Innlent

Kynna áform um þjóðgarð

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Miðhálendið þekur um 40 prósent landsins.
Miðhálendið þekur um 40 prósent landsins. Fréttablaðið/Vilhelm
„Hér er verið að kynna áform um lagasetningu og leitað eftir ábendingum almennings og hagsmunaaðila sem er mikilvægt skref í þessu stóra verkefni,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra um fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð.

Þverpólitísk nefnd um undirbúning að stofnun þjóðgarðsins hefur unnið að þeim áherslum sem fyrirhugað lagafrumvarp mun byggja á. Þær áherslur hafa nú verið kynntar í samráðsgátt stjórnvalda.

Þar kemur fram að vegna sérstöðu og stærðar væntanlegs hálendisþjóðgarðs sé talið rétt að setja sérlög um hann frekar en að friðlýsa svæðið á grundvelli gildandi laga. Samhliða verði lagt fram frumvarp um stofnun sem fer með málefni allra friðlýstra svæða.

Þá er gert ráð fyrir því að sérlög um Vatnajökulsþjóðgarð falli niður þar sem hann verði hluti hálendisþjóðgarðs.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.