Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2019 16:50 Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. Fréttablaðið/Ernir „Það er fullsnemmt að segja, það er ekki ákveðið,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, inntur eftir því hvað taki við hjá honum þegar hann lætur af störfum hjá fyrirtækinu um mánaðamótin. Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. „Þetta þýðir meira að ég er að hætta í sátt og samlyndi við menn,“ segir Þórarinn. Áherslur hans í viðskiptum hafi þó hvergi breyst. „Aðaláhugamál mitt er enn þá góð kjör til almennings.“ Vonast Þórarinn til að hlúa áfram að þessu áhugamáli sínu, á hvaða vettvangi sem það kunni að verða. Þórarinn tók við starfi framkvæmdastjóra IKEA árið 2006 en áður hafði hann starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara og sem verslunar-, framkvæmda- og rekstrarstjóri hjá Domino´s á Íslandi og í Danmörku. Hann hefur undanfarið ár viðrað skoðanir sínar um atvinnurekstur á Íslandi og fór til að mynda mikinn á Málþingi ASÍ og Neytendasamtakanna á dögum þar sem hann gagnrýndi verðlag á íslenskum veitingastöðum. Þá fóru orð hans um ferðaþjónustuna hér á landi öfugt ofan í Samtök ferðaþjónustunnar í október síðastliðnum. Þórarinn hélt ræðu á landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll þar sem hann sagði ferðaþjónustuaðila okra á ferðamönnum sem gerði það að verkum að þeir eyði minna hér á landi. Ljóst er að Þórarinn segir ekki alfarið skilið við IKEA þegar hann lætur af störfum en hann mun taka sæti í stjórn fyrirtækisins við starfslok. Í tilkynningu frá stjórninni sem send var út í dag segir að undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins sé þegar hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum. IKEA Neytendur Vistaskipti Tengdar fréttir Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn hættir hjá IKEA Hefur starfað hjá sænska verslunarrisanum í fjölda ára. 16. apríl 2019 11:42 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
„Það er fullsnemmt að segja, það er ekki ákveðið,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, inntur eftir því hvað taki við hjá honum þegar hann lætur af störfum hjá fyrirtækinu um mánaðamótin. Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. „Þetta þýðir meira að ég er að hætta í sátt og samlyndi við menn,“ segir Þórarinn. Áherslur hans í viðskiptum hafi þó hvergi breyst. „Aðaláhugamál mitt er enn þá góð kjör til almennings.“ Vonast Þórarinn til að hlúa áfram að þessu áhugamáli sínu, á hvaða vettvangi sem það kunni að verða. Þórarinn tók við starfi framkvæmdastjóra IKEA árið 2006 en áður hafði hann starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara og sem verslunar-, framkvæmda- og rekstrarstjóri hjá Domino´s á Íslandi og í Danmörku. Hann hefur undanfarið ár viðrað skoðanir sínar um atvinnurekstur á Íslandi og fór til að mynda mikinn á Málþingi ASÍ og Neytendasamtakanna á dögum þar sem hann gagnrýndi verðlag á íslenskum veitingastöðum. Þá fóru orð hans um ferðaþjónustuna hér á landi öfugt ofan í Samtök ferðaþjónustunnar í október síðastliðnum. Þórarinn hélt ræðu á landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll þar sem hann sagði ferðaþjónustuaðila okra á ferðamönnum sem gerði það að verkum að þeir eyði minna hér á landi. Ljóst er að Þórarinn segir ekki alfarið skilið við IKEA þegar hann lætur af störfum en hann mun taka sæti í stjórn fyrirtækisins við starfslok. Í tilkynningu frá stjórninni sem send var út í dag segir að undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins sé þegar hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum.
IKEA Neytendur Vistaskipti Tengdar fréttir Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn hættir hjá IKEA Hefur starfað hjá sænska verslunarrisanum í fjölda ára. 16. apríl 2019 11:42 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24
Þórarinn hættir hjá IKEA Hefur starfað hjá sænska verslunarrisanum í fjölda ára. 16. apríl 2019 11:42
Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00