Sex starfsmönnum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli hefur verið sagt upp í gær og í dag. Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi.
Samtals starfa 210 manns í Fríhöfninni. Þorgerður segir að koma þurfi í ljós hvort grípa þurfi til fleiri uppsagna.
Þá megi rekja uppsagnirnar beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en félagið flutti inn um 30 prósent af farþegum sem fóru í gegnum Fríhöfnina.
Gjaldþrot WOW air hefur þegar haft mikil áhrif á starfsemi ferðaþjónustu á Íslandi. Þannig hefur Airport Associates, þjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli, þurft að segja upp 315 starfsmönnum og ferðaþjónustufyrirtækin Gray Line og Kynnisferðir hafa sagt upp starfsfólki í gær og í dag.
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli

Tengdar fréttir

Gaman-Ferðir grípa til uppsagna vegna falls WOW air
WOW air átti 49 prósent í Gaman-Ferðum.

Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager
Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp.

Óttast fleiri uppsagnir
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri.