„Hvað er sannarlega skandinavískt? Ekkert“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 08:09 Skjáskot úr umdeildu auglýsingunni. Norræna flugfélagið SAS hefur tekið nýlega auglýsingu sína úr birtingu eftir að auglýsingin var harðlega gagnrýnd, sérstaklega af sænskum og dönskum stjórnmálamönnum sem koma úr flokkum sem tala fyrir þjóðernishyggju og harðari innflytjendastefnu. „Hvað er sannarlega skandinavískt? Ekkert. Allt er eftirlíking.“ Á þessum orðum hefst auglýsingin sem síðan fer yfir ýmislegt sem ekki á uppruna sinn á Norðurlöndum heldur hefur verið upp þar í gegnum árin og aldirnar. Er lýðræðið til dæmis nefnt til sögunnar og Grikkjum þakkað fyrir það, Svisslendingum þakkað fyrir fæðingarorlofið, þýska uppfinningin reiðhjól, rúgbrauðið sem er upphaflega frá Tyrklandi og síðast en ekki síst lakkrísinn sem kemur frá Kína. „Við tökum allt sem okkur finnst frábært á ferðalögum okkar til útlanda, aðlögum það eilítið, og þá er það eitthvað einstakt og skandinavískt,“ segir í auglýsingunni. „Þvílíkt bull og sjálfshatur. Ég hef alltaf reynt að fljúga með SAS en aldrei aftur. Ég lofa því,“ skrifaði Richard Jomshof, ritari Svíþjóðardemókrata, á Facebook-síðu sína. „Ég hef alltaf flogið mikið með SAS en ég myndi gera það aftur með óbragð í munni því þeir skyrptu svona á okkur,“ sagði Soeren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins í utanríkismálum í viðtal við danska dagblaðið Ekstra Bladet. SAS telur að fyrirtækið hafi orðið fyrir skipulagðri árás á internetinu vegna auglýsingarinnar. Auglýsingin sýni hvernig ferðalög séu einstaklingum og samfélögum innblástur. Flugfélagið hafi ákveðið að taka auglýsinguna úr birtingu þar sem það vilji ekki bjóða upp á vettvang þar sem fólk geti deilt skoðunum sem SAS sé ósammála. Auglýsinga- og markaðsmál Danmörk Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Norræna flugfélagið SAS hefur tekið nýlega auglýsingu sína úr birtingu eftir að auglýsingin var harðlega gagnrýnd, sérstaklega af sænskum og dönskum stjórnmálamönnum sem koma úr flokkum sem tala fyrir þjóðernishyggju og harðari innflytjendastefnu. „Hvað er sannarlega skandinavískt? Ekkert. Allt er eftirlíking.“ Á þessum orðum hefst auglýsingin sem síðan fer yfir ýmislegt sem ekki á uppruna sinn á Norðurlöndum heldur hefur verið upp þar í gegnum árin og aldirnar. Er lýðræðið til dæmis nefnt til sögunnar og Grikkjum þakkað fyrir það, Svisslendingum þakkað fyrir fæðingarorlofið, þýska uppfinningin reiðhjól, rúgbrauðið sem er upphaflega frá Tyrklandi og síðast en ekki síst lakkrísinn sem kemur frá Kína. „Við tökum allt sem okkur finnst frábært á ferðalögum okkar til útlanda, aðlögum það eilítið, og þá er það eitthvað einstakt og skandinavískt,“ segir í auglýsingunni. „Þvílíkt bull og sjálfshatur. Ég hef alltaf reynt að fljúga með SAS en aldrei aftur. Ég lofa því,“ skrifaði Richard Jomshof, ritari Svíþjóðardemókrata, á Facebook-síðu sína. „Ég hef alltaf flogið mikið með SAS en ég myndi gera það aftur með óbragð í munni því þeir skyrptu svona á okkur,“ sagði Soeren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins í utanríkismálum í viðtal við danska dagblaðið Ekstra Bladet. SAS telur að fyrirtækið hafi orðið fyrir skipulagðri árás á internetinu vegna auglýsingarinnar. Auglýsingin sýni hvernig ferðalög séu einstaklingum og samfélögum innblástur. Flugfélagið hafi ákveðið að taka auglýsinguna úr birtingu þar sem það vilji ekki bjóða upp á vettvang þar sem fólk geti deilt skoðunum sem SAS sé ósammála.
Auglýsinga- og markaðsmál Danmörk Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira