LA Lakers er í fínni stöðu í Vesturdeild NBA-deildarinnar eftir sigur í framlengingu á Denver Nuggets þar sem LeBron James átti enn einn stórleikinn.
LeBron var með 32 stig, 12 fráköst og 14 stoðsendingar en þetta er tólfta þrefalda tvennan hjá honum í vetur. Hann er þar með búinn að jafna Luka Doncic í tvöföldum þrennum á leiktíðinni.
@KingJames posts a MONSTER triple-double to lead the @Lakers to an NBA-best 23-5 on the road!
— NBA (@NBA) February 13, 2020
32 PTS | 12 REB | 14 AST pic.twitter.com/pH2xZo1NWW
Þarna voru að mætast efstu liðin í Vesturdeildinni og sigurinn því afar dýrmætur. Anthony Davis skoraði 33 stig fyrir Lakers og tók 10 fráköst.
Portland tapaði gegn Memphis og varð um leið fyrir áfalli því stjarna liðsins, Damian Lillard, meiddist í leiknum. Hann staðfesti eftir leik að hann gæti ekki spilað í Stjörnuleiknum út af meiðslunum. Sá leikur fer fram um helgina.
Hann fer í frekari skoðanir í dag og þá liggur fyrir nákvæmlega hversu lengi hann verður frá.
Úrslit:
Cleveland-Atlanta 127-105
Orlando-Detroit 116-112
Brooklyn-Toronto 101-91
Indiana-Milwaukee 118-111
NY Knicks-Washington 96-114
Memphis-Portland 111-104
Minnesota-Charlotte 108-115
Dallas-Sacramento 130-111
Phoenix-Golden State 112-106
Utah-Miami 116-101
Denver-LA Lakers 116-120
Staðan í NBA-deildinni.