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra meðal annars að leita verði bestu leiða til þess að auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu, og áréttar að aukin framleiðni verði að vera í algjörum forgangi til þess að geta staðið undir auknum kröfum til kerfisins. Sjúkraliðafélag Íslands bendir á að auka megi framleiðni með því að stytta vinnuvikuna. Þegar fjallað er um styttingu vinnuvikunnar sem hluta af hagrænum rekstri er gjarnan dregin upp mynd sem sýnir meðaltal unninna vinnustunda og verga landsframleiðslu (GDP). Framleiðnin lýsir þannig hlutfalli á milli fjölda starfsmanna / vinnustunda og hversu vel vinnuaflið er nýtt til framleiðslu eða þjónustu. Með þessari nálgun er einungis tekið mið af magnbundnum þáttum sem sýnir til dæmis að styttri innlögn á sjúkrahús leiði til aukinnar framleiðni í rekstri. Þessi nálgun segir hins vegar ekki alla söguna þar sem ekki er gert ráð fyrir gæðum þjónustunnar sem er lykilþáttur í mati á framleiðni vinnuafls í heilbrigðisþjónustu. Starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki, og er um 98% þeirra konur. Þá eru um 90% sjúkraliða sem vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Þá má geta þess hér að dæmi er um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum aðeins til boða að vinna hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er því ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar er helsta baráttumál sjúkraliða, og að vinnuvikan fari í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Misjafnt er eftir starfsemi stofnana hvernig best á að útfæra vinnufyrirkomulag sem leiðir til meiri framleiðni. Nokkuð einfalt er að hagræði í rekstri og ná betri framleiðni þar sem vaktafyrirkomulag starfsfólksins er í samræmi við vinnuvélar sem eru nýttar allan sólahringinn. Önnur lögmál gilda hins vegar þar sem vinnustundir miðast við opnunartíma stofnana og markmið starfseminnar eru ekki mæld í krónum, eins og í heilbrigðisþjónustunni. Rannsóknir sýna að langar vaktir og þegar vinnuvika starfsfólks fer yfir ákveðin mörk safnast upp þreyta sem skilar sér í slakari einbeitingu. Þannig aukast líkur á að fólk gerir mistök sem kemur niður á rekstrinum. Auk þess sem starfsálagið brýst fram í verra heilsufari starfsmanna þannig að veikindatíðnin vex og framleiðnin minnkar. Í þessu sambandi er ástæða til að benda sérstaklega á að veikindatíðni sjúkraliða, sem störfuðu á Landspítalanum á árinu 2018 reyndist um 11%, til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6%. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betri starfskjörum og möguleikum um fullt starf án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og fjölskyldulífi. Þannig stöndum við betur undir auknum kröfum heilbrigðiskerfisins og bætum framleiðni heilbrigðisþjónustunnar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun