Jákvæðar 15 milljónir dala Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. mars 2019 19:48 Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans. Vísir/egill Þrátt fyrir veika samningsstöðu WOW og vangaveltur um flugrekstrarleyfi gefur aukin fjárfesting Indigo Partners í flugfélaginu góð fyrirheit að mati greinanda. Viðamiklar skilmálabreytingar séu engu að síður erfiður en um leið nauðsynlegur biti að kyngja. Viðræður WOW og Indigo Partners hafa nú staðið yfir í á fjórða mánuð. Í bréfi sem skuldabréfaeigendum flugfélagsins barst í morgun segir að þrátt fyrir að samningaviðræðum sé ekki lokið hafi fulltrúar WOW og Indigo enn einbeittan vilja til að ljúka viðskiptunum. Nú sé hins vegar gengið út frá því að heildarfjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 90 milljónum dala, sem er 15 milljón dölum meiri en áður hefur verið greint frá.Sterk samningsstaða Indigo Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir að þrátt fyrir að samningsstaða Indigo sé sterk sé það góðs viti að jafn reynslumiklir fjárfestar geti hugsað sér að auka fjárfestingu sína í WOW. „Þannig að ég myndi líta á það sem mjög jákvætt að þeir sjái tækifæri að leggja auka pening inn. Auðvitað fer þá kannski á móti einhver eignarhluti sem núverandi eigandi WOW þarf að gefa eftir.“Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.Fréttablaðið/Anton BrinkÞar vísar Sveinn til þess að eignarhlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW, geti orðið í versta falli núll prósent eftir fjárfestinguna. Það muni ráðast af rekstri flugfélagsins á næstu þremur árum. Vakna þá spurningar um hvort WOW þurfi að sækja um flugrekstrarleyfi utan Íslands. „Við gerum nú ráð fyrir að þessir aðilar viti alveg hvernig þessir hlutir virka. Þeir hafa farið í gegnum þetta með önnur evrópsk félög. Verið með skuldabréf með breytirétti og og annað slíkt þannig að að ég get ekki skilið það betur en að Skúli verði þá on board í tvö, þrjú ár þarna. Kannski fær sjálfur einhverja gulrót, þó að hann þurfi að afskrifa eitthvað víkjandi lán.“ Til þess að það gangi eftir þurfa skuldabréfaeigendurnir hins vegar að samþykkja ýmsar skilmálabreytingar. Til að mynda að höfuðstóll bréfanna sem þeir keyptu síðastliðið haust verði lækkaðir um helming, úr 60 milljónum evra í 30 milljónir auk breytinga á vaxtakjörum ----og að víkjandi lán sem móðurfélag WOW veitti flugfélaginu verði afskrifað.Heldurðu að þetta verði erfiður biti að kyngja fyrir skuldabréfaeigendur?„Það gæti alveg verið svo. Mitt mat núna er að þetta sé biti sem þeir verði að kyngja. Það er talað um einhverja gulrót í framtíðinni ef að ákveðinn árangur næst. Þar sem það er þarna inni þá virðist vera eins og að menn verði einhvern veginn að samþykkja það, myndi ég halda.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þrátt fyrir veika samningsstöðu WOW og vangaveltur um flugrekstrarleyfi gefur aukin fjárfesting Indigo Partners í flugfélaginu góð fyrirheit að mati greinanda. Viðamiklar skilmálabreytingar séu engu að síður erfiður en um leið nauðsynlegur biti að kyngja. Viðræður WOW og Indigo Partners hafa nú staðið yfir í á fjórða mánuð. Í bréfi sem skuldabréfaeigendum flugfélagsins barst í morgun segir að þrátt fyrir að samningaviðræðum sé ekki lokið hafi fulltrúar WOW og Indigo enn einbeittan vilja til að ljúka viðskiptunum. Nú sé hins vegar gengið út frá því að heildarfjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 90 milljónum dala, sem er 15 milljón dölum meiri en áður hefur verið greint frá.Sterk samningsstaða Indigo Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir að þrátt fyrir að samningsstaða Indigo sé sterk sé það góðs viti að jafn reynslumiklir fjárfestar geti hugsað sér að auka fjárfestingu sína í WOW. „Þannig að ég myndi líta á það sem mjög jákvætt að þeir sjái tækifæri að leggja auka pening inn. Auðvitað fer þá kannski á móti einhver eignarhluti sem núverandi eigandi WOW þarf að gefa eftir.“Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.Fréttablaðið/Anton BrinkÞar vísar Sveinn til þess að eignarhlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW, geti orðið í versta falli núll prósent eftir fjárfestinguna. Það muni ráðast af rekstri flugfélagsins á næstu þremur árum. Vakna þá spurningar um hvort WOW þurfi að sækja um flugrekstrarleyfi utan Íslands. „Við gerum nú ráð fyrir að þessir aðilar viti alveg hvernig þessir hlutir virka. Þeir hafa farið í gegnum þetta með önnur evrópsk félög. Verið með skuldabréf með breytirétti og og annað slíkt þannig að að ég get ekki skilið það betur en að Skúli verði þá on board í tvö, þrjú ár þarna. Kannski fær sjálfur einhverja gulrót, þó að hann þurfi að afskrifa eitthvað víkjandi lán.“ Til þess að það gangi eftir þurfa skuldabréfaeigendurnir hins vegar að samþykkja ýmsar skilmálabreytingar. Til að mynda að höfuðstóll bréfanna sem þeir keyptu síðastliðið haust verði lækkaðir um helming, úr 60 milljónum evra í 30 milljónir auk breytinga á vaxtakjörum ----og að víkjandi lán sem móðurfélag WOW veitti flugfélaginu verði afskrifað.Heldurðu að þetta verði erfiður biti að kyngja fyrir skuldabréfaeigendur?„Það gæti alveg verið svo. Mitt mat núna er að þetta sé biti sem þeir verði að kyngja. Það er talað um einhverja gulrót í framtíðinni ef að ákveðinn árangur næst. Þar sem það er þarna inni þá virðist vera eins og að menn verði einhvern veginn að samþykkja það, myndi ég halda.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55