Viðskipti innlent

Verslunarfólk gleymir réttindum í vinnutörn

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Elías Magnússon, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, segir fólk vera orðið upplýstara um réttindi sín.
Elías Magnússon, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, segir fólk vera orðið upplýstara um réttindi sín.
Þar sem mesta vinnutörn starfsfólks verslana er hafin eins og ævinlega fyrir jólin hefur VR hafið áróður sinn til atvinnurekenda og launþega um að þekkja og virða réttindi starfsmanna. VR minnir starfsmenn á að skrá hjá sér vinnutíma og minnir yfirmenn á frídaga, laun á frídögum, frítökurétt, hvíldartíma og matar- og kaffitíma.

„Þessi mál koma yfirleitt upp eftir jól þegar fólk fer að skoða jólin í baksýnisspeglinum. Það nær ekki að hugsa um þetta í jólaösinni þegar allt er á fullu,“ segir Elías Magnússon, forstöðumaður kjaramálasviðs VR.

„Aukinn áróður og upplýsingagjöf frá okkur hefur reyndar skilað sér í færri málum og kvörtunum. Einnig hefur vinnumarkaðurinn breyst. Nú er meira vaktafyrirkomulag í verslunum þannig að sama fólkið er ekki að vinna frá níu á morgnana til tíu á kvöldin. Það eru helst vinnuveitendur sem ruglast með greiðsluþáttinn, álag og desemberuppbót, enda líklega flóknasti hlutinn af þessu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×