Fjölga ferðum á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í vetur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 13:26 Skandinavíska flugfélagið SAS boðar tíðari flugferðir til og frá Íslandi. Vísir/getty Skandinavíska flugfélagið SAS stefnir að því að fjölga áætlunarferðum á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í vetur. Flugfélagið sækir í sig veðrið og hyggst bjóða upp á nærri daglegar brottfarir. Þetta kemur fram í svari forsvarsmanna SAS við fyrirspurn blaðamanns Turista.is. „Við erum glöð að sjá þennan virkilega góða áhuga á flugleiðinni,“ segir Mariam Skovfoged, blaðafulltrúi SAS. Síðasta vetur flaug SAS á milli Íslands og Danmerkur þrisvar til fjórum sinnum í viku og því um mikla aukningu að ræða. Ætla má að aukningin sé sárabót þá sem sjá eftir lággjaldaflugfélaginu WOW Air sem varð gjaldþrota í lok mars og skildi eftir sig skarð á flugmarkaði. Auk Kaupmannahafnarflugsins flýgur SAS á milli Íslands og höfuðborgar Noregs allt árið um kring. Í sumar stendur síðan til að fljúga á milli Keflavíkur og Stokkhólms. Norska flugfélagið Norwegian tilkynnti í morgun að það hygðist hefja áætlunarflug á milli Íslands og Kanaríeyja í haust. Frá og með 30. október mun Norwegian fljúga tvisvar í viku frá Íslandi til Las Palmas og frá og með 27. október mun flugfélagið bjóða upp á flugferðir til Tenerife fimm sinnum í viku. Danmörk Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Útlit fyrir verulegan samdrátt í flugi og sætaframboði í millilandaflugi á næstu mánuðum Útlit er fyrir að flug um Keflavíkurflugvöll dragist saman um fjórðung og sætaframboð um tæp þrjátíu prósent frá maí til október borið saman við sama tímabil í fyrra. Isavia hefur hins vegar ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR sem flaug þriðju hverja flugferð á síðasta ári. 30. maí 2019 19:00 Norwegian bætir við ferðum til Las Palmas og Tenerife frá Íslandi Fimm ferðir í viku til Tenerife. 13. júní 2019 09:16 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Skandinavíska flugfélagið SAS stefnir að því að fjölga áætlunarferðum á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í vetur. Flugfélagið sækir í sig veðrið og hyggst bjóða upp á nærri daglegar brottfarir. Þetta kemur fram í svari forsvarsmanna SAS við fyrirspurn blaðamanns Turista.is. „Við erum glöð að sjá þennan virkilega góða áhuga á flugleiðinni,“ segir Mariam Skovfoged, blaðafulltrúi SAS. Síðasta vetur flaug SAS á milli Íslands og Danmerkur þrisvar til fjórum sinnum í viku og því um mikla aukningu að ræða. Ætla má að aukningin sé sárabót þá sem sjá eftir lággjaldaflugfélaginu WOW Air sem varð gjaldþrota í lok mars og skildi eftir sig skarð á flugmarkaði. Auk Kaupmannahafnarflugsins flýgur SAS á milli Íslands og höfuðborgar Noregs allt árið um kring. Í sumar stendur síðan til að fljúga á milli Keflavíkur og Stokkhólms. Norska flugfélagið Norwegian tilkynnti í morgun að það hygðist hefja áætlunarflug á milli Íslands og Kanaríeyja í haust. Frá og með 30. október mun Norwegian fljúga tvisvar í viku frá Íslandi til Las Palmas og frá og með 27. október mun flugfélagið bjóða upp á flugferðir til Tenerife fimm sinnum í viku.
Danmörk Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Útlit fyrir verulegan samdrátt í flugi og sætaframboði í millilandaflugi á næstu mánuðum Útlit er fyrir að flug um Keflavíkurflugvöll dragist saman um fjórðung og sætaframboð um tæp þrjátíu prósent frá maí til október borið saman við sama tímabil í fyrra. Isavia hefur hins vegar ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR sem flaug þriðju hverja flugferð á síðasta ári. 30. maí 2019 19:00 Norwegian bætir við ferðum til Las Palmas og Tenerife frá Íslandi Fimm ferðir í viku til Tenerife. 13. júní 2019 09:16 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Útlit fyrir verulegan samdrátt í flugi og sætaframboði í millilandaflugi á næstu mánuðum Útlit er fyrir að flug um Keflavíkurflugvöll dragist saman um fjórðung og sætaframboð um tæp þrjátíu prósent frá maí til október borið saman við sama tímabil í fyrra. Isavia hefur hins vegar ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR sem flaug þriðju hverja flugferð á síðasta ári. 30. maí 2019 19:00
Norwegian bætir við ferðum til Las Palmas og Tenerife frá Íslandi Fimm ferðir í viku til Tenerife. 13. júní 2019 09:16