„Hvað er sannarlega skandinavískt? Ekkert“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 08:09 Skjáskot úr umdeildu auglýsingunni. Norræna flugfélagið SAS hefur tekið nýlega auglýsingu sína úr birtingu eftir að auglýsingin var harðlega gagnrýnd, sérstaklega af sænskum og dönskum stjórnmálamönnum sem koma úr flokkum sem tala fyrir þjóðernishyggju og harðari innflytjendastefnu. „Hvað er sannarlega skandinavískt? Ekkert. Allt er eftirlíking.“ Á þessum orðum hefst auglýsingin sem síðan fer yfir ýmislegt sem ekki á uppruna sinn á Norðurlöndum heldur hefur verið upp þar í gegnum árin og aldirnar. Er lýðræðið til dæmis nefnt til sögunnar og Grikkjum þakkað fyrir það, Svisslendingum þakkað fyrir fæðingarorlofið, þýska uppfinningin reiðhjól, rúgbrauðið sem er upphaflega frá Tyrklandi og síðast en ekki síst lakkrísinn sem kemur frá Kína. „Við tökum allt sem okkur finnst frábært á ferðalögum okkar til útlanda, aðlögum það eilítið, og þá er það eitthvað einstakt og skandinavískt,“ segir í auglýsingunni. „Þvílíkt bull og sjálfshatur. Ég hef alltaf reynt að fljúga með SAS en aldrei aftur. Ég lofa því,“ skrifaði Richard Jomshof, ritari Svíþjóðardemókrata, á Facebook-síðu sína. „Ég hef alltaf flogið mikið með SAS en ég myndi gera það aftur með óbragð í munni því þeir skyrptu svona á okkur,“ sagði Soeren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins í utanríkismálum í viðtal við danska dagblaðið Ekstra Bladet. SAS telur að fyrirtækið hafi orðið fyrir skipulagðri árás á internetinu vegna auglýsingarinnar. Auglýsingin sýni hvernig ferðalög séu einstaklingum og samfélögum innblástur. Flugfélagið hafi ákveðið að taka auglýsinguna úr birtingu þar sem það vilji ekki bjóða upp á vettvang þar sem fólk geti deilt skoðunum sem SAS sé ósammála. Auglýsinga- og markaðsmál Danmörk Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Norræna flugfélagið SAS hefur tekið nýlega auglýsingu sína úr birtingu eftir að auglýsingin var harðlega gagnrýnd, sérstaklega af sænskum og dönskum stjórnmálamönnum sem koma úr flokkum sem tala fyrir þjóðernishyggju og harðari innflytjendastefnu. „Hvað er sannarlega skandinavískt? Ekkert. Allt er eftirlíking.“ Á þessum orðum hefst auglýsingin sem síðan fer yfir ýmislegt sem ekki á uppruna sinn á Norðurlöndum heldur hefur verið upp þar í gegnum árin og aldirnar. Er lýðræðið til dæmis nefnt til sögunnar og Grikkjum þakkað fyrir það, Svisslendingum þakkað fyrir fæðingarorlofið, þýska uppfinningin reiðhjól, rúgbrauðið sem er upphaflega frá Tyrklandi og síðast en ekki síst lakkrísinn sem kemur frá Kína. „Við tökum allt sem okkur finnst frábært á ferðalögum okkar til útlanda, aðlögum það eilítið, og þá er það eitthvað einstakt og skandinavískt,“ segir í auglýsingunni. „Þvílíkt bull og sjálfshatur. Ég hef alltaf reynt að fljúga með SAS en aldrei aftur. Ég lofa því,“ skrifaði Richard Jomshof, ritari Svíþjóðardemókrata, á Facebook-síðu sína. „Ég hef alltaf flogið mikið með SAS en ég myndi gera það aftur með óbragð í munni því þeir skyrptu svona á okkur,“ sagði Soeren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins í utanríkismálum í viðtal við danska dagblaðið Ekstra Bladet. SAS telur að fyrirtækið hafi orðið fyrir skipulagðri árás á internetinu vegna auglýsingarinnar. Auglýsingin sýni hvernig ferðalög séu einstaklingum og samfélögum innblástur. Flugfélagið hafi ákveðið að taka auglýsinguna úr birtingu þar sem það vilji ekki bjóða upp á vettvang þar sem fólk geti deilt skoðunum sem SAS sé ósammála.
Auglýsinga- og markaðsmál Danmörk Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira