Boeing lenti geimfari sem hlekktist á Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 14:41 Starfsmaður Boeing fylgist með geimferjunni lenda á Hvítu söndum í Nýju-Mexíkó. AP/Aubrey Gemignani Ómönnuð geimferja Boeing sem lenti í hremmingum í jómfrúarferð sinni í síðustu viku lenti heilu og höldnu í eyðimörkinni í Nýju-Mexíkó í nótt. Geimferjan átti upphaflega að fljúga til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu en hún komst hins vegar aldrei á rétta sporbraut eftir geimskotið á föstudag. Starliner-geimferjan er geimfarið sem Boeing hefur unnið að til að flytja menn út í geim fyrir bandarísku geimvísindastofnunina NASA. Henni var skotið á loft á föstudag og átti hún að flytja vistir til geimstöðvarinnar. Upphaflega átti ferðin að taka viku en hún var stytt eftir að þrýstiflaugar geimferjunnar virkuðu ekki sem skyldi aðeins hálftíma eftir geimskotið frá Canaveral-höfða fyrir helgi. Geimferjan komst því aldrei á rétta braut til að ná til geimstöðvarinnar. Orsökin er sögð innri klukka geimferjunnar sem var ekki í samræmi við Atlas V-eldflaugarinnar sem skaut ferjunni út í geim, að sögn AP-fréttastofunnar. Ferjan fór 33 hringi í kringum jörðina áður en hún lenti í Nýju-Mexíkó. Lendingin gekk að óskum en þetta var í fyrsta skipti sem bandarískt geimfar sem hannað er til að flytja menn lenti á föstu landi eftir geimferð. Allar aðrar geimferjur Bandaríkjamanna hafa lent í hafinu. Þó að lendingin hafi gengið vel verða geimfararnir sem eru í Alþjóðlegu geimstöðinni án jólagjafanna, fatnaðar og matvæla sem Starliner-ferjan átti að færa þeim. Boeing Geimurinn Tengdar fréttir Geimfararnir fá ekki jólagjafirnar Forsvarsmenn NASA og Boeing hafa ákveðið að geimfarinu Starliner verði snúið aftur til jarðarinnar. Ómögulegt sé að fljúga því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 16:01 Nýtt geimfar Boeing náði ekki réttri sporbraut Starliner, nýtt geimfar Boeing, sem Bandaríkin ætla að nota til að flytja geimfara út í geim, náði ekki réttri sporbraut í fyrstu ferð farsins til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 13:42 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ómönnuð geimferja Boeing sem lenti í hremmingum í jómfrúarferð sinni í síðustu viku lenti heilu og höldnu í eyðimörkinni í Nýju-Mexíkó í nótt. Geimferjan átti upphaflega að fljúga til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu en hún komst hins vegar aldrei á rétta sporbraut eftir geimskotið á föstudag. Starliner-geimferjan er geimfarið sem Boeing hefur unnið að til að flytja menn út í geim fyrir bandarísku geimvísindastofnunina NASA. Henni var skotið á loft á föstudag og átti hún að flytja vistir til geimstöðvarinnar. Upphaflega átti ferðin að taka viku en hún var stytt eftir að þrýstiflaugar geimferjunnar virkuðu ekki sem skyldi aðeins hálftíma eftir geimskotið frá Canaveral-höfða fyrir helgi. Geimferjan komst því aldrei á rétta braut til að ná til geimstöðvarinnar. Orsökin er sögð innri klukka geimferjunnar sem var ekki í samræmi við Atlas V-eldflaugarinnar sem skaut ferjunni út í geim, að sögn AP-fréttastofunnar. Ferjan fór 33 hringi í kringum jörðina áður en hún lenti í Nýju-Mexíkó. Lendingin gekk að óskum en þetta var í fyrsta skipti sem bandarískt geimfar sem hannað er til að flytja menn lenti á föstu landi eftir geimferð. Allar aðrar geimferjur Bandaríkjamanna hafa lent í hafinu. Þó að lendingin hafi gengið vel verða geimfararnir sem eru í Alþjóðlegu geimstöðinni án jólagjafanna, fatnaðar og matvæla sem Starliner-ferjan átti að færa þeim.
Boeing Geimurinn Tengdar fréttir Geimfararnir fá ekki jólagjafirnar Forsvarsmenn NASA og Boeing hafa ákveðið að geimfarinu Starliner verði snúið aftur til jarðarinnar. Ómögulegt sé að fljúga því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 16:01 Nýtt geimfar Boeing náði ekki réttri sporbraut Starliner, nýtt geimfar Boeing, sem Bandaríkin ætla að nota til að flytja geimfara út í geim, náði ekki réttri sporbraut í fyrstu ferð farsins til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 13:42 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Geimfararnir fá ekki jólagjafirnar Forsvarsmenn NASA og Boeing hafa ákveðið að geimfarinu Starliner verði snúið aftur til jarðarinnar. Ómögulegt sé að fljúga því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 16:01
Nýtt geimfar Boeing náði ekki réttri sporbraut Starliner, nýtt geimfar Boeing, sem Bandaríkin ætla að nota til að flytja geimfara út í geim, náði ekki réttri sporbraut í fyrstu ferð farsins til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 13:42