Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – Keflavík 107-91 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 18. desember 2011 21:28 Úr leik liðanna í kvöld. mynd/vilhelm Stjarnan skellti Keflavík 107-91 í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Iceland Express deildar karla í körfubolta. Stjarnan var fjórtán stigum yfir í hálfleik 61-47. Leikurinn var mjög hraður í upphafi og gengu sóknir beggja liða mjög vel en á sama tíma var lítið um varnir. Jafnræði var með liðunum allan fyrsta leikhluta en Stjarnan náði fjögurra stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta 32-28. Stjarnan hóf annan leikhluta með látum og var komið með ellefu stiga forskot þegar leikhlutinn var hálfnaður 49-38. Stjarnan bætti í frekar en að gefa eftir og náði mest sextán stiga forystu í fjórðungnum en Keflavík skoraði síðustu körfu fyrri hálfleik og því munaði fjórtán stigum á liðunum 61-47. Stjarnan var mikið ákveðnar í öllum sínum aðgerðum sem lýsir sér best í því að liðið tók 22 fráköst í fyrri hálfleik gegn 7 hjá Keflavík en Stjarnan tók þar af 9 sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Keflavík vann sig inn í leikinn í þriðja leikhluta með frábærum varnarleik og mikilli baráttu. Eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik var munurinn kominn niður í sex stig 66-60. Stjarnan náði að stöðva atlögu Keflavíkur og var sjö stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann 78-71. Stjarnan lenti aldrei í vandræðum í fjórða leikhluta, munurinn var yfirleitt í kringum tíu stig og aldrei nett sem benti til þess að Keflavík næði að gera leikinn spennandi sem og varð rauninn því sigur Stjörnunnar var mjög sannfærandi þegar yfirlauk. Teitur: Hefðum unnið alla í dag„Liðsheildin var frábær í dag. Það var allir í liðinu tilbúnir í slaginn og allir á sömu línunni. Það voru allir tilbúnir að leggja á sig fyrir félagana í liðinu og þá erum við mjög sterkir og góðir og þetta var líklega besti leikurinn okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við fengum mörg stig á okkur framan af. Keflavík hitti mjög vel í byrjun, fengu fimm þrista. Venjulega dettur þriggja stiga prósentan niður er líður á leikina og það var raunin núna. Við náðum líka að stíga upp og laga okkur að því sem þeir voru að gera og mér fannst það ganga mjög vel." „Við finnum aftur okkar jafnvægi og þá fannst mér þetta ekki vera spurning." „Það voru allir tilbúnir í að berjast. Við hefðum unnið alla í dag, það skipti ekki máli hvort það var Grindavík, Keflavík eða hvaða lið sem er. Ég held að við hefðum unnið alla í dag. Það er virkilega gaman að fara með svona góða tilfinningu inn í jólinn og með sjálfstraust. Það líður öllum vel eftir þetta og menn geta borðar mat með góðri samvisku," sagði Teitur að lokum. Sigurður: Vorum ömurlegirVið gátum ekkert. Við spiluðum enga vörn og vorum ömurlegir," sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur í leikslok. „Við spiluðum ágætis vörn í nokkrar mínútur byrjun seinni hálfleiks og náðum þessu niður í leik eins og við viljum en svo duttum við niður. Ég veit ekki hvað kom fyrir mína menn." „Við erum ekki með mikla breidd og þegar það leika ekki allir á fullu og gera þetta saman sem lið þá getum við ekki neitt." „Við fráköstum mjög illa í þessum leik og vorum lélegir. Við náðum þessu niður en svo falla menn aftur í sama farið og verða týndir, þetta var mjög skrítið," sagði Sigurður að lokum. Stig Stjörnunnar: Marvin Valdimarsson 23 Keith Cothran 23 Sigurjón Örn Lárusson 20 Justin Shouse 15 Guðjón H. Lárusson 10 Fannar Helgason 8 Dagur Kári Jónsson 8 Stig Keflavíkur: Charlie Parker 27 Steven Gerrard 26 Jarryd Cole 18 Valur O. Valsson 7 Gunnar Stefánsson 6 Almar Guðbrandsson 4 Halldór Halldórsson 3 Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Stjarnan skellti Keflavík 107-91 í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Iceland Express deildar karla í körfubolta. Stjarnan var fjórtán stigum yfir í hálfleik 61-47. Leikurinn var mjög hraður í upphafi og gengu sóknir beggja liða mjög vel en á sama tíma var lítið um varnir. Jafnræði var með liðunum allan fyrsta leikhluta en Stjarnan náði fjögurra stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta 32-28. Stjarnan hóf annan leikhluta með látum og var komið með ellefu stiga forskot þegar leikhlutinn var hálfnaður 49-38. Stjarnan bætti í frekar en að gefa eftir og náði mest sextán stiga forystu í fjórðungnum en Keflavík skoraði síðustu körfu fyrri hálfleik og því munaði fjórtán stigum á liðunum 61-47. Stjarnan var mikið ákveðnar í öllum sínum aðgerðum sem lýsir sér best í því að liðið tók 22 fráköst í fyrri hálfleik gegn 7 hjá Keflavík en Stjarnan tók þar af 9 sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Keflavík vann sig inn í leikinn í þriðja leikhluta með frábærum varnarleik og mikilli baráttu. Eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik var munurinn kominn niður í sex stig 66-60. Stjarnan náði að stöðva atlögu Keflavíkur og var sjö stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann 78-71. Stjarnan lenti aldrei í vandræðum í fjórða leikhluta, munurinn var yfirleitt í kringum tíu stig og aldrei nett sem benti til þess að Keflavík næði að gera leikinn spennandi sem og varð rauninn því sigur Stjörnunnar var mjög sannfærandi þegar yfirlauk. Teitur: Hefðum unnið alla í dag„Liðsheildin var frábær í dag. Það var allir í liðinu tilbúnir í slaginn og allir á sömu línunni. Það voru allir tilbúnir að leggja á sig fyrir félagana í liðinu og þá erum við mjög sterkir og góðir og þetta var líklega besti leikurinn okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við fengum mörg stig á okkur framan af. Keflavík hitti mjög vel í byrjun, fengu fimm þrista. Venjulega dettur þriggja stiga prósentan niður er líður á leikina og það var raunin núna. Við náðum líka að stíga upp og laga okkur að því sem þeir voru að gera og mér fannst það ganga mjög vel." „Við finnum aftur okkar jafnvægi og þá fannst mér þetta ekki vera spurning." „Það voru allir tilbúnir í að berjast. Við hefðum unnið alla í dag, það skipti ekki máli hvort það var Grindavík, Keflavík eða hvaða lið sem er. Ég held að við hefðum unnið alla í dag. Það er virkilega gaman að fara með svona góða tilfinningu inn í jólinn og með sjálfstraust. Það líður öllum vel eftir þetta og menn geta borðar mat með góðri samvisku," sagði Teitur að lokum. Sigurður: Vorum ömurlegirVið gátum ekkert. Við spiluðum enga vörn og vorum ömurlegir," sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur í leikslok. „Við spiluðum ágætis vörn í nokkrar mínútur byrjun seinni hálfleiks og náðum þessu niður í leik eins og við viljum en svo duttum við niður. Ég veit ekki hvað kom fyrir mína menn." „Við erum ekki með mikla breidd og þegar það leika ekki allir á fullu og gera þetta saman sem lið þá getum við ekki neitt." „Við fráköstum mjög illa í þessum leik og vorum lélegir. Við náðum þessu niður en svo falla menn aftur í sama farið og verða týndir, þetta var mjög skrítið," sagði Sigurður að lokum. Stig Stjörnunnar: Marvin Valdimarsson 23 Keith Cothran 23 Sigurjón Örn Lárusson 20 Justin Shouse 15 Guðjón H. Lárusson 10 Fannar Helgason 8 Dagur Kári Jónsson 8 Stig Keflavíkur: Charlie Parker 27 Steven Gerrard 26 Jarryd Cole 18 Valur O. Valsson 7 Gunnar Stefánsson 6 Almar Guðbrandsson 4 Halldór Halldórsson 3
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira