Skoðun

Vorverk Netanyahu

Sveinn Rúnar Hauksson skrifar
Vorverk eða öllu heldur voðaverk Ísraelsstjórnar gegn innilokuðum íbúum Gaza-svæðisins eru fastir liðir einsog venjulega. Við notum líka orðið hryðjuverk sem þýðingu á terror eða ógn. Terrorismi er það kallað þegar ógnarverkum er beitt til að hræða fjöldann og sveigja hann undir vald sitt. Ísraelsstjórn er ógnarstjórn sem beitir terrorisma og hefur gert frá upphafsdögum Ísraelsríkis.

Eftir eina árásahrinu einsog þá sem er nýyfirstaðin á Gaza, þar sem konur sem karlar og börn eru myrt miskunnarlaust og fyrir þá ástæðu að Netanyahu og öðrum leiðtogum Ísraelsríkis finnst ekki nóg að láta drepa einn og einn Palestínumann einsog gert er í hverri viku allan ársins hring. Netanyahu, forsætisráðherra þessa ríkis sem grundvallast á ógn gagnvart nágrönnum, finnst nauðsynlegt að „slá flötina af og til&quot,“ einsog hann hefur orðað það. Það er að grípa til stórárása, sprengja heimili fólks í loft upp, jafnvel heilu fjölbýlishúsin, margra hæða blokkir ef því er að skipta; myrða og limlesta almennna borgara í tugatali, hundruðum saman og jafnvel í þúsundatali einsog gert var á 50 dögum sumarið 2014. Þá voru yfir meira en 2200 manns myrtir, þar á meðal 551 eitt barn. Þessar tölur áttu eftir að hækka á mánuðum og árum á eftir, þegar börn og fullorðnir sem særst höfðu alvarlega, dóu af völdum sára sinna.

Að þessu sinni tókst með milligöngu Egypta og Qatara að stöðva morðæðið eftir rétt rúma tvo sólarhringa. Þá höfðu fjórir Ísraelsmenn fallið sem er óvanlega mikill stríðskostnaður Ísraels megin. 25 Palestínumenn voru drepnir, þar á meðal tvær barnshafandi konur og tvö eins árs börn. Eftir situr spurningin hvort þetta hafi verið nóg fyrir Netanyahu eða hvort honum finnist það þurfi að slá grasflötina betur í náinni framtíð?

Höfundur er læknir og fyrrverandi formaður Ísland-Palestína.




Skoðun

Sjá meira


×