Þrír bræður léku í sama leiknum í fyrsta sinn í sögu NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2019 11:07 Jrue Holiday reynir að komast framhjá bróður sínum, Justin. vísir/getty Þrír bræður léku í sama leiknum í fyrsta sinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta þegar New Orleans Pelicans sigraði Indiana Pacers, 120-98, í nótt. Jrue Holiday leikur með New Orleans og Justin og Aaron Holiday með Indiana. Um miðjan 3. leikhluta voru þeir allir saman inni á vellinum. Jrue átti að hvíla á þeim tíma en bað Alvin Gentry, þjálfara New Orleans, um að bíða með skiptinguna svo hann gæti spilað gegn bræðrum sínum. The moment the first time in @NBAHistory three brothers shared the court at the same time... @Jrue_Holiday11 x @JustHolla7 x @The_4th_Holiday! pic.twitter.com/76ZTL510Uk— NBA (@NBA) December 29, 2019 Foreldrar og fjölmargir ættingjar Holiday-bræðranna voru á leiknum í New Orleans. Aaron, sem er yngstur, var stigahæstur bræðranna í leiknum með 25 stig. Justin, sá elsti, skoraði ekki stig en Jrue var með 20 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar. Jrue er langþekktastur þeirra bræðra og hefur leikið í NBA síðan 2009. Hann lék með Philadelphia 76ers í fjögur ár og á þeim tíma var hann valinn til að spila í Stjörnuleiknum. Jrue fór svo til New Orleans 2013. Eftir leikinn skiptust Holiday-bræðurnir á treyjum og stilltu sér upp fyrir myndatöku. The Holiday bros exchange jerseys after they became the first three brothers to share the same court in an NBA game! pic.twitter.com/Ac0Whm9YGH— NBA (@NBA) December 29, 2019 NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Þrír bræður léku í sama leiknum í fyrsta sinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta þegar New Orleans Pelicans sigraði Indiana Pacers, 120-98, í nótt. Jrue Holiday leikur með New Orleans og Justin og Aaron Holiday með Indiana. Um miðjan 3. leikhluta voru þeir allir saman inni á vellinum. Jrue átti að hvíla á þeim tíma en bað Alvin Gentry, þjálfara New Orleans, um að bíða með skiptinguna svo hann gæti spilað gegn bræðrum sínum. The moment the first time in @NBAHistory three brothers shared the court at the same time... @Jrue_Holiday11 x @JustHolla7 x @The_4th_Holiday! pic.twitter.com/76ZTL510Uk— NBA (@NBA) December 29, 2019 Foreldrar og fjölmargir ættingjar Holiday-bræðranna voru á leiknum í New Orleans. Aaron, sem er yngstur, var stigahæstur bræðranna í leiknum með 25 stig. Justin, sá elsti, skoraði ekki stig en Jrue var með 20 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar. Jrue er langþekktastur þeirra bræðra og hefur leikið í NBA síðan 2009. Hann lék með Philadelphia 76ers í fjögur ár og á þeim tíma var hann valinn til að spila í Stjörnuleiknum. Jrue fór svo til New Orleans 2013. Eftir leikinn skiptust Holiday-bræðurnir á treyjum og stilltu sér upp fyrir myndatöku. The Holiday bros exchange jerseys after they became the first three brothers to share the same court in an NBA game! pic.twitter.com/Ac0Whm9YGH— NBA (@NBA) December 29, 2019
NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira