Erlent

Farþegar neituðu að yfirgefa flugvél Ryanair

Óli Tynes skrifar
Við förum hvergi.
Við förum hvergi.

Yfir 100 farþegar með flugvél Ryanair frá Marokkó til Parísar urðu svo reiðir þegar vélin lenti í Belgíu í staðinn, að þeir neituðu að fara frá borði. Farþegarnir voru flestir franskir og vélin átti að lenda á flugvelli rétt utan við París. Hann var hinsvegar lokaður og því var lent í Liege í Belgíu. Þar var farþegunum sagt að þeir yrðu fluttir með rútu restina af leiðinni.

Við það urðu þeir býsna reiðir og neituðu að yfirgefa vélina. Áhöfnin greip til þess ráðs að slökkva öll ljós og laumast út, en farþegarnir sátu sem fastast. Eftir margra klukkustunda samningaviðræður tókst loks að lokka mannskapinn út úr vélinni, þar sem rútur biðu þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×