Virði Oculis jókst um sjötíu prósent og er nú metið á nærri átta milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. maí 2019 05:45 Oculis á rætur að rekja til Háskóla Íslands og Landspítalans. Virði lyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, jókst um hátt í sjötíu prósent í bókum vaxtarsjóðsins Brunns í fyrra og var um 7,9 milljarðar króna í lok ársins. Sjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa og Brunns Ventures GP, á 18 prósenta hlut í Oculis sem var í lok síðasta árs metinn á ríflega 1,4 milljarða króna í ársreikningi hans. Til samanburðar fór Brunnur með 24 prósenta hlut í Oculis að virði rúmlega 1,1 milljarðs króna í lok árs 2017. Lyfjaþróunarfyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss, tryggði sér fjármögnun upp á 15,5 milljónir svissneskra franka, jafnvirði um 1,9 milljarða króna, í byrjun ársins en fjármögnunin var leidd af fjárfestingafélaginu Tekla Capital Management í Boston. Auk félagsins lögðu Nan Fung Life Sciences, sem er hluti af kínversku samstæðunni Nan Fung Group, og fyrri hluthafar Oculis lyfjaþróunarfyrirtækinu til fé. Árið áður samdi Oculis við alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi um jafnvirði 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Virði lyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, jókst um hátt í sjötíu prósent í bókum vaxtarsjóðsins Brunns í fyrra og var um 7,9 milljarðar króna í lok ársins. Sjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa og Brunns Ventures GP, á 18 prósenta hlut í Oculis sem var í lok síðasta árs metinn á ríflega 1,4 milljarða króna í ársreikningi hans. Til samanburðar fór Brunnur með 24 prósenta hlut í Oculis að virði rúmlega 1,1 milljarðs króna í lok árs 2017. Lyfjaþróunarfyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss, tryggði sér fjármögnun upp á 15,5 milljónir svissneskra franka, jafnvirði um 1,9 milljarða króna, í byrjun ársins en fjármögnunin var leidd af fjárfestingafélaginu Tekla Capital Management í Boston. Auk félagsins lögðu Nan Fung Life Sciences, sem er hluti af kínversku samstæðunni Nan Fung Group, og fyrri hluthafar Oculis lyfjaþróunarfyrirtækinu til fé. Árið áður samdi Oculis við alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi um jafnvirði 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira