Veggjöld? Hvernig Veggjöld? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 11. febrúar 2019 15:21 Nú stefna stjórnvöld að því að taka upp veggjöld á völdum leiðum. Þessi veggjöld eru nokkuð umdeild. Útfærslan hlýtur samt sem áður að skipta sköpum varðandi hvort fólk er hlynnt eða andvígt slíkum gjöldum. Hér eru settar fram fjórar leiðir í mögulegri útfærslu. A. Ríkið tekur lán og fer í vegaframkvæmd. Vegaframkvæmdin getur verð margskonar: jarðgöng, nýr vegur, ný brú, endurnýjaður vegur (t.d. 2+2 í stað 1+1) eða eitthvað annað. Ríkið tekur síðan veggjald af þeim sem nota mannvirkið eftir að það er tilbúið og greiðir þannig niður lánið. Það eru því eingöngu þeir sem njóta nýja mannvirkisins sem greiða fyrir það. Þetta er fyrirkomulagið sem landsmenn þekkja í Hvalfjarðargöngum og Vaðlaheiðargöngum þótt þau mannvirki séu ekki í hreinni eigu ríkisins. B. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir á einhverju svæði til að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu á því svæði. T.d. að veggjöld verði sett á umferð til og frá Höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna uppbyggingu úr 1+1 í 2+2 á þeim leiðum. Eða að veggjöld verði innheimt í jarðgöngum á Mið-Austurlandi til að halda áfram jarðgangagerð þar. Það eru því notendur nokkuð góðra mannvirkja sem greiða fyrir uppbyggingu enn betri samgangna á sama svæði. Því er líklegt að þessir greiðendur njóti líka á einn eða annan hátt mannvirkjanna sem peningarnir eru notaðir í. C. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir án nokkurs fororðs um að tekjurnar verði notaðar í fyrirfram ákveðin verkefni. Þær renni einfaldlega í ríkissjóð og þannig sé t.d. hægt að nota þær til að framkvæma meira í samgönguáætlun á hverju ári. Þetta er fyrirkomulagið sem margir þekkja í akstri í Evrópu. Borga þarf veggjald hér og þar en það fer einfaldlega til ríkissjóðs og pólitísk ákvörðun er hvað gert er við það. D. Í fjórða lagi verður að nefna það fyrirkomulag að sleppa veggjöldum en hækka gjöld á bensín og díselolíu á alla bíla. Allar hafa þessar leiðir kosti og galla. Líklegt er að A mæti minnstri andstöðu þar sem skýrt er hvað vegfarendur eru að borga fyrir. Þeir fá mannvirkið og kosti þess áratugum fyrr en ella með því að borga veggjald. Landsmenn þekkja einnig svona gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. Það hefðu ekki verið nein Hvalfjarðargöng nema vegna gjaldtökunnar. Það er dauðafæri að nota þetta fyrirkomulag um þessar mundir því ríkið getur fengið fé lánað á um 1,7% verðtryggðum vöxtum. Áður fyrr þurfti ríkið að greiða 4-5% verðtryggða vexti af 20 ára lánum. Þess vegna er hægt að borga upp margar framkvæmdir nú með þessu fyrirkomulagi sem ekki var hægt áður einfaldlega vegna lægri vaxta. Leið B ætti líka að eiga upp á pallborðið en hefur líklega ekki sama stuðning og leið A. Ávinningur greiðandans er ekki eins beintengdur og í A. Líklegt má telja að leið C mæti mestri andstöðu þar sem vegfarendur á sumum leiðum þurfa að borga aukalega en aðrir ekki. Það mun mörgum þykja ósanngjarnt og lítið jafnræði þegnanna. Leið D, sem nú er þegar í notkun, samræmis jafnræði við fyrstu sýn. En þetta „jafnræði“ er einnig mesti galli þessarar útfærslu því vegfarendur á handónýtum Vatnsnesvegi þurfa að greiða það sama á km og þeir sem aka nýjan og dýran Keflavíkurveg eða Norðfjarðargöng. Gjald á jarðefnaeldsneyti er hins vegar beinskeyttasta aðferðin til að draga úr notkun þess og því hníga umhverfisrök og Parísarsáttmálinn að því að hafa þau jafnvel hærri en nú. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Jón Þorvaldur Heiðarsson Vegtollar Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Nú stefna stjórnvöld að því að taka upp veggjöld á völdum leiðum. Þessi veggjöld eru nokkuð umdeild. Útfærslan hlýtur samt sem áður að skipta sköpum varðandi hvort fólk er hlynnt eða andvígt slíkum gjöldum. Hér eru settar fram fjórar leiðir í mögulegri útfærslu. A. Ríkið tekur lán og fer í vegaframkvæmd. Vegaframkvæmdin getur verð margskonar: jarðgöng, nýr vegur, ný brú, endurnýjaður vegur (t.d. 2+2 í stað 1+1) eða eitthvað annað. Ríkið tekur síðan veggjald af þeim sem nota mannvirkið eftir að það er tilbúið og greiðir þannig niður lánið. Það eru því eingöngu þeir sem njóta nýja mannvirkisins sem greiða fyrir það. Þetta er fyrirkomulagið sem landsmenn þekkja í Hvalfjarðargöngum og Vaðlaheiðargöngum þótt þau mannvirki séu ekki í hreinni eigu ríkisins. B. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir á einhverju svæði til að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu á því svæði. T.d. að veggjöld verði sett á umferð til og frá Höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna uppbyggingu úr 1+1 í 2+2 á þeim leiðum. Eða að veggjöld verði innheimt í jarðgöngum á Mið-Austurlandi til að halda áfram jarðgangagerð þar. Það eru því notendur nokkuð góðra mannvirkja sem greiða fyrir uppbyggingu enn betri samgangna á sama svæði. Því er líklegt að þessir greiðendur njóti líka á einn eða annan hátt mannvirkjanna sem peningarnir eru notaðir í. C. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir án nokkurs fororðs um að tekjurnar verði notaðar í fyrirfram ákveðin verkefni. Þær renni einfaldlega í ríkissjóð og þannig sé t.d. hægt að nota þær til að framkvæma meira í samgönguáætlun á hverju ári. Þetta er fyrirkomulagið sem margir þekkja í akstri í Evrópu. Borga þarf veggjald hér og þar en það fer einfaldlega til ríkissjóðs og pólitísk ákvörðun er hvað gert er við það. D. Í fjórða lagi verður að nefna það fyrirkomulag að sleppa veggjöldum en hækka gjöld á bensín og díselolíu á alla bíla. Allar hafa þessar leiðir kosti og galla. Líklegt er að A mæti minnstri andstöðu þar sem skýrt er hvað vegfarendur eru að borga fyrir. Þeir fá mannvirkið og kosti þess áratugum fyrr en ella með því að borga veggjald. Landsmenn þekkja einnig svona gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. Það hefðu ekki verið nein Hvalfjarðargöng nema vegna gjaldtökunnar. Það er dauðafæri að nota þetta fyrirkomulag um þessar mundir því ríkið getur fengið fé lánað á um 1,7% verðtryggðum vöxtum. Áður fyrr þurfti ríkið að greiða 4-5% verðtryggða vexti af 20 ára lánum. Þess vegna er hægt að borga upp margar framkvæmdir nú með þessu fyrirkomulagi sem ekki var hægt áður einfaldlega vegna lægri vaxta. Leið B ætti líka að eiga upp á pallborðið en hefur líklega ekki sama stuðning og leið A. Ávinningur greiðandans er ekki eins beintengdur og í A. Líklegt má telja að leið C mæti mestri andstöðu þar sem vegfarendur á sumum leiðum þurfa að borga aukalega en aðrir ekki. Það mun mörgum þykja ósanngjarnt og lítið jafnræði þegnanna. Leið D, sem nú er þegar í notkun, samræmis jafnræði við fyrstu sýn. En þetta „jafnræði“ er einnig mesti galli þessarar útfærslu því vegfarendur á handónýtum Vatnsnesvegi þurfa að greiða það sama á km og þeir sem aka nýjan og dýran Keflavíkurveg eða Norðfjarðargöng. Gjald á jarðefnaeldsneyti er hins vegar beinskeyttasta aðferðin til að draga úr notkun þess og því hníga umhverfisrök og Parísarsáttmálinn að því að hafa þau jafnvel hærri en nú. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun