Þessi verður stærsta áætlunarþota Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2015 21:30 Stærstu þotur sem sést hafa í áætlunarflugi til og frá Íslandi verða á leiðum til Los Angeles og San Fransisco en WOW air hefur ákveðið að hefja flug þangað næsta sumar. Það þótti stórt skref í vor hjá þessu fjögurra ára gamla flugfélagi að hefja Ameríkuflug, til fjögurra borga á austurströndinni, en félagið sýndi þá nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli, af gerðinni Airbus A321. Tvær slíkar bættust þá í flotann til viðbótar við styttri vélar af gerðinni Airbus A320.Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW air, við komu fyrstu Airbus A321-þotu félagsins til Reykjavíkur í vor.Vísir/VGEn nú er eigandi WOW, Skúli Mogensen, búinn að tilkynna sannkallað risaskref. Hann er að bæta við tvöfalt stærri vélum, þremur breiðþotum af gerðinni Airbus A330, en listaverð einnar slíkrar er um 32 milljarðar króna. WOW tilkynnti jafnframt í dag að það myndi hefja áætlunarflug næsta sumar til vesturstrandar Bandaríkjanna; fjórar ferðir á viku til Los Angeles og fimm til San Fransisco í Kaliforníu. Það verður þannig fyrsta íslenska flugfélagið til að bjóða upp á beint flug til Los Angeles. Breiðþotur WOW verða með 340 sæti um borð og verða stærstu þotur sem flogið hefur verið í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW, segir að með þessari aukningu muni félagið meira en tvöfalda sætaframboð sitt á næsta ári, úr 900 þúsund sætum í ár upp í tæplega tvær milljónir sæta á næsta ári. Í frétt frá WOW air í dag kom fram Airbus A330-300 vélar væru sparneytnar, umhverfisvænar og langdrægar breiðþotur sem hefðu drægni upp á 11.750 kílómetra. Vélarnar gætu tekið að hámarki 440 farþega en vélar WOW air yrðu með 340 sætum til þess að hægt væri að bjóða upp á aukið sætabil og þægindi. Lengd þeirra er 64 metrar og vænghafið er 60 metrar. Tengdar fréttir WOW air fékk nýjar flugvélar með ríflegum afslætti Nýjar Airbus A321-211 flugvélar WOW air voru keyptar með ríflegum afslætti, segir Skúli Mogensen forstjóri fyrirtækisins. Hann segir þó ekki hvað þær kostuðu. 19. febrúar 2015 09:45 Ný Airbus-vél WOW fékk nafnið Freyja WOW Air hefur fest kaup á tveimur glænýjum Airbus A321 flugvélum. 26. mars 2015 19:05 WOW air fjölgar flugferðum til Bandaríkjanna Vegna mikillar eftirspurnar hefur flugfélagið WOW air ákveðið að auka við flugframboð sitt til Bandaríkjanna. 8. janúar 2015 10:50 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Stærstu þotur sem sést hafa í áætlunarflugi til og frá Íslandi verða á leiðum til Los Angeles og San Fransisco en WOW air hefur ákveðið að hefja flug þangað næsta sumar. Það þótti stórt skref í vor hjá þessu fjögurra ára gamla flugfélagi að hefja Ameríkuflug, til fjögurra borga á austurströndinni, en félagið sýndi þá nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli, af gerðinni Airbus A321. Tvær slíkar bættust þá í flotann til viðbótar við styttri vélar af gerðinni Airbus A320.Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW air, við komu fyrstu Airbus A321-þotu félagsins til Reykjavíkur í vor.Vísir/VGEn nú er eigandi WOW, Skúli Mogensen, búinn að tilkynna sannkallað risaskref. Hann er að bæta við tvöfalt stærri vélum, þremur breiðþotum af gerðinni Airbus A330, en listaverð einnar slíkrar er um 32 milljarðar króna. WOW tilkynnti jafnframt í dag að það myndi hefja áætlunarflug næsta sumar til vesturstrandar Bandaríkjanna; fjórar ferðir á viku til Los Angeles og fimm til San Fransisco í Kaliforníu. Það verður þannig fyrsta íslenska flugfélagið til að bjóða upp á beint flug til Los Angeles. Breiðþotur WOW verða með 340 sæti um borð og verða stærstu þotur sem flogið hefur verið í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW, segir að með þessari aukningu muni félagið meira en tvöfalda sætaframboð sitt á næsta ári, úr 900 þúsund sætum í ár upp í tæplega tvær milljónir sæta á næsta ári. Í frétt frá WOW air í dag kom fram Airbus A330-300 vélar væru sparneytnar, umhverfisvænar og langdrægar breiðþotur sem hefðu drægni upp á 11.750 kílómetra. Vélarnar gætu tekið að hámarki 440 farþega en vélar WOW air yrðu með 340 sætum til þess að hægt væri að bjóða upp á aukið sætabil og þægindi. Lengd þeirra er 64 metrar og vænghafið er 60 metrar.
Tengdar fréttir WOW air fékk nýjar flugvélar með ríflegum afslætti Nýjar Airbus A321-211 flugvélar WOW air voru keyptar með ríflegum afslætti, segir Skúli Mogensen forstjóri fyrirtækisins. Hann segir þó ekki hvað þær kostuðu. 19. febrúar 2015 09:45 Ný Airbus-vél WOW fékk nafnið Freyja WOW Air hefur fest kaup á tveimur glænýjum Airbus A321 flugvélum. 26. mars 2015 19:05 WOW air fjölgar flugferðum til Bandaríkjanna Vegna mikillar eftirspurnar hefur flugfélagið WOW air ákveðið að auka við flugframboð sitt til Bandaríkjanna. 8. janúar 2015 10:50 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
WOW air fékk nýjar flugvélar með ríflegum afslætti Nýjar Airbus A321-211 flugvélar WOW air voru keyptar með ríflegum afslætti, segir Skúli Mogensen forstjóri fyrirtækisins. Hann segir þó ekki hvað þær kostuðu. 19. febrúar 2015 09:45
Ný Airbus-vél WOW fékk nafnið Freyja WOW Air hefur fest kaup á tveimur glænýjum Airbus A321 flugvélum. 26. mars 2015 19:05
WOW air fjölgar flugferðum til Bandaríkjanna Vegna mikillar eftirspurnar hefur flugfélagið WOW air ákveðið að auka við flugframboð sitt til Bandaríkjanna. 8. janúar 2015 10:50