Ari Fenger er nýr forstjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hann var sjálfkjörinn á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun. Hann tekur við starfinu af Katrínu Olgu Jóhannesdóttur sem gegnt hefur stöðunni undanfarin fjögur ár. Þá koma sautján nýir inn í stjórn VÍ. Frá þessu er greint á heimasíðu Viðskiptaráðs.
Ari er einn af eigendum rekstrarfélasgins 1912 ehf sem er eigandi Nathan & Olsen, Ekruna og Emmessís. Hann hefur stýrt félaginu frá 2008 en áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Nathan & Olsen. Þess má geta að Nathan & Olsen eru meðal elstu aðildarfélaga í Viðskiptaráði Íslands eða síðan 1917.
Ari hefur setið í stjórn Viðskiptaráðs frá árinu 2014 og framkvæmdastjórn ráðsins frá 2018. Þá situr hann einnig í stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins.
Á aðalfundinum í morgun voru kynnt úrslit kosninga til formanns og stjórnar ráðsins fyrir tímabilið 2020-2022
Í stjórn Viðskiptaráðs 2020-2022 voru kjörin eftirfarandi (í stafrófsröð) en feitletruð eru þau sem eru ný í stjórn:
Andri Þór Guðmundsson
Ágústa Johnson
Baldvin Björn Haraldsson
Birna Einarsdóttir
Bogi Nils Bogason
Brynja Baldursdóttir
Eggert Þ. Kristófersson
Erna Gísladóttir
Finnur Árnason
Finnur Oddsson
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir
Guðjón Auðunsson
Guðmundur I. Jónsson
Guðmundur Þorbjörnsson
Guðrún Ragnarsdóttir
Haraldur Þórðarson
Helga Melkorka Óttarsdóttir
Helga Valfells
Helgi Bjarnason
Hermann Björnsson
Hilmar Veigar Pétursson
Hrund Rudolfsdóttir
Hulda Árnadóttir
Iða Brá Benediktsdóttir
Inga Jóna Friðgeirsdóttir
Jónas Þór Guðmundsson
Katrín Pétursdóttir
Kolbrún Hrafnkelsdóttir
Lilja Björk Einarsdóttir
Margrét Kristmannsdóttir
Salóme Guðmundsdóttir
Sigríður Margrét Oddsdóttir
Sigurður Viðarsson
Sveinn Sölvason
Vilhelm Már Þorsteinsson
Þorsteinn Pétur Guðjónsson
Þór Sigfússon
Kynjahlutföll nýkjörinnar stjórnar eru líkt og síðast nánast jöfn, 47% konur og 53% karlar. Ekki reynir því á 40% kynjakvóta stjórnar Viðskiptaráðs sem samþykktir voru aðalfundi 2018.