Leitin að hamingjunni Arnar Sveinn Geirsson skrifar 6. febrúar 2019 09:00 Þegar ég var 11 ára gamall, nýbúinn að missa mömmu, hófst leitin að hamingjunni. Auðvitað hófst leitin ekki með markvissum hætti, en allt í einu var framtíðarsýnin gjörbreytt. Þegar maður er 11 ára gamall hefur maður ekki hugsað út í lífið án foreldra sinna sem höfðu verið til staðar fram að því. Að á einhverjum tímapunkti myndu þau ekki vera til staðar, en það í sjálfu sér er engin þörf á því heldur að 11 ára gamalt barn sé að hugsa út í það. En 11 ára gamalt barn sem hefur verið með foreldrum sínum alla tíð sér framtíðina líka með foreldrum sínum. Hamingjustundirnar á þessum aldri eru margar hverjar með foreldrunum og þeim sem standa manni næst, hvort sem það eru ferðalög eða bara kósýkvöld heima með nammi og skemmtilegri mynd. Þegar þetta breytist svo allt í einu að þá eðlilega breytist það sem maður sá fyrir sér. Þess vegna segi ég að leitin að hamingjunni hafi hafist. Leitin að nýju hamingjunni. Árin liðu og ég var þess fullviss að leitin gengi vel. Að ég væri að nálgast það að finna hamingjuna og þar með verða hamingjusamur að eilífu. Ég var í íþróttum og gekk vel, átti góða vini, gekk vel í skólanum, átti mér drauma og setti mér markmið. Ég horfði á þessa leit þannig að þegar ég myndi finna hamingjuna þá gæti ég ekki týnt henni. En alltaf voru þessar erfiðu tilfinningar að skjóta upp kollinum. Tilfinningar sem ég leit á sem vondar tilfinningar á þessum tíma. Óvelkomnar tilfinningar. Söknuður, sorg, leiði, reiði, samviskubit og fleira. Af hverju í ósköpunum? Hvernig gat það verið þegar mér fannst ég vera á hárréttri leið með að finna hamingjuna að mér gæti samt liðið svona illa? Ég skildi þetta ekki. Það benti allt til þess að ég ætti að vera búinn að finna hamingjuna eða allavega á réttri leið með að finna hana. Ég fór að efast um að ég myndi nokkurn tímann finna hamingjuna. Undanfarið hefur þetta orðið eins konar tískufyrirbæri, að finna hamingjuna. Það er komin svo mikil pressa á að allir séu hamingjusamir, alltaf, og við setjum líka sjálf þessa pressu á okkur. Nú er ég ekki að segja að það sé ekki gott að hafa það markmið að verða hamingjusamur, það er eitthvað sem allir ættu auðvitað að stefna að og flestir ef ekki allir sem vilja vera hamingjusamir. En ég hafði fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hamingjuna, og eftir 15 ára leit að henni áttaði ég mig á því að ég var með ranghugmyndir. Við höfum mörg hver þessar fyrirfram ákveðnu hugmyndir um hamingjuna, að maður þurfi að tikka í ákveðin box og þegar búið er að tikka í þau öll, eða flest, þá ætti hamingjunni að vera náð. Þá ætti maður að hafa fundið hamingjuna. Rækta fjölskyldu og vini, mennta sig, ná sér í góða vinnu, eignast fjölskyldu, hreyfa sig og hugsa vel um sig. Þetta er ekki tæmandi listi, en dæmi um það sem margir telja sig þurfa að gera til þess að uppfylla skilyrði hamingjunnar. Ég taldi mig tikka í ansi mörg box, allt að því öll boxin sem skiptu mig máli. Ég sagði líka sjálfum mér að ég væri hamingjusamur. Af því að ég tikkaði í öll þessi box. En ég var það ekki. Og ég skildi það ekki. Ég skildi ekki af hverju í ósköpunum ég væri ekki hamingjusamur. Af því að ég tikkaði í öll þessi box. Það leiddi til þess að ég ímyndaði mér að það hlyti hreinlega eitthvað að vera að mér. Þetta væri nú bara eitthvað væl. Vanþakklæti. En það lagaði það samt ekkert. Það eina sem gerðist var að vanlíðanin óx. Ég átti að vera hamingjusamur, samkvæmt vel tikkuðum tékklista, en ég var það ekki og það var erfitt að kyngja þeirri staðreynd Hamingjan er ekki eitthvað sem maður leitar að, finnur og týnir aldrei aftur. Hamingjan er ekki vel tikkaður tékklisti. Tékklistar eru oft tæmandi. Þú veist hvað þú þarft að kaupa til þess að búa til kvöldmatinn. En þegar kemur að lífinu þá er tékklistinn ekki tæmandi. Stressið, kvíðinn, vanlíðanin og fleira eiga ekki endilega rætur sínar að rekja til þess sem þú ert að gera, heldur eru ræturnar oftast innra með okkur sjálfum. Eitthvað sem við höfum lent í og unnið illa úr eða alls ekki. Í flestum tilfellum breytir það engu máli þó að þú hættir að gera eitthvað sem þú heldur að sé að valda stressinu og kvíðanum. Ástandið getur skánað í stutta stund, en áður en þú veist af er allt orðið eins og það var. Af því að við höfum ekkert unnið í því sem raunverulega veldur vanlíðaninni. Við erum alltaf að fikta rétt í yfirborðinu, en þorum ekki að grafa niður á botninn. Auðvitað hjálpar það til að hugsa vel um sig, vera í góðri vinnu og í góðu sambandi við fjölskyldu og vini og allt hitt sem skiptir mann máli. En á endanum er það þannig að hamingjan kemur að innan. Hún kemur ekki nema við séum sjálf tilbúin í að vera hamingjusöm. Að innra með okkur sé friður til þess að takast á við það að vera hamingjusöm. Af því að það að vera hamingjusamur tekur á. Það tekur á af því að við þurfum að vinna fyrir því, af því að hamingjan er ekki bara bundin við veraldlega hluti eða tikkuð box á tékklistanum. Hún er bundin við okkur sjálf. Þannig hættum að einblína á tékklistann. Setjum fókusinn á það hvernig okkur líður, en ekki hvernig eitthvað á að láta okkur líða. Leiðum hugann að og einblínum á það sem er að gerast innra með okkur. Einbeitum okkur að vinnunni sem þarf til þess að vera hamingjusöm. Tékklistinn má vera þarna. Höfum hann endilega til staðar en gleymum því ekki að hann er ekki tæmandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var 11 ára gamall, nýbúinn að missa mömmu, hófst leitin að hamingjunni. Auðvitað hófst leitin ekki með markvissum hætti, en allt í einu var framtíðarsýnin gjörbreytt. Þegar maður er 11 ára gamall hefur maður ekki hugsað út í lífið án foreldra sinna sem höfðu verið til staðar fram að því. Að á einhverjum tímapunkti myndu þau ekki vera til staðar, en það í sjálfu sér er engin þörf á því heldur að 11 ára gamalt barn sé að hugsa út í það. En 11 ára gamalt barn sem hefur verið með foreldrum sínum alla tíð sér framtíðina líka með foreldrum sínum. Hamingjustundirnar á þessum aldri eru margar hverjar með foreldrunum og þeim sem standa manni næst, hvort sem það eru ferðalög eða bara kósýkvöld heima með nammi og skemmtilegri mynd. Þegar þetta breytist svo allt í einu að þá eðlilega breytist það sem maður sá fyrir sér. Þess vegna segi ég að leitin að hamingjunni hafi hafist. Leitin að nýju hamingjunni. Árin liðu og ég var þess fullviss að leitin gengi vel. Að ég væri að nálgast það að finna hamingjuna og þar með verða hamingjusamur að eilífu. Ég var í íþróttum og gekk vel, átti góða vini, gekk vel í skólanum, átti mér drauma og setti mér markmið. Ég horfði á þessa leit þannig að þegar ég myndi finna hamingjuna þá gæti ég ekki týnt henni. En alltaf voru þessar erfiðu tilfinningar að skjóta upp kollinum. Tilfinningar sem ég leit á sem vondar tilfinningar á þessum tíma. Óvelkomnar tilfinningar. Söknuður, sorg, leiði, reiði, samviskubit og fleira. Af hverju í ósköpunum? Hvernig gat það verið þegar mér fannst ég vera á hárréttri leið með að finna hamingjuna að mér gæti samt liðið svona illa? Ég skildi þetta ekki. Það benti allt til þess að ég ætti að vera búinn að finna hamingjuna eða allavega á réttri leið með að finna hana. Ég fór að efast um að ég myndi nokkurn tímann finna hamingjuna. Undanfarið hefur þetta orðið eins konar tískufyrirbæri, að finna hamingjuna. Það er komin svo mikil pressa á að allir séu hamingjusamir, alltaf, og við setjum líka sjálf þessa pressu á okkur. Nú er ég ekki að segja að það sé ekki gott að hafa það markmið að verða hamingjusamur, það er eitthvað sem allir ættu auðvitað að stefna að og flestir ef ekki allir sem vilja vera hamingjusamir. En ég hafði fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hamingjuna, og eftir 15 ára leit að henni áttaði ég mig á því að ég var með ranghugmyndir. Við höfum mörg hver þessar fyrirfram ákveðnu hugmyndir um hamingjuna, að maður þurfi að tikka í ákveðin box og þegar búið er að tikka í þau öll, eða flest, þá ætti hamingjunni að vera náð. Þá ætti maður að hafa fundið hamingjuna. Rækta fjölskyldu og vini, mennta sig, ná sér í góða vinnu, eignast fjölskyldu, hreyfa sig og hugsa vel um sig. Þetta er ekki tæmandi listi, en dæmi um það sem margir telja sig þurfa að gera til þess að uppfylla skilyrði hamingjunnar. Ég taldi mig tikka í ansi mörg box, allt að því öll boxin sem skiptu mig máli. Ég sagði líka sjálfum mér að ég væri hamingjusamur. Af því að ég tikkaði í öll þessi box. En ég var það ekki. Og ég skildi það ekki. Ég skildi ekki af hverju í ósköpunum ég væri ekki hamingjusamur. Af því að ég tikkaði í öll þessi box. Það leiddi til þess að ég ímyndaði mér að það hlyti hreinlega eitthvað að vera að mér. Þetta væri nú bara eitthvað væl. Vanþakklæti. En það lagaði það samt ekkert. Það eina sem gerðist var að vanlíðanin óx. Ég átti að vera hamingjusamur, samkvæmt vel tikkuðum tékklista, en ég var það ekki og það var erfitt að kyngja þeirri staðreynd Hamingjan er ekki eitthvað sem maður leitar að, finnur og týnir aldrei aftur. Hamingjan er ekki vel tikkaður tékklisti. Tékklistar eru oft tæmandi. Þú veist hvað þú þarft að kaupa til þess að búa til kvöldmatinn. En þegar kemur að lífinu þá er tékklistinn ekki tæmandi. Stressið, kvíðinn, vanlíðanin og fleira eiga ekki endilega rætur sínar að rekja til þess sem þú ert að gera, heldur eru ræturnar oftast innra með okkur sjálfum. Eitthvað sem við höfum lent í og unnið illa úr eða alls ekki. Í flestum tilfellum breytir það engu máli þó að þú hættir að gera eitthvað sem þú heldur að sé að valda stressinu og kvíðanum. Ástandið getur skánað í stutta stund, en áður en þú veist af er allt orðið eins og það var. Af því að við höfum ekkert unnið í því sem raunverulega veldur vanlíðaninni. Við erum alltaf að fikta rétt í yfirborðinu, en þorum ekki að grafa niður á botninn. Auðvitað hjálpar það til að hugsa vel um sig, vera í góðri vinnu og í góðu sambandi við fjölskyldu og vini og allt hitt sem skiptir mann máli. En á endanum er það þannig að hamingjan kemur að innan. Hún kemur ekki nema við séum sjálf tilbúin í að vera hamingjusöm. Að innra með okkur sé friður til þess að takast á við það að vera hamingjusöm. Af því að það að vera hamingjusamur tekur á. Það tekur á af því að við þurfum að vinna fyrir því, af því að hamingjan er ekki bara bundin við veraldlega hluti eða tikkuð box á tékklistanum. Hún er bundin við okkur sjálf. Þannig hættum að einblína á tékklistann. Setjum fókusinn á það hvernig okkur líður, en ekki hvernig eitthvað á að láta okkur líða. Leiðum hugann að og einblínum á það sem er að gerast innra með okkur. Einbeitum okkur að vinnunni sem þarf til þess að vera hamingjusöm. Tékklistinn má vera þarna. Höfum hann endilega til staðar en gleymum því ekki að hann er ekki tæmandi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun