Stórt bandarískt fjölmiðlafyrirtæki í fjárhagskröggum Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2020 14:27 McClatchy rekur stór dagblöð eins og Miami Herald, The Kansas City Star, The Charlotte Observer og marga fleiri. AP/Wilfredo Lee Útgefandinn McClatchy, sem rekur 30 dagblöð í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna, hefur sótt um gjaldþrotsvernd. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja þó mögulegt að reka fyrirtækið áfram en rekstur McClatchy hófst í Kaliforníu árið 1857. Nú rekur fyrirtækið stór dagblöð eins og Miami Herald, The Kansas City Star, The Charlotte Observer og marga fleiri. Craig Forman, framkvæmdastjóri McClatchy, sagði í yfirlýsingu að slæm staða héraðsmiðla hafi áhrif á samfélög Bandaríkjanna og íbúa þeirra. Verið sé að vinna hörðum höndum að því að tryggja rekstur fyrirtækisins. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa tekjur McClatchy dregist saman samfleytt í tæp sex ár. Spár gera ráð fyrir frekari samdrætti en fyrirtækið hefur að undanförnu reynt að færa sig nær tekjumódeli sem snýr að áskriftum. Undanfarin ár hafa áskriftir verið að aukast um fimmtíu prósent á milli ára og eru áskriftatekjur McClatchy að verða sambærilegar auglýsingatekjum. „McClatchy er enn öflugt fyrirtæki sem er skuldbundið sjálfstæðri blaðamennsku sem spannar fimm kynslóðir í minni fjölskyldu,“ segir Kevin McClatchy, afkomandi stofnanda fyrirtækisins, James McClatchy. Fyrirtækið skuldar rúmar 700 milljónir dala og samþykki dómstólar gjaldþrotsverndarumsóknina verða rúmur helmingur þeirra skulda felldar niður og fjárfestingarsjóðurinn Chatham Asset Management mun taka yfir rekstur þess. Sjóðurinn er stærsti lánadrottinn McClatchy. Í frétt Washington Post segir að frá árinu 2004 hafi tuttugu prósent dagblaða Bandaríkjanna orðið gjaldþrota. Samhliða því hafi störfum fækkað um helming. Penny Abernathy, sérfræðingur í efnahagsmálum fjölmiðla við háskóla Norður-Karólínu, segir heildarauglýsingatekjur í geiranum hafa árið 2010, verið lægri en þær voru árið 1950. Þá hafi forsvarsmenn dagblaða búist við því að hægt væri að hagnast á auglýsingum á netinu og halda rekstri áfram. Það hafi þó ekki gengið eftir. „Vandamálið er það að árið 2015 fóru um 75 prósent allra auglýsingatekna í Bandaríkjunum til Google og Facebook,“ segir Abernathy. Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira
Útgefandinn McClatchy, sem rekur 30 dagblöð í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna, hefur sótt um gjaldþrotsvernd. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja þó mögulegt að reka fyrirtækið áfram en rekstur McClatchy hófst í Kaliforníu árið 1857. Nú rekur fyrirtækið stór dagblöð eins og Miami Herald, The Kansas City Star, The Charlotte Observer og marga fleiri. Craig Forman, framkvæmdastjóri McClatchy, sagði í yfirlýsingu að slæm staða héraðsmiðla hafi áhrif á samfélög Bandaríkjanna og íbúa þeirra. Verið sé að vinna hörðum höndum að því að tryggja rekstur fyrirtækisins. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa tekjur McClatchy dregist saman samfleytt í tæp sex ár. Spár gera ráð fyrir frekari samdrætti en fyrirtækið hefur að undanförnu reynt að færa sig nær tekjumódeli sem snýr að áskriftum. Undanfarin ár hafa áskriftir verið að aukast um fimmtíu prósent á milli ára og eru áskriftatekjur McClatchy að verða sambærilegar auglýsingatekjum. „McClatchy er enn öflugt fyrirtæki sem er skuldbundið sjálfstæðri blaðamennsku sem spannar fimm kynslóðir í minni fjölskyldu,“ segir Kevin McClatchy, afkomandi stofnanda fyrirtækisins, James McClatchy. Fyrirtækið skuldar rúmar 700 milljónir dala og samþykki dómstólar gjaldþrotsverndarumsóknina verða rúmur helmingur þeirra skulda felldar niður og fjárfestingarsjóðurinn Chatham Asset Management mun taka yfir rekstur þess. Sjóðurinn er stærsti lánadrottinn McClatchy. Í frétt Washington Post segir að frá árinu 2004 hafi tuttugu prósent dagblaða Bandaríkjanna orðið gjaldþrota. Samhliða því hafi störfum fækkað um helming. Penny Abernathy, sérfræðingur í efnahagsmálum fjölmiðla við háskóla Norður-Karólínu, segir heildarauglýsingatekjur í geiranum hafa árið 2010, verið lægri en þær voru árið 1950. Þá hafi forsvarsmenn dagblaða búist við því að hægt væri að hagnast á auglýsingum á netinu og halda rekstri áfram. Það hafi þó ekki gengið eftir. „Vandamálið er það að árið 2015 fóru um 75 prósent allra auglýsingatekna í Bandaríkjunum til Google og Facebook,“ segir Abernathy.
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira