Danir missa einn besta línu- og varnarmann heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 12:30 René Toft Hansen fór sárþjáður af velli í gær. Getty/Jan Christensen Danska handboltalandsliðið tryggði sér í gær inn í milliriðil með fullu húsi stiga eftir sigur á Norðmönnum en danska liðið varð líka fyrir áfalli í leiknum. Hinn öflugi René Toft Hansen meiddist nefnilega í leiknum á móti Norðmönnum og nú er komið í ljós að þessi frábæri leikmaður verður ekki meira með á HM í ár. René Toft náði aðeins að spila í tæpar tíu mínútur í leiknum og skoraði úr eina skotinu sínu.Dårlige nyheder på en festdag i Boxen: 'Det ser ikke godt ud med René Toft Hansen' https://t.co/ecLydCNkq7pic.twitter.com/PJpPhLSit2 — DR Sporten (@DRSporten) January 18, 2019René Toft Hansen er einn besti línu- og varnarmaður heims en hann meiddist á nára í leiknum. Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, staðfesti í dag að meiðslin séu það alvarleg að hann verði ekki meira með á heimsmeistaramótinu. „Rene hefur verið mjög góður í leikjum okkar á HM til þessa. Hann hefur ásamt Henrik Møllgaard verið hornsteinninn í varnarleiknum okkar og það er mjög pirrandi að missa hann,“ sagði Nikolaj Jacobsen. Jacobsen hefur ekki enn ákveðið hvort að hann kalli á Henrik Toft Hansen inn í hópinn en yngri bróðir René Toft er að koma til baka eftir meiðsli. Henrik Toft spilar með Paris Saint-Germain og er tveimur árum yngri en René Toft.René Toft Hansen er ude af VM med en skade https://t.co/RkETCucgQ3pic.twitter.com/2P1KBJdUWj — JP Sport (@sportenJP) January 18, 2019René Toft Hansen spilaði með Kiel í sex ár en er núna leikmaður Telekom Veszprém í Ungverjalandi. René Toft Hansen var með Dönum þegar þeir urðu Ólympíumeistarar í Ríó 2016 og þegar þeir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Hann var í úrvalsliðinu á EM 2012. René Toft hefur einnig unnið tvö HM-silfur (2011 og 2013) sem og eitt EM-silfur (2014). HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Sjá meira
Danska handboltalandsliðið tryggði sér í gær inn í milliriðil með fullu húsi stiga eftir sigur á Norðmönnum en danska liðið varð líka fyrir áfalli í leiknum. Hinn öflugi René Toft Hansen meiddist nefnilega í leiknum á móti Norðmönnum og nú er komið í ljós að þessi frábæri leikmaður verður ekki meira með á HM í ár. René Toft náði aðeins að spila í tæpar tíu mínútur í leiknum og skoraði úr eina skotinu sínu.Dårlige nyheder på en festdag i Boxen: 'Det ser ikke godt ud med René Toft Hansen' https://t.co/ecLydCNkq7pic.twitter.com/PJpPhLSit2 — DR Sporten (@DRSporten) January 18, 2019René Toft Hansen er einn besti línu- og varnarmaður heims en hann meiddist á nára í leiknum. Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, staðfesti í dag að meiðslin séu það alvarleg að hann verði ekki meira með á heimsmeistaramótinu. „Rene hefur verið mjög góður í leikjum okkar á HM til þessa. Hann hefur ásamt Henrik Møllgaard verið hornsteinninn í varnarleiknum okkar og það er mjög pirrandi að missa hann,“ sagði Nikolaj Jacobsen. Jacobsen hefur ekki enn ákveðið hvort að hann kalli á Henrik Toft Hansen inn í hópinn en yngri bróðir René Toft er að koma til baka eftir meiðsli. Henrik Toft spilar með Paris Saint-Germain og er tveimur árum yngri en René Toft.René Toft Hansen er ude af VM med en skade https://t.co/RkETCucgQ3pic.twitter.com/2P1KBJdUWj — JP Sport (@sportenJP) January 18, 2019René Toft Hansen spilaði með Kiel í sex ár en er núna leikmaður Telekom Veszprém í Ungverjalandi. René Toft Hansen var með Dönum þegar þeir urðu Ólympíumeistarar í Ríó 2016 og þegar þeir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Hann var í úrvalsliðinu á EM 2012. René Toft hefur einnig unnið tvö HM-silfur (2011 og 2013) sem og eitt EM-silfur (2014).
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Sjá meira