Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2019 10:38 Vél Icelandair flýgur hér yfir Reykjavík. Vísir/vilhelm Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Nú á ellefta tímanum hefur hluti hækkunarinnar gengið til baka og nemur nú um 9 prósentum sem stendur. Önnur félög í Kauphöllinni hafa þó lækkað það sem af er degi, flest um á bilinu 1 til 2,5 prósent. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo væru komnar í öngstræti. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair.“ Ætla má að þessa skörpu hækkun í dag megi því rekja til frétta morgunsins af viðræðum WOW Air og Indigo Partners, en talið er að nú sé tvísýnna um að þær nái fram að ganga. Ekki eru nema tæpar tvær síðan að því var lýst yfir að Indigo væri tilbúið að auka fjárfestingu sína í WOW um 15 milljónir dala, sem greinandi sem fréttastofa ræddi við taldi jákvæð tíðindi.Þá á WOW jafnvel að hafa falast eftir ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, er jafnframt sagður hafa leitað aftur til Icelandair um síðastliðin mánaðamót með það fyrir augum að fá þennan helsta keppinaut sinn aftur að samningaborðinu.Sjá einnig: WOW air falast eftir ríkisábyrgðÞó ekkert hafi orðið að því ber fréttaflutningur helgarinnar hins vegar með sér að WOW sé orðinn álitlegri kostur fyrir Icelandair eftir hrakfarir Boeing á síðustu dögum. Kyrrsetning á Boeing 737 Max-þotum um allan heim hafi skyndilega hækkað verðmæti leigusamninga WOW air á Airbus-vélum. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um gang viðræðnanna, allt frá því að þær hófust formlega í lok nóvember. Indigo og WOW hafa gefið sér til loka þessa mánaðar til að ganga frá lausum endum og munu viðræðurnar því hafa staðið yfir í fjóra mánuði. Upplýsingafulltrúi Indigo Partners vildi þannig ekki tjá sig um gang viðræðnanna í samtali við ferðamálasíðuna Túrista í gærkvöldi, ekki einu sinni hvort samningaviðræðurnar væru yfirhöfuð í gangi. Upplýsingafulltrúi WOW skýldi sér á bakvið þá staðreynd að skuldabréf WOW væru skráð í kauphöll í Svíþjóð. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Nú á ellefta tímanum hefur hluti hækkunarinnar gengið til baka og nemur nú um 9 prósentum sem stendur. Önnur félög í Kauphöllinni hafa þó lækkað það sem af er degi, flest um á bilinu 1 til 2,5 prósent. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo væru komnar í öngstræti. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair.“ Ætla má að þessa skörpu hækkun í dag megi því rekja til frétta morgunsins af viðræðum WOW Air og Indigo Partners, en talið er að nú sé tvísýnna um að þær nái fram að ganga. Ekki eru nema tæpar tvær síðan að því var lýst yfir að Indigo væri tilbúið að auka fjárfestingu sína í WOW um 15 milljónir dala, sem greinandi sem fréttastofa ræddi við taldi jákvæð tíðindi.Þá á WOW jafnvel að hafa falast eftir ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, er jafnframt sagður hafa leitað aftur til Icelandair um síðastliðin mánaðamót með það fyrir augum að fá þennan helsta keppinaut sinn aftur að samningaborðinu.Sjá einnig: WOW air falast eftir ríkisábyrgðÞó ekkert hafi orðið að því ber fréttaflutningur helgarinnar hins vegar með sér að WOW sé orðinn álitlegri kostur fyrir Icelandair eftir hrakfarir Boeing á síðustu dögum. Kyrrsetning á Boeing 737 Max-þotum um allan heim hafi skyndilega hækkað verðmæti leigusamninga WOW air á Airbus-vélum. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um gang viðræðnanna, allt frá því að þær hófust formlega í lok nóvember. Indigo og WOW hafa gefið sér til loka þessa mánaðar til að ganga frá lausum endum og munu viðræðurnar því hafa staðið yfir í fjóra mánuði. Upplýsingafulltrúi Indigo Partners vildi þannig ekki tjá sig um gang viðræðnanna í samtali við ferðamálasíðuna Túrista í gærkvöldi, ekki einu sinni hvort samningaviðræðurnar væru yfirhöfuð í gangi. Upplýsingafulltrúi WOW skýldi sér á bakvið þá staðreynd að skuldabréf WOW væru skráð í kauphöll í Svíþjóð.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15
Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55