Vísar því til föðurhúsanna að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 13:26 Þórarinn Ævarsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri IKEA í gær. Vísir/Ernir „Ég held ég geti bara vísað þessu til föðurhúsanna en svo veit maður ekkert hvað mun gerast. Ég náttúrulega þekki þennan bransa og það getur vel verið að á einhverjum tímapunkti geri maður eitthvað svona en það er alltof snemmt að segja eitthvað til um það,“ segir Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, spurður út í það hvort að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum.Fréttablaðið greindi frá því í dag að Þórarinn hefði áform um að opna nýjan pítsustað og hafði eftir heimildum. Þórarinn vildi ekki tjá sig við blaðið við vinnslu fréttarinnar en segir við Vísi að hann hafi látið af störfum hjá IKEA í gær og sé ekki með neitt í pípunum. Þórarinn kom á sínum tíma að því að opna Domino‘s hér á landi og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005. „Ég er búinn að fá fullt af tilboðum og er að líta í kringum mig en ætla að slaka aðeins á í vor og sumar. Svo bara sé ég til. Ég er að fara í mjög gott frí, ætla að njóta sumarsins með fjölskyldunni, veiða og ferðast,“ segir Þórarinn. Hann var framkvæmdastjóri IKEA í 14 ár og á morgun verður tilkynnt um hver taki við af honum. Þórarinn tekur sæti í stjórn fyrirtækisins og verður nýjum framkvæmdastjóra innan handar eins og þarf. „Ég tek símann ef hann hringir, svara honum og hjálpa honum eins og ég get. Ég þekki þennan rekstur inn og út og það er mér kappsmál að IKEA gangi vel og að nýjum manni gangi vel,“ segir Þórarinn. IKEA Veitingastaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. 16. apríl 2019 16:50 Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn er með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, vinnur að því að opna pitsukeðju, samkvæmt heimildum Markaðarins. 1. maí 2019 08:30 Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
„Ég held ég geti bara vísað þessu til föðurhúsanna en svo veit maður ekkert hvað mun gerast. Ég náttúrulega þekki þennan bransa og það getur vel verið að á einhverjum tímapunkti geri maður eitthvað svona en það er alltof snemmt að segja eitthvað til um það,“ segir Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, spurður út í það hvort að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum.Fréttablaðið greindi frá því í dag að Þórarinn hefði áform um að opna nýjan pítsustað og hafði eftir heimildum. Þórarinn vildi ekki tjá sig við blaðið við vinnslu fréttarinnar en segir við Vísi að hann hafi látið af störfum hjá IKEA í gær og sé ekki með neitt í pípunum. Þórarinn kom á sínum tíma að því að opna Domino‘s hér á landi og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005. „Ég er búinn að fá fullt af tilboðum og er að líta í kringum mig en ætla að slaka aðeins á í vor og sumar. Svo bara sé ég til. Ég er að fara í mjög gott frí, ætla að njóta sumarsins með fjölskyldunni, veiða og ferðast,“ segir Þórarinn. Hann var framkvæmdastjóri IKEA í 14 ár og á morgun verður tilkynnt um hver taki við af honum. Þórarinn tekur sæti í stjórn fyrirtækisins og verður nýjum framkvæmdastjóra innan handar eins og þarf. „Ég tek símann ef hann hringir, svara honum og hjálpa honum eins og ég get. Ég þekki þennan rekstur inn og út og það er mér kappsmál að IKEA gangi vel og að nýjum manni gangi vel,“ segir Þórarinn.
IKEA Veitingastaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. 16. apríl 2019 16:50 Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn er með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, vinnur að því að opna pitsukeðju, samkvæmt heimildum Markaðarins. 1. maí 2019 08:30 Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. 16. apríl 2019 16:50
Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24
Þórarinn er með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, vinnur að því að opna pitsukeðju, samkvæmt heimildum Markaðarins. 1. maí 2019 08:30