Grænlenskir selveiðimenn kátir með skinnauppboð Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2013 06:30 Skinn frá grænlenskum selveiðimönnum voru seld á uppboði í Kaupmannahöfn um helgina. Grænlenskir selveiðimenn eru aftur mættir með afurðir sínar á alþjóðlegan uppboðsmarkað, 35 árum eftir að Greenpeace og franska leikkonan Brigitte Bardot nánast gengu af atvinnuvegi þeirra dauðum. Ellefu þúsund grænlensk selskinn voru boðin upp í Kaupmannahöfn um helgina en þetta var fyrsta uppboðið eftir að sölusamtök Grænlendinga, Great Greenland, og Kopenhagen Fur, stærsta skinnauppboðshús heims, hófu samstarf um að bjóða upp selskinn. Meira en helmingur grænlensku selskinnanna seldist á fyrsta uppboðsdegi. Þótt talsmenn Great Greenland segi að verðið hefði mátt vera hærra eru þeir ánægðir. Markaðurinn sé núna tilbúinn að taka við grænlenskum selskinnum. „Þetta var virkilega góð byrjun. Kaupendurnir eru jú komnir til baka og þeir vita núna að hér geta þeir fengið skinn og þetta er leiðin sem við förum í framtíðinni,“ sagði Lars Berg, talsmaður grænlenskra selskinnaframleiðenda, í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR. Verðið náði þó ekki fyrri hæðum. Fyrir vöðuselsskinn fengust allt að 12.000 krónur íslenskar og fyrir hringanóraskinn fengust um 7.500 krónur. Þótt Grænlendingar segi skinnin hafa selst skammarlega ódýrt telja þeir mikilvægt að hafa komist að á stærsta pelsamarkaði heims og að geta stoltir kynnt framleiðslu sína. Selskinnin seldust til aðila víða um heim. Þannig keypti kínverska fyrirtækið Hei Tu Di 1.500 skinn til að nota í jakka, töskur, skó og fylgihluti. Danska fyrirtækið Mogens Alex Petersen reyndist stærsti kaupandinn, með 2.500 skinn, fyrir yfirhafnir og skó.Myndir af Brigitte Bardot með kópnum áttu þátt í að knésetja selveiðar Grænlendinga.„Við viljum gjarnan koma grænlenska selnum á framfæri á ný. Greenpeace og Brigitte Bardot knésettu greinina á sínum tíma. Við höfum síðan verið að berjast við að koma þessu á legg aftur. Stundum hefur okkur tekist að selja ágætlega og nú vonumst við til að við séum á leið inn í slíkt tímabil,“ sagði fulltrúi stærsta kaupandans. Herferð Greenpeace og Brigitte Bardot, sem náði hámarki árið 1978, var einkum beint gegn selveiðum Kanadamanna en hafði einnig afgerandi áhrif á afkomu íslenskra selabænda. Á árunum þar á undan höfðu um 200 selabændur á Íslandi umtalsverðar hlunnindatekjur af selveiðum. Verðhrun á selskinnum var rakið til herferðarinnar og fækkaði selabændum hérlendis á skömmum tíma niður í 30. Til að skapa aukinn skilning umheimsins á selveiðum sínum hafa Grænlendingar látið gera kynningarmyndband sem sjá má hér. Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Grænlenskir selveiðimenn eru aftur mættir með afurðir sínar á alþjóðlegan uppboðsmarkað, 35 árum eftir að Greenpeace og franska leikkonan Brigitte Bardot nánast gengu af atvinnuvegi þeirra dauðum. Ellefu þúsund grænlensk selskinn voru boðin upp í Kaupmannahöfn um helgina en þetta var fyrsta uppboðið eftir að sölusamtök Grænlendinga, Great Greenland, og Kopenhagen Fur, stærsta skinnauppboðshús heims, hófu samstarf um að bjóða upp selskinn. Meira en helmingur grænlensku selskinnanna seldist á fyrsta uppboðsdegi. Þótt talsmenn Great Greenland segi að verðið hefði mátt vera hærra eru þeir ánægðir. Markaðurinn sé núna tilbúinn að taka við grænlenskum selskinnum. „Þetta var virkilega góð byrjun. Kaupendurnir eru jú komnir til baka og þeir vita núna að hér geta þeir fengið skinn og þetta er leiðin sem við förum í framtíðinni,“ sagði Lars Berg, talsmaður grænlenskra selskinnaframleiðenda, í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR. Verðið náði þó ekki fyrri hæðum. Fyrir vöðuselsskinn fengust allt að 12.000 krónur íslenskar og fyrir hringanóraskinn fengust um 7.500 krónur. Þótt Grænlendingar segi skinnin hafa selst skammarlega ódýrt telja þeir mikilvægt að hafa komist að á stærsta pelsamarkaði heims og að geta stoltir kynnt framleiðslu sína. Selskinnin seldust til aðila víða um heim. Þannig keypti kínverska fyrirtækið Hei Tu Di 1.500 skinn til að nota í jakka, töskur, skó og fylgihluti. Danska fyrirtækið Mogens Alex Petersen reyndist stærsti kaupandinn, með 2.500 skinn, fyrir yfirhafnir og skó.Myndir af Brigitte Bardot með kópnum áttu þátt í að knésetja selveiðar Grænlendinga.„Við viljum gjarnan koma grænlenska selnum á framfæri á ný. Greenpeace og Brigitte Bardot knésettu greinina á sínum tíma. Við höfum síðan verið að berjast við að koma þessu á legg aftur. Stundum hefur okkur tekist að selja ágætlega og nú vonumst við til að við séum á leið inn í slíkt tímabil,“ sagði fulltrúi stærsta kaupandans. Herferð Greenpeace og Brigitte Bardot, sem náði hámarki árið 1978, var einkum beint gegn selveiðum Kanadamanna en hafði einnig afgerandi áhrif á afkomu íslenskra selabænda. Á árunum þar á undan höfðu um 200 selabændur á Íslandi umtalsverðar hlunnindatekjur af selveiðum. Verðhrun á selskinnum var rakið til herferðarinnar og fækkaði selabændum hérlendis á skömmum tíma niður í 30. Til að skapa aukinn skilning umheimsins á selveiðum sínum hafa Grænlendingar látið gera kynningarmyndband sem sjá má hér.
Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent