Erlent

Lögreglumaður fékk ný augu

Óli Tynes skrifar
Rathband hjónin; eiginkonan valdi augnalitinn.
Rathband hjónin; eiginkonan valdi augnalitinn.

Breskur lögreglumaður sem morðinginn Raoul Moat skaut í andlitið með haglabyssu í júlí síðastliðnum hefur fengið ný augu. David Rathband var á eftirlitsferð í lögreglubíl þegar Moat skaut hann inn um gluggann á bílnum. Moat hafði áður myrt nýjan unnusta fyrrverandi kærustu sinnar og sært hana sjálfa. Hann framdi svo sjálfsmorð nokkrum dögum síðar eftir að lögreglan hafði umkringt hann.

David Rathband var svo illa særður að það þurfti að fjarlægja úr honum bæði augun. Hann sér ekki með nýju augunum en segir að sér líði andlega miklu betur með þau. Það sé erfitt fyrir fólk að tala við mann með taumar augnatóftir, nú líti hann út eins og venjulegur blindur maður. Fyrir árásina var Rathband með brún augu. Nýju augun eru hinsvegar blá. Það var eiginkona hans sem valdi litinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×