Ert þú barnið mitt? Helga Vala Helgadótttir skrifar 7. desember 2012 06:00 Nú liggur fyrir á Alþingi löngu tímabært frumvarp til breytinga á barnalögum. Um er að ræða slíka réttarbót að ótrúlegt er að hún sé ekki fyrir löngu afgreidd. Örlítil breyting á 10. gr. barnalaga, sem segir til um hverjir geti átt aðild að faðernismáli.Um hvað snýst málið? Samkvæmt pater est reglu barnalaga er barn, sem fæðist í hjúskap eða skráðri sambúð, sjálfkrafa feðrað. Séu aðstæður aðrar er móður skv. 1. gr. barnalaga skylt að feðra barnið, þ.e. gefa upp hver faðir er, og er það skráð. Þannig er talið að grundvallarréttur barns um að þekkja báða foreldra sína sé tryggður. Hlutirnir eru bara ekki alltaf svona einfaldir. Það gerist að börn eru ranglega feðruð. Þá er það, vegna þess hvernig barnalögin eru í dag, á valdi móður, barns, eða þess sem skráður er faðir að leiðrétta rangindin. Þarf síðarnefndu aðilunum þá að vera kunnugt um hina röngu skráningu. Sá maður, sem telur sig vera föður barnsins, getur ekki leitað réttar síns fyrir dómstólum.Réttur barns Grundvallarrétturinn á að þekkja báða foreldra sína er svo ótvíræður að það skýtur skökku við að löggjafinn geri beinlínis ráð fyrir því að móður sé það í sjálfsvald sett að feðra barn sitt öðrum en blóðföður án möguleika hans á að leiðrétta feðrunina. Þannig getum við jafnvel séð móður feðra barn sitt öðrum, í þeim eina tilgangi að útiloka hinn rétta föður frá barninu. Slík hrópleg mismunun á réttindum foreldris ætti ekki að eiga sér stað í lögum.Réttur manns til úrlausnar Í lok árs 2000 féll dómur í Hæstarétti manni í vil sem krafðist þess að fá að leita réttar síns varðandi feðrun barns sem hann taldi að væri sitt. Í barnalögum þess tíma var bara móður og barni heimilt að fara í mál, og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að löggjöf, sem takmarkaði rétt manns til að fá úrlausn dómstóla um málefni er varðar hagsmuni hans, bryti gegn 70. gr. stjórnarskrár, sbr. einnig 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Fékk hann því leyfi til að fara í faðernismál til að láta kanna hvort hann væri faðir barnsins. Barnalögunum var breytt í kjölfarið en því miður ekki að fullu. Þeim manni sem taldi sig föður barns var bætt við en eingöngu væri barnið ófeðrað. Enn standa eftir þeir menn, sem telja sig feður barna, en börnin ranglega feðruð. Þeir geta enn ekki leitað réttar síns þrátt fyrir tilmæli Hæstaréttar fyrir um 12 árum síðan.Komið málinu á dagskrá Þetta þjóðþrifaverk er ekki að koma í fyrsta sinn fyrir þingið. Fyrir nokkrum árum lagði Dögg Pálsdóttir, þá varaþingmaður, sambærilegt frumvarp fyrir Alþingi en málið náði ekki framgangi á þinginu. Það má ekki gerast að þetta frumvarp hljóti sömu örlög. Þetta eru ekki mörg börn sem ranglega eru feðruð án vitneskju um það, en það að vita af einum blóðföður sem ekki getur leitað réttar síns fyrir dómi er bara of mikið. Hver vika, mánuður og ár sem föður og barni er meinað að kynnast vegna laga sem þarf að breyta er of langur tími. Klárið verkið kæru þingmenn, það er ykkar að laga þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir á Alþingi löngu tímabært frumvarp til breytinga á barnalögum. Um er að ræða slíka réttarbót að ótrúlegt er að hún sé ekki fyrir löngu afgreidd. Örlítil breyting á 10. gr. barnalaga, sem segir til um hverjir geti átt aðild að faðernismáli.Um hvað snýst málið? Samkvæmt pater est reglu barnalaga er barn, sem fæðist í hjúskap eða skráðri sambúð, sjálfkrafa feðrað. Séu aðstæður aðrar er móður skv. 1. gr. barnalaga skylt að feðra barnið, þ.e. gefa upp hver faðir er, og er það skráð. Þannig er talið að grundvallarréttur barns um að þekkja báða foreldra sína sé tryggður. Hlutirnir eru bara ekki alltaf svona einfaldir. Það gerist að börn eru ranglega feðruð. Þá er það, vegna þess hvernig barnalögin eru í dag, á valdi móður, barns, eða þess sem skráður er faðir að leiðrétta rangindin. Þarf síðarnefndu aðilunum þá að vera kunnugt um hina röngu skráningu. Sá maður, sem telur sig vera föður barnsins, getur ekki leitað réttar síns fyrir dómstólum.Réttur barns Grundvallarrétturinn á að þekkja báða foreldra sína er svo ótvíræður að það skýtur skökku við að löggjafinn geri beinlínis ráð fyrir því að móður sé það í sjálfsvald sett að feðra barn sitt öðrum en blóðföður án möguleika hans á að leiðrétta feðrunina. Þannig getum við jafnvel séð móður feðra barn sitt öðrum, í þeim eina tilgangi að útiloka hinn rétta föður frá barninu. Slík hrópleg mismunun á réttindum foreldris ætti ekki að eiga sér stað í lögum.Réttur manns til úrlausnar Í lok árs 2000 féll dómur í Hæstarétti manni í vil sem krafðist þess að fá að leita réttar síns varðandi feðrun barns sem hann taldi að væri sitt. Í barnalögum þess tíma var bara móður og barni heimilt að fara í mál, og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að löggjöf, sem takmarkaði rétt manns til að fá úrlausn dómstóla um málefni er varðar hagsmuni hans, bryti gegn 70. gr. stjórnarskrár, sbr. einnig 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Fékk hann því leyfi til að fara í faðernismál til að láta kanna hvort hann væri faðir barnsins. Barnalögunum var breytt í kjölfarið en því miður ekki að fullu. Þeim manni sem taldi sig föður barns var bætt við en eingöngu væri barnið ófeðrað. Enn standa eftir þeir menn, sem telja sig feður barna, en börnin ranglega feðruð. Þeir geta enn ekki leitað réttar síns þrátt fyrir tilmæli Hæstaréttar fyrir um 12 árum síðan.Komið málinu á dagskrá Þetta þjóðþrifaverk er ekki að koma í fyrsta sinn fyrir þingið. Fyrir nokkrum árum lagði Dögg Pálsdóttir, þá varaþingmaður, sambærilegt frumvarp fyrir Alþingi en málið náði ekki framgangi á þinginu. Það má ekki gerast að þetta frumvarp hljóti sömu örlög. Þetta eru ekki mörg börn sem ranglega eru feðruð án vitneskju um það, en það að vita af einum blóðföður sem ekki getur leitað réttar síns fyrir dómi er bara of mikið. Hver vika, mánuður og ár sem föður og barni er meinað að kynnast vegna laga sem þarf að breyta er of langur tími. Klárið verkið kæru þingmenn, það er ykkar að laga þetta.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun