Ferðagjöfina til Íslendinga verður hægt að nálgast fyrstu vikuna í júní Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 15:40 Vafalítið verða margir Íselndingar sem leggja leið sína norðu í Mývatnssveit í sumar. Vísir/Vilhelm Íslendingum átján ára og eldri stendur til boða fljótlega að sækja stafrænt gjafabréf til að verja í ferðaþjónustu innanlands. 1,5 milljarður króna er til skiptana á milli Íslendinga átján ára og eldri. Miðað við fjölda Íslendinga á þessum aldri, um 283 þúsund skv. upplýsingum af vef Hagstofunnar, fær hver Íslendingur um 5300 krónur í sinn hlut. Þeir sem ekki ætla að njóta gjafarinnar geta gefið öðrum gjöfina. Stafrænu gjafabréfin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að veita efnahagslífinu og einkum ferðaþjónustunni viðspyrnu. Verkefnahópur hefur unnið að útfærslu gjafabréfsins. Í honum sitja fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, verkefnastofu um Stafrænt Ísland, Ferðamálastofu og Samtaka ferðaþjónustunnar. Gjafabréfið hefur hlotið heitið „Ferðagjöf“. Egilsstaðir hafa oftar en ekki verið í áskrift þegar kemur að sólskyni á sumrin. Vísir/Vilhelm Tillaga liggur nú fyrir um tæknilega útfærslu og er næsta skref að koma þeirri lausn í framkvæmd. Miðstöð verkefnisins verður vefurinn www.ferdalag.is sem hýsir hvatningarátak um ferðalög innanlands sem Ferðamálastofa annast. Þar verða hlekkir til að sækja Ferðagjöfina og vistast hún þá sem strikamerki í nýju smáforriti fyrir farsíma, sem einfalt verður að nota til greiðslu hjá öllum ferðaþjónustufyrirtækjum sem skrá sig til þátttöku. Þeir sem vilja ekki hlaða slíku forriti niður, eða eiga ekki snjallsíma, munu geta greitt með kóða á netinu. Lausnin býður upp á þann möguleika að fyrirtæki og félög gefi sínar eigin ferðagjafir, sem bætist þá við inneign viðkomandi. Eyjamenn eru höfðingjar heim að sækja og ljóst er að boltum verður sparkað í Eyjum í sumar og margir munu prófa að spranga í fyrsta sinn.Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að skrá sig til þátttöku og geta þá samhliða kynnt tilboð sem þau kunna að vilja bjóða upp á til að höfða til neytenda. Vonir standa til að töluvert verði um slík tilboð sem þannig auki virði inneignanna. Framboð ferðaþjónustufyrirtækja verður sömuleiðis kynnt á vefnum www.ferdalag.is. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustutengdum rekstri geta skráð sig til þátttöku, þ.m.t. hótel og gistiheimili, afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur og veitingastaðir. Miðað verður við atvinnugreinaflokkun fyrirtækja og eftir atvikum rekstrarleyfi. Nákvæmari útfærsla á því verður kynnt þegar þar að kemur. Allir einstaklingar með íslenksa kennitölu fæddir 2002 og fyrr fá göfina. Gert er ráð fyrir að einstaklingar sem sjá ekki fram á að nýta sér gjöfina geti flutt hana yfir til annars einstaklings. Stefnt er að því að Ferðagjöfin verði tilbúin til afhendingar fyrstu vikuna í júní. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Íslendingum átján ára og eldri stendur til boða fljótlega að sækja stafrænt gjafabréf til að verja í ferðaþjónustu innanlands. 1,5 milljarður króna er til skiptana á milli Íslendinga átján ára og eldri. Miðað við fjölda Íslendinga á þessum aldri, um 283 þúsund skv. upplýsingum af vef Hagstofunnar, fær hver Íslendingur um 5300 krónur í sinn hlut. Þeir sem ekki ætla að njóta gjafarinnar geta gefið öðrum gjöfina. Stafrænu gjafabréfin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að veita efnahagslífinu og einkum ferðaþjónustunni viðspyrnu. Verkefnahópur hefur unnið að útfærslu gjafabréfsins. Í honum sitja fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, verkefnastofu um Stafrænt Ísland, Ferðamálastofu og Samtaka ferðaþjónustunnar. Gjafabréfið hefur hlotið heitið „Ferðagjöf“. Egilsstaðir hafa oftar en ekki verið í áskrift þegar kemur að sólskyni á sumrin. Vísir/Vilhelm Tillaga liggur nú fyrir um tæknilega útfærslu og er næsta skref að koma þeirri lausn í framkvæmd. Miðstöð verkefnisins verður vefurinn www.ferdalag.is sem hýsir hvatningarátak um ferðalög innanlands sem Ferðamálastofa annast. Þar verða hlekkir til að sækja Ferðagjöfina og vistast hún þá sem strikamerki í nýju smáforriti fyrir farsíma, sem einfalt verður að nota til greiðslu hjá öllum ferðaþjónustufyrirtækjum sem skrá sig til þátttöku. Þeir sem vilja ekki hlaða slíku forriti niður, eða eiga ekki snjallsíma, munu geta greitt með kóða á netinu. Lausnin býður upp á þann möguleika að fyrirtæki og félög gefi sínar eigin ferðagjafir, sem bætist þá við inneign viðkomandi. Eyjamenn eru höfðingjar heim að sækja og ljóst er að boltum verður sparkað í Eyjum í sumar og margir munu prófa að spranga í fyrsta sinn.Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að skrá sig til þátttöku og geta þá samhliða kynnt tilboð sem þau kunna að vilja bjóða upp á til að höfða til neytenda. Vonir standa til að töluvert verði um slík tilboð sem þannig auki virði inneignanna. Framboð ferðaþjónustufyrirtækja verður sömuleiðis kynnt á vefnum www.ferdalag.is. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustutengdum rekstri geta skráð sig til þátttöku, þ.m.t. hótel og gistiheimili, afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur og veitingastaðir. Miðað verður við atvinnugreinaflokkun fyrirtækja og eftir atvikum rekstrarleyfi. Nákvæmari útfærsla á því verður kynnt þegar þar að kemur. Allir einstaklingar með íslenksa kennitölu fæddir 2002 og fyrr fá göfina. Gert er ráð fyrir að einstaklingar sem sjá ekki fram á að nýta sér gjöfina geti flutt hana yfir til annars einstaklings. Stefnt er að því að Ferðagjöfin verði tilbúin til afhendingar fyrstu vikuna í júní.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira