Icelandair fjölgar breiðþotum úr tveimur í fjórar Boeing 767 Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2016 21:00 Icelandair hefur keypt tvær Boeing 767-þotur til viðbótar við þær tvær, sem koma í áætlun í sumar, og verður með fjórar breiðþotur í rekstri á næsta ári. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um beiðþotuvæðingu íslenska flugflotans og rætt við Jens Bjarnason, framkvæmdastjóra framleiðslusviðs Icelandair. Fram til þessa hafa Íslendingar nær eingöngu flogið í mjóum þotum til útlanda en nú er það að breytast. Icelandair-menn fögnuðu í síðasta mánuði komu tveggja breiðþota af gerðinni Boeing 767. Tímamót urðu einnig hjá WOW-flugfélaginu í vikunni þegar það fékk sína fyrstu breiðþotu, af gerðinni Airbus A330, en WOW er að taka þrjár slíkar vélar í notkun. Icelandair hafði tvívegis áður reynt breiðþoturekstur í áætlunarflugi um Ísland, en aðeins um skamma hríð í hvort sinn, fyrst með DC-10 þotu fyrir 37 árum og síðan með Boeing 767 fyrir áratug. Icelandair hefur nú tilkynnt um að félagið hafi keypt tvær breiðþotur til viðbótar. Þær eru einnig af gerðinni Boeing 767 en keyptar notaðar. Áformað er að þær komi inn í rekstur félagsins vorið 2017 en fara áður í gegnum gagngerar endurbætur og breytingar, að sögn Jens Bjarnasonar. „Grunnástæðan er auðvitað þessi mikla aukning og vöxtur fyrirtækisins og nú er þannig komið að í sumum tilvikum erum við að fljúga tveimur vélum með nánast sama brottfarartíma til ákveðinna borga. Þá er eðlilegt að stækka vélarnar,“ segir Jens.Icelandair verður með fjórar Boeing 767-breiðþotur í áætlunarflugi á næsta ári.mynd/birgir örn sigurjónssonHann segir mjög hagstætt fyrir Icelandair að reka Boeing 767 við hlið 757-vélanna. Flugvélarnar séu nánast eins og því hægt að nota sömu flugmenn með sömu þjálfun á báðar vélarnar. Því sé hægt að bæta Boeing 767 inn án þess að það kalli á mikinn viðbótarkostnað við þjálfun áhafna. En það er fleira sem knýr á um stærri vélar. Flugvellir sumra stórborga eru sprungnir. „Eins og London Heathrow og New York. Þá eru þessi flugvellir það umsetnir að jafnvel þó að við vildum fjölga ferðum þá er ekki hlaupið að því.“ Og þetta á líka við um Keflavík. „Það eru mikil þrengsli í Leifsstöð. Umferðin er orðin það mikil og farþegafjöldinn að stæðin við flugstöðina eru takmörkuð auðlind. Maður getur þá flutt fleiri farþega með stærri vél heldur en minni,“ segir Jens Bjarnason. Stöð 2 fjallaði um fyrsta áætlunarflug Icelandair í vor á Boeing 767 í frétt sem sjá má hér. Tengdar fréttir Þessi verður stærsta áætlunarþota Íslands Stærstu þotur sem sést hafa í áætlunarflugi til og frá Íslandi verða á leiðum til Kaliforníu en WOW air hefur ákveðið að hefja flug þangað næsta sumar. 2. nóvember 2015 21:30 Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43 Icelandair gengur frá kaupum á sextán 737 MAX flugvélum frá Boeing Icelandair og Boeing hafa gengið endanlega frá samningum um kaup þess á sextán 737 MAX 8 og 737 MAX 9 flugvélum ásamt kauprétti á átta 737 MAX flugvélum til viðbótar. Viljayfirlýsing um kaupin var gerð í desember s.l. 13. febrúar 2013 09:35 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 Fyrsta Boeing 767-vél Icelandair Ný flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, von er á annarri 7. ágúst 2015 07:00 Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Icelandair hefur keypt tvær Boeing 767-þotur til viðbótar við þær tvær, sem koma í áætlun í sumar, og verður með fjórar breiðþotur í rekstri á næsta ári. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um beiðþotuvæðingu íslenska flugflotans og rætt við Jens Bjarnason, framkvæmdastjóra framleiðslusviðs Icelandair. Fram til þessa hafa Íslendingar nær eingöngu flogið í mjóum þotum til útlanda en nú er það að breytast. Icelandair-menn fögnuðu í síðasta mánuði komu tveggja breiðþota af gerðinni Boeing 767. Tímamót urðu einnig hjá WOW-flugfélaginu í vikunni þegar það fékk sína fyrstu breiðþotu, af gerðinni Airbus A330, en WOW er að taka þrjár slíkar vélar í notkun. Icelandair hafði tvívegis áður reynt breiðþoturekstur í áætlunarflugi um Ísland, en aðeins um skamma hríð í hvort sinn, fyrst með DC-10 þotu fyrir 37 árum og síðan með Boeing 767 fyrir áratug. Icelandair hefur nú tilkynnt um að félagið hafi keypt tvær breiðþotur til viðbótar. Þær eru einnig af gerðinni Boeing 767 en keyptar notaðar. Áformað er að þær komi inn í rekstur félagsins vorið 2017 en fara áður í gegnum gagngerar endurbætur og breytingar, að sögn Jens Bjarnasonar. „Grunnástæðan er auðvitað þessi mikla aukning og vöxtur fyrirtækisins og nú er þannig komið að í sumum tilvikum erum við að fljúga tveimur vélum með nánast sama brottfarartíma til ákveðinna borga. Þá er eðlilegt að stækka vélarnar,“ segir Jens.Icelandair verður með fjórar Boeing 767-breiðþotur í áætlunarflugi á næsta ári.mynd/birgir örn sigurjónssonHann segir mjög hagstætt fyrir Icelandair að reka Boeing 767 við hlið 757-vélanna. Flugvélarnar séu nánast eins og því hægt að nota sömu flugmenn með sömu þjálfun á báðar vélarnar. Því sé hægt að bæta Boeing 767 inn án þess að það kalli á mikinn viðbótarkostnað við þjálfun áhafna. En það er fleira sem knýr á um stærri vélar. Flugvellir sumra stórborga eru sprungnir. „Eins og London Heathrow og New York. Þá eru þessi flugvellir það umsetnir að jafnvel þó að við vildum fjölga ferðum þá er ekki hlaupið að því.“ Og þetta á líka við um Keflavík. „Það eru mikil þrengsli í Leifsstöð. Umferðin er orðin það mikil og farþegafjöldinn að stæðin við flugstöðina eru takmörkuð auðlind. Maður getur þá flutt fleiri farþega með stærri vél heldur en minni,“ segir Jens Bjarnason. Stöð 2 fjallaði um fyrsta áætlunarflug Icelandair í vor á Boeing 767 í frétt sem sjá má hér.
Tengdar fréttir Þessi verður stærsta áætlunarþota Íslands Stærstu þotur sem sést hafa í áætlunarflugi til og frá Íslandi verða á leiðum til Kaliforníu en WOW air hefur ákveðið að hefja flug þangað næsta sumar. 2. nóvember 2015 21:30 Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43 Icelandair gengur frá kaupum á sextán 737 MAX flugvélum frá Boeing Icelandair og Boeing hafa gengið endanlega frá samningum um kaup þess á sextán 737 MAX 8 og 737 MAX 9 flugvélum ásamt kauprétti á átta 737 MAX flugvélum til viðbótar. Viljayfirlýsing um kaupin var gerð í desember s.l. 13. febrúar 2013 09:35 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 Fyrsta Boeing 767-vél Icelandair Ný flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, von er á annarri 7. ágúst 2015 07:00 Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Þessi verður stærsta áætlunarþota Íslands Stærstu þotur sem sést hafa í áætlunarflugi til og frá Íslandi verða á leiðum til Kaliforníu en WOW air hefur ákveðið að hefja flug þangað næsta sumar. 2. nóvember 2015 21:30
Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43
Icelandair gengur frá kaupum á sextán 737 MAX flugvélum frá Boeing Icelandair og Boeing hafa gengið endanlega frá samningum um kaup þess á sextán 737 MAX 8 og 737 MAX 9 flugvélum ásamt kauprétti á átta 737 MAX flugvélum til viðbótar. Viljayfirlýsing um kaupin var gerð í desember s.l. 13. febrúar 2013 09:35
WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33
Fyrsta Boeing 767-vél Icelandair Ný flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli í gær, von er á annarri 7. ágúst 2015 07:00
Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45