Handbolti

HM 2011: Þórir og norsku stúlkurnar heimsmeistarar

Camilla Herrem fagnar í kvöld.
Camilla Herrem fagnar í kvöld.
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu til sigurs á HM í Brasilíu í kvöld. Noregur vann Frakkland í úrslitaleiknum, 32-24. Frábær árangur hjá Þóri og norska liðinu.

Jafnræði var með liðunum framan af en á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks tóku Norðmenn öll völd á vellinum og hreinlega keyrðu yfir franska liðið.

Það skilaði liðinu sex marka forskoti í leikhléi, 19-13.

Norsku stúlkurnar héldu franska liðinu í þeirri fjarlægð framan af fyrri hálfleik en þegar tíu mínútur lifðu leiks gaf franska liðið allt í leikinn. Alltaf þegar Frakkarnir fengu tækifæri til þess að koma sér inn í leikinn varði norski markvörðurinn.

Þrátt fyrir hetjulega baráttu undir lokin varð franska liðið að játa sig sigrað. Betra liðið vann og norsku stúlkurnar eru verðskuldaðir heimsmeistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×